Morgunblaðið - 06.03.2021, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
✝ Gunnar KarlHaraldsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 25.
september 1994.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 28.
febrúar 2021.
Foreldrar hans
eru Haraldur Þor-
steinn Gunnarsson,
stýrimaður og
húsasmiður, f. 1. maí 1956, og
Kristín Gunnarsdóttir bókari, f.
19. mars 1960. Systur hans eru:
Eyrún Haraldsdóttir, f. 26. mars
1985, og Hrefna Haraldsdóttir,
f. 28. april 1980, gift Ásgeiri
Bachmann. Börn þeirra eru Kol-
finna Þorsteinsdóttir, Kristín
Elsa Þorsteinsdóttir, Andrea
Rakel Bachmann og Benedikt
Elí Bachmann.
Foreldrar Haraldar Þorsteins
eru Gunnar Þorbjörn Haralds-
son, f. 1928, d. 2010, og Jórunn
Guðný Helgadóttir, f. 1929. For-
eldrar Kristínar eru Gunnar
Gissurarson, f. 1917, d. 2008, og
Guðný Helgadóttir,
f. 1924, d. 2017.
Gunnar Karl
lauk stúdentsprófi
frá Framhaldsskól-
anum í Vest-
mannaeyjum 2015.
Þaðan lá leið hans í
Háskóla Íslands þar
sem hann lauk BA-
gráðu í tómstunda-
og félagsmálafræði
2019. Í kjölfarið hóf
hann framhaldsnám í kennslu-
fræði framhaldsskóla. Í gegnum
árin starfaði hann við ýmis
störf, þar á meðal í félags-
miðstöðvum og Reykjadal. Hann
var virkur þátttakandi í ýmsum
félagsstörfum þar á meðal
Vöku, ÍBV og Liverpool-
klúbbnum.
Útför Gunnars Karls verður
gerð frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag, 6. mars
2021, klukkan 14.
Slóð á streymi:
https://www.landakirkja.is/
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Elsku hjartans Gunnar Karl
okkar.
Það var svo skrýtið að þegar
þú fæddist og þegar ég fékk þig
fyrst í fangið fékk ég þá tilfinn-
ingu að ég væri með þig að láni.
En að árin yrðu bara rúm 26 er
alltof skammur tími. Þegar þú
varst átta mánaða greindist þú
með NF1-sjúkdóminn, en ekki
áttum við von á að hann færi
svona illa með þig. Með þraut-
seigju þinni, jákvæðni og bjart-
sýni gerðir þú líf þitt léttara, þó
að mjög oft hafi það verið erfitt.
Þú lést aldrei neitt aftra þér
hvorki í leik né starfi þótt þú
hlypir um á hækjum og síðar rúll-
aðir þér í hjólastól. Við vissum að
þú þekktir marga og ættir marga
vini en undanfarna daga hefur
komið æ betur í ljós hvað þú hef-
ur sáð miklum kærleika og já-
kvæðni í kringum þig.
Hjartans þakkir fyrir sam-
fylgdina, elsku gullið okkar.
Við viljum þakka starfsfólki á
Líknardeild 6c í Kópavogi og
starfsfólki sjúkrahúss Vest-
mannaeyja fyrir einstaka
umönnun og væntumþykju.
Mamma og pabbi.
Þær eru misjafnar gjafirnar
sem okkur eru færðar í vöggugjöf.
Mjög fljótlega eftir að Gunnar
Karl kom í heiminn kom í ljós að
honum var ætlað risavaxið verk-
efni að takast á við í lífinu sem
fram undan var.
Í lífsins ólgusjó komu öldurnar
hver af annarri. Í fyrstu fremur
smáar en urðu brátt stærri og
stærri.
Allt frá barnæsku tókst hann á
við fjölda stórra aðgerða af ein-
dæma æðruleysi. Slíku æðruleysi
að okkur fullorðna fólkið rak í
rogastans. Alltaf var hann já-
kvæður og glaður og hugsaði
meira um líðan annarra en sína
eigin.
Öldudalirnir dýpkuðu og
brimskaflar skullu á honum hver
af öðrum. Hann reis keikur upp
eftir hvert áfallið á fætur öðru
þannig að undrum sætti. Hann
tókst á við veikindi sín af mikilli
þrautseigju og með bjartsýni að
vopni.
Að baki honum stóðu foreldrar
hans og systur sem ein heild. Sam-
heldni þeirra og dugnaður er
aðdáunarverður. Móðir hans
fylgdi honum eftir í flestum hans
spítalainnlögnum og eyddi ótelj-
andi nóttum á spítölum við hlið
Gunnars Karls.
Í desember 2018 fór hann í
hjartastopp sem varði í 26 mínút-
ur. Í stað þess að vera um jól í Eyj-
um eins og venjulega héldu þau
jólin á spítalanum við hlið Gunn-
ars þar sem hann dvaldi í 15 daga.
En Gunnar var engum líkur.
Tæpri viku eftir útskrift var hann
aftur mættur til náms í Háskóla
Íslands og kláraði þar tómstunda-
og félagsmálafræði um vorið eins
og til hafði staðið.
Hann hóf mastersnám haustið
2019 til að öðlast réttindi sem
framhaldsskólakennari. Á síðara
ári námsins reið nýtt áfall yfir.
Enn eitt risaverkefnið var nú fram
undan. Það er sárt og óréttlátt til
þess að hugsa að þessi sjaldgæfi
fylgikvilli sjúkdóms hans skyldi
lenda í fanginu á honum. Hann
ákvað að gera hlé á námi og flutti
heim í foreldrahús, en þar leið
honum alltaf best, umvafinn hlýju
samfélagsins í Eyjum.
Aftur lenti hann inni á sjúkra-
húsi í Reykjavík en vildi komast til
Eyja á ný þaðan sem hann gat séð
Heimaklettinn sinn út um
gluggann. Þar lést hann í faðmi
sinna nánustu að morgni sunnu-
dagsins 28. febrúar.
Gunnar Karl var ótrúlegur ein-
staklingur sem snart svo marga
með tilvist sinni. Af ótal mörgum
mannkostum hans má nefna að
hann var afburða greindur, fé-
lagslyndur, vinmargur, heil-
steyptur og umburðarlyndur.
Hann var virkilega ljúfur og góður
frændi og svo var hann auðvitað
eldheitur stuðningsmaður ÍBV og
Liverpool.
Hann var afar mörgum mikil
fyrirmynd. Á annað þúsund falleg-
ar athugasemdir sem voru skráð-
ar á nokkrum klukkutímum við til-
kynningu fjölskyldunnar á
facebook bera vitni um þann
sterka einstakling sem hann var
og þau jákvæðu áhrif sem hann
hafði á alla í kringum sig. Ég sagði
við hann nýlega að það væri ósk-
andi að það væru fleiri eins og
hann því þá væri heimurinn svo
miklu betri.
Elsku Kristín systir, Halli,
Hrefna og fjölskylda, Eyrún og
Jórunn amma Gunnars. Gunnar
skilur eftir sig risavaxið tómarúm
hjá ykkur, sem og okkur öðrum
ættingjum og vinum. Tómarúm
sem erfitt verður að fylla en minn-
ingarnar um einstakan mann
munu lifa áfram með okkur inn í
framtíðina.
Ásta Gunnarsdóttir.
Það er með sárum söknuði að
ég hripa þessar línur á blað.
Elskulegur Gunnar Karl hefur
verið hluti af lífi okkar fjölskyld-
unnar síðastliðin 26 ár. Vandaðri
og betri drengur er vandfundinn.
Einstök bjartsýni og æðruleysi
hefur verið okkur innblástur til að
reyna að verða betri manneskjur
og hjálpað okkur að takast á við
álag og áföll, sem venjulega blikna
í samanburði við það sem Gunnar
Karl varð að takast á við. Það hef-
ur komið í ljós á síðustu dögum
hversu mikil áhrif hann hefur haft
á fjölda fólks langt út fyrir raðir
fjölskyldu og vina. Hann hefur
verið einstök fyrirmynd fjöl-
margra og sýnt hvernig hægt er
að ná árangri í lífinu þrátt fyrir
hindranir og erfiðleika sem venju-
legum manninum þættu óyfirstíg-
anlegir. Blessuð sé minning hans.
Rannveig móðursystir.
Það er bæði sárt og ósann-
gjarnt að þurfa að kveðja vin okk-
ar aðeins 26 ára að aldri.
Gunnar Karl glímdi við ótelj-
andi áskoranir allt frá fæðingu.
Hann lét þær þó ekki stöðva sig
við að elta drauma sína og taka
þátt í öllu því sem við peyjarnir
tókum upp á, þar með talið fót-
boltaæfingum upp að því marki
sem líkamlegt ástand hans leyfði.
Að knattspyrnuferlinum loknum
tók hann að sér aðstoðarþjálfun
við hlið Steina heitins, en þeir fé-
lagarnir áttu afar kært og fallegt
samband.
Gunnar tók þátt í langflestum
ferðalögum okkar, og öllum
strákapörum. Eftir á að hyggja
gerðum við okkur líklega ekki
grein fyrir hversu þjáður hann var
að öllu jöfnu, því aldrei lét hann
það aftra sér. Andlega var hann
nefnilega sterkastur af okkur öll-
um. Til marks um það lauk hann
námi í tómstunda- og félagsmála-
fræði við Háskóla Íslands og
stefndi á að verða kennari, nokkuð
sem hefði vafalaust legið vel fyrir
honum, enda var í honum mikill
drifkraftur þegar kom að fé-
lagsstörfum á öllum skólastigum,
vinmargur hvert sem hann fór.
Gunnar Karl lét einnig vel í sér
heyra í hagsmunabaráttu stúd-
enta og á hann stóran þátt í ótal
úrbótum sem gerðar voru síðustu
ár til að bæta líðan fólks í skól-
anum.
Nálgun hans á veikindin ein-
kenndist alla tíð af fordæmalausri
þrautseigju og æðruleysi. Það er
ekki á hvers manns færi að lifa af
hjartastopp og kórónuveirusmit.
Við strákarnir vorum farnir að
halda að Gunnar Karl væri ósigr-
andi þar til meinið réðst á hann af
fullum þunga.
Þegar rifjað er upp hversu mik-
inn lífsvilja og baráttu Gunnar
Karl sýndi alla sína ævi leiðir það
hugann að því hve misjafnar gjafir
Guðs geta verið. Á sama tíma og
þessi góði vinur okkar barðist
hetjulega fyrir lífi sínu kasta aðrir
lífi sínu á glæ.
Við kveðjum góðan félaga sem
kenndi okkur að sjá hlutina í réttu
ljósi. Við vottum fjölskyldu og að-
standendum Gunnars okkar
dýpstu samúð.
Gunnar, þú ert og verður alltaf
meistari.
Þínir æskuvinir,
Arnar Freyr Önnuson,
Björgvin Óskar Guð-
mundsson, Daníel Freyr
Jónsson, Guðbjörn Guð-
jónsson, Gunnar Þor-
steinsson, Hallgrímur
Júlíusson, Jóhann Ingi
Norðfjörð, Patrick Max-
imilian Rittmüller, Sindri
Freyr Guðjónsson og Sæ-
þór Hallgrímsson.
Sorg og söknuður hafa ein-
kennt síðustu daga eftir að vinur
minn Gunnar Karl yfirgaf þetta
jarðlíf. Á lífsleiðinni er okkur út-
hlutað ýmsum verkefnum til að
takast á við og leysa. Gunnar fékk
öll stærstu og erfiðustu verkefnin
á sinni lífsleið, hann fór í hvert ein-
asta verkefni með einstakri bar-
áttu og sigur var það eina sem
kom til greina. Það segir margt
um Gunnar að þegar ég heimsótti
hann á spítalann nokkrum dögum
fyrir andlát hans þá var það helsta
sem hann vildi ræða hvort ég væri
ekki klár að hjálpa honum að
flytja í íbúðina sína í byrjun apríl.
Hann ætlaði sér að vinna bug á
krabbameininu og uppgjöf var
ekki til í hans orðabók.
Vinátta okkar Gunnars var ein-
læg en litaðist af kolsvörtum húm-
or okkar og skotum á hvor annan,
það var okkar leið til að segja hvor
öðrum hvað okkur þótti vænt um
hvor annan.
Í einni af hans baráttum fyrir
lífinu kom í ljós hvað Gunnar var
mikill húmoristi. Ég hafði fengið
símtal um ástand hans eftir
hjartastoppið og grét yfir örlögum
vinar míns og hélt að þetta væri
hans síðasta. Daginn eftir vakna
ég og hugur minn er hjá Gunnari
og fjölskyldu hans og fljótlega
hringir síminn og það er hringt úr
símanum hans Gunnars. Ég bjó
mig undir fá fréttir af því að hann
væri farinn, ég svara og það kem-
ur mér á óvart að það er Gunnar
sjálfur í símanum og byrjar hann
Gunnar Karl
Haraldsson
Heittelskuð móðir okkar,
UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR,
andaðast 26. febrúar í faðmi dætra sinna.
Hún verður jarðsungin frá Seltjarnarnes-
kirkju fimmtudaginn 11. mars klukkan 15.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
slóðinni https://youtu.be/lbqCGLLkWYE
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
Unnar er bent á vökudeild Barnaspítala Hringsins, reikningur
513-26-22241, kt. 640394-4479.
Katrín Pálsdóttir Gunnar Þorvaldsson
Lára Pálsdóttir Sveinn Kjartansson
Ingibjörg Pálsdóttir Gunnar Hermannsson
Guðrún Pálsdóttir Þórir Baldursson
Unnur Pálsdóttir Sigfús Bjarni Sigfússon
og afkomendur
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 13-16 virka daga
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR ARNBJÖRNSDÓTTIR
frá Bergsstöðum í Aðaldal,
til heimilis á Garðarsbraut 39,
Húsavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudaginn 2. mars. Þökkum
auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Útförin fer fram laugardaginn
13. mars frá Húsavíkurkirkju klukkan 14. Útförinni verður
streymt á facebook-síðu kirkjunnar. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Styrktarfélag Sjúkrahúss Þingeyinga.
Jakob Gunnar Hjaltalín
Kristján Hjaltalín Bylgja Steingrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG ALDA PÉTURSDÓTTIR,
áður Teistunesi 1, Garðabæ,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn
25. febrúar. Útförin fer fram frá
Vídalínskirkju, Garðabæ, miðvikudaginn 10. mars klukkan 13.
Ættingjar og vinir eru velkomnir í athöfnina.
Hlekk á streymi verður hægt að nálgast á
https://beint.is/streymi/alda.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Báruhrauns á Hrafnistu
Hafnarfirði fyrir einstaka aðhlynningu og alúð í hennar garð.
Ómar Kristjánsson Hjördís Ingvadóttir
Halldór Benedikt Kristjánsson, Auðbjörg Erlingsdóttir
Kjartan Bragi Kristjánsson Hulda Fanný Hafsteinsdóttir
Kristján Vignir Kristjánsson Christel Johansen
barnabörn og langömmubörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Asparskógum 22, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, mánudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. mars
klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á vef
Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Ómar Traustason
Kristjana Jóna Jóhannsd.
Sigurður Jóhannsson
Árni Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn,
HRAFNHILDUR TJÖRVADÓTTIR,
Mýrargötu 26, Reykjavík,
lést á heimili sínu 25. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 11. mars klukkan 15.
Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast Hrafnhildar er bent á vökudeild Barnaspítala Hringsins.
Heiðrún Sigurðardóttir Tjörvi Bjarnason
Katla Tjörvadóttir
Jökull Tjörvason
Embla Tjörvadóttir
Guðlaug Pálsdóttir Sigurður Guðnason
Kristín Indriðadóttir Bjarni Ólafsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og tengdafaðir,
ÓSKAR KARL ÞÓRHALLSSON,
Óskar á Arney,
Garðatogi 4c, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
miðvikudaginn 3. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. mars
klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/oskarkarl
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju.
Banki 0133-15-602, kt. 640169-5919.
Agnes Árnadóttir
Lárus Óskarsson Edda Þórðardóttir
Hrefna Björg Óskarsdóttir
Þórhallur Óskarsson Elín Þórhallsdóttir
Karl Einar Óskarsson Anna Pálína Árnadóttir
Kristinn Óskarsson Steinþóra Eir Hjaltadóttir
og fjölskyldur