Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021
Hvers vegna þarf að leggja
eina nothæfa mannvirki frjáls-
íþróttafólks í Reykjavík undir
alþjóðlegt rafíþróttamót í fjórar
til sex vikur í vor?
Þó ég þekki lítið til raf-
íþróttanna trúi ég ekki öðru en
að það hefði mátt finna heppi-
legri keppnisstaði innan
borgarmarkanna, eða í ná-
munda við þau, en frjálsíþrótta-
hluta Laugardalshallarinnar.
Hvað með stóru hótelin með
sínum víðáttumiklu sölum sem
hafa staðið auð undanfarna
mánuði? Svo eitthvað sé nefnt.
Aðstaða frjálsíþróttafólks í
höfuðborginni er bágborin, og
reyndar víðar. Enginn leik-
vangur fyrir alþjóðlega keppni
utanhúss er lengur til staðar
þar sem Laugardalsvelli hefur
ekki verið haldið við með þarfir
frjálsíþróttanna í huga.
Það er í raun ótrúlegt að upp
sé komin sú staða að þetta sé
vandamál. Ef allt væri eðlilegt
væri frjálsíþróttafólkið að æfa
við góðar aðstæður utanhúss
og gæti með bros á vör látið
öðrum eftir að nýta Laug-
ardalshöllina á þeim tíma árs
þegar sólin er komin hátt á loft
og allar æfingar og keppni ættu
að fara fram undir berum
himni.
Eins og afrekskonan Guð-
björg Jóna Bjarnadóttir sagði í
viðtali hér í Morgunblaðinu í
vikunni kemur þetta upp á
versta tíma fyrir hana og fleiri
sem berjast um að komast á
Ólympíuleikana í Tókýó í sumar.
Fundahöld eru í gangi en
engin lausn lá fyrir í gær. Guð-
björg sér fram á að mögulega
verði hægt að æfa seint á
kvöldin í Kaplakrika. Svona er
nú staðan hjá okkar fremsta af-
reksfólki árið 2021.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Haraldur Franklín Magnús, kylf-
ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur,
bíður átekta eins og margt íþrótta-
fólk í einstaklingsgreinum eftir því
að keppni hefjist erlendis.
„Keppni átti að byrja í febrúar en
því var frestað þangað til í apríl.
Vonandi er hægt að halda sig við
þær áætlanir að mótaröðin fari af
stað í lok apríl eða byrjun maí en enn
sem komið er hefur okkur verið ráð-
lagt að bóka ekki flug eða gistingu.
Fyrir mig væri gott að fá sem flest
mót því ég er á ólympíulistanum. Ef
ég stend mig vel þá gæti sá mögu-
leiki verið fyrir hendi að komast á
leikana í Japan. Ég myndi því vilja
fá að keppa til að vinna mig upp
listann en eins og staðan er núna
getur maður ekki gert annað en að
æfa og bíða eftir því að kallið komi.
Maður reynir að vera jákvæður,“
sagði Haraldur þegar Morgunblaðið
tók púlsinn á honum.
Haraldur Franklín er með fullan
keppnisrétt á Áskorendamótaröð-
inni en í því felst að kylfingurinn fær
visst mörg mót á árinu að lágmarki.
Alla vega í venjulegu árferði. Síðasta
tímabil var óvenjulegt vegna veir-
unnar og því taldi það lítið sem ekk-
ert. Kylfingar misstu til dæmis ekki
keppnisréttinn á mótaröðinni en
undir venjulegum kringumstæðum
lenda kylfingar í því sem ekki ná að
vera nógu ofarlega á stigalista móta-
raðarinnar. Fimm efstu á stigalista
Áskorendamótaraðarinnar fengu
keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en
vanalega eru tuttugu sæti í boði. Er
það gulrótin sem Haraldur og Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson eru að
elta eins og aðrir á Áskorendamóta-
röðinni.
Spánardvöl var slegin af
Hérlendis geta kylfingar nýtt sér
vetraraðstöðu en það er annar veru-
leiki en hjá þeim sem geta æft nán-
ast allt árið í hlýju loftslagi.
„Ég stend á mottu í Básum og slæ
eða slæ í hermi hjá Viggó í Golf-
klúbbnum. Svo getur maður púttað á
Korpunni. Maður þarf að nýta sér
það sem er í boði og það skilar víst
alltaf einhverju að æfa. Stundum er
þetta mjög gaman en verður stund-
um svolítið þreytt,“ sagði Haraldur
en hann nýtur aðstoðar þjálfarans
Snorra Páls Ólafssonar. „Ég er í
Golfklúbbi Reykjavíkur og GR-
karlarnir, Derrick (Moore), David
(Barnwell) og Arnór Ingi eru einnig
tilbúnir að hjálpa ef maður vill heyra
fleiri sjónarmið.“
Haraldur segist hafa lært að erfitt
sé að gera áætlanir fram í tímann
þegar heimurinn glímir við faraldur.
„Ég og konan ætluðum að dvelja á
Spáni í einhvern tíma og vorum
komin þangað síðasta haust en við
komum heim í vetur. Ég hef sjaldan
verið í jafn góðu standi varðandi
golfið eins og í lok síðasta ár og þá
taldi ég mig vera að búa mig undir
að hefja keppni í febrúar. Það þýðir
víst ekki að gera miklar áætlarnir
þegar við vitum ekki neitt,“ sagði
Haraldur Franklín sem einnig starf-
ar á hjúkrunarheimili um þessar
mundir ásamt því að sinna æfingum.
„Maður reynir að vera jákvæður“
Haraldur Franklín sjaldan í jafn góðu
formi og í lok síðasta árs Gagnast
lítið þegar engin eru golfmótin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Biðtími Haraldur Franklín Magnús bíður eftir fréttum af því hvenær hann
getur farið að nýta sér keppnisréttinn á Áskorendamótaröðinni.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV .... 58
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörn .... 36
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV ........ 0
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörn .. 37
Hrafnhildur Hanna Þrastard, ÍBV 34
Karen Knútsdóttir, Fram............ 102
Lovísa Thompson, Val ................... 19
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram .... 26
Rut Jónsdóttir, KA/Þór ................. 94
Sigríður Hauksdóttir, HK............. 16
Steinunn Björnsdóttir, Fram........ 35
Sunna Jónsdóttir, ÍBV................... 56
Thea Imani Sturludóttir, Val ........ 40
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK ....... 0
vs@mbl.is
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari
kvenna í handknattleik, tilkynnti í
gær átján manna hóp fyrir for-
keppni heimsmeistaramótsins en Ís-
land leikur í undanriðli í Norður-
Makedóníu um aðra helgi, dagana
19. til 21. mars.
Íslenska liðið leikur þar við Norð-
ur-Makedóníu, Grikkland og Lithá-
en um tvö sæti í umspilinu sem verð-
ur leikið í sumar.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, mark-
vörður Vendsyssel í dönsku úrvals-
deildinni, er eini leikmaður liðsins
sem ekki leikur með íslensku liði.
Díana Dögg Magnúsdóttir, leik-
maður Sachsen Zwickau í Þýska-
landi, kemst ekki á mótið vegna sótt-
varnarreglna í Þýskalandi.
Þrír nýliðar eru í liðinu, Saga Sif
Gísladóttir, Harpa Valey Gylfadóttir
og Tinna Sól Björgvinsdóttir.
Íslenski hópurinn er þannig skip-
aður:
Markverðir:
Elín J. Þorsteinsd., Vendsyssel .... 25
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram .... 2
Saga Sif Gísladóttir, Val .................. 0
Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór...... 2
Elín sú eina sem leikur erlendis
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Reynsla Karen Knútsdóttir er
leikjahæst með 102 landsleiki.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH – HK ........................ L13.30
KA-heimilið: KA/Þór – Haukar........ L15.30
TM-höllin: Stjarnan – Valur .................. L16
Eyjar: ÍBV – Fram............................ L16.15
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Grótta........................ L14
Dalhús: Fjölnir/Fylkir – Fram U ..... S13.30
Hleðsluhöll: Selfoss – Víkingur ........ S13.30
Origo-höll: Valur U – Afturelding .... S19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Kría – Valur U ..................... L14
Dalhús: Vængir Júpíters – Haukar U .. L17
Víkin: Víkingur – HK ........................ L19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – Keflavík............... S18.15
Höllin Ak.: Þór Ak. – Grindavík........ S19.15
MVA-höllin: Höttur – Stjarnan ........ S19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – KR ........ S20.15
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Blue-höll: Keflavík – Breiðablik............ L16
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Origo-völlur: Valur – HK....................... L12
Würth-völlur: Fylkir – Leiknir R ......... L14
KR-völlur: KR – Kórdrengir................. L14
Varmá: Afturelding – KA ...................... L15
Skessan: FH – Þór.................................. L15
Jáverkvöllur: Selfoss – Vestri................ S11
Leiknisvöllur: Grindavík – Víkingur Ó . S14
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Reykjaneshöll: Keflavík – ÍBV ............. L12
Sauðárkrókur: Tindastóll – FH ............ L15
Boginn: Þór/KA – Breiðablik............ S15.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA....................... L17.45
BORÐTENNIS
Íslandsmótið fer fram í TBR-húsinu í dag
og á morgun. Keppt er frá 10.30 í dag en úr-
slitaleikir í einliðaleik meistaraflokks karla
og kvenna hefjast kl. 14 á morgun.
UM HELGINA!
ÞÝSKALAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir fékk sannkallaða
óskabyrjun með félagsliði sínu Bay-
ern München á dögunum.
Hún lék sinn fyrsta leik fyrir
þýska stórveldið á fimmtudaginn
þegar hún kom inn á sem varamaður
á 65. mínútu gegn Kazygurt í Ka-
sakstan í fyrri leik liðanna í sextán
liða úrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu.
Karólína var búin að vera inni á
vellinum í þrjár mínútur þegar hún
skoraði fimmta mark Bæjara en
leiknum lauk með 6:1-sigri Bayern
München.
Hún á að baki 78 leiki í efstu deild
með FH og Breiðabliki og þá á hún
að baki fjóra A-landsleiki þar sem
hún hefur skorað eitt mark.
Karólína var að jafna sig eftir að-
gerð á hné þegar hún gekk til liðs við
þýska félagið frá Breiðabliki í janúar
á þessu ári en hún hefur æft af full-
um krafti með liðinu undanfarnar
vikur.
„Þetta gat ekki byrjað betur,“
sagði Karólína í samtali við Morgun-
blaðið. „Samkeppnin um stöður í lið-
inu er svakaleg og maður veit í raun
ekki einu sinni hvort maður sé í hópi
fyrr en daginn fyrir leik.
Ég er þess vegna gríðarlega þakk-
lát fyrir að hafa fengið tækifæri með
liðinu í Kasakstan og núna er bara að
byggja ofan á þetta. Það er mikil-
vægt að halda áfram á sömu braut og
reyna að fá mínútur með liðinu,“
bætti hún við.
Mikilvægt að njóta
Karólína Lea hefur leikið sem
kantmaður og framherji á Íslandi,
ásamt því að spila á miðjunni, og hún
getur því leyst margar stöður á vell-
inum.
„Ég hljóp inn í teiginn og boltinn
lá vel fyrir mér þegar hann barst til
mín. Ég ákvað að skjóta á markið og
það var gott því ég hitti hann virki-
lega vel. Tilfinningin að sjá boltann í
netinu var frábær og það var mikill
léttir. Þetta var í raun bara mín önn-
ur snerting í leiknum en fyrsta snert-
ingin hjá mér var ekki sú besta á
ferlinum. Það var þess vegna ennþá
betra að skora eftir þessa slæmu
fyrstu snertingu.
Ég fór beint inn á miðjuna þegar
ég kom inn á og skilaboðin sem ég
fékk frá þjálfaranum voru ekkert
sérstaklega flókin. Hann sagði mér
bara að njóta þess að spila og hafa
gaman. Ég vissi varla hvaða stöðu ég
átti að spila þegar ég kom inn á og ég
held að þetta hafi fyrst og fremst
snúist um að setja ekki of mikla
pressu á mig í fyrsta leiknum.
Mér sýnist á öllu að þeir sjái mig
sem miðjumann því það er sú staða
sem ég hef verið að spila með liðinu á
æfingum.“
Erfitt andlega
Karólína viðurkennir að það hafi
verið erfitt að horfa á liðsfélaga sína
æfa af fullum krafti á meðan hún var
að jafna sig af meiðslum.
„Hlutirnir hafa breyst mikið eftir
að ég byrjaði að æfa með liðinu af
fullum krafti. Ég hef kynnst stelp-
unum betur og þjálfurunum auðvitað
líka. Ég sé og finn að ég er tilbúin til
þess að spila í þessum gæðaflokki,
sem er virkilega ánægjulegt. Það tók
lengri tíma að jafna sig á þessum
meiðslum en ég átti von á og það var
gott fyrir andlegu hliðina að komast
aftur á völlinn.
Það hefur verið virkilega krefjandi
að geta ekki sýnt sínar bestu hliðar
og það eina sem maður gerði á með-
an maður var í endurhæfingu var að
lyfta lóðum inni í tækjasal sem er
kannski ekki alveg mín sterkasta
hlið. Það var þess vegna virkilega
gaman að fá tækifæri til að sýna sig
og sanna enda er ég mikil keppnis-
manneskja og ein slæm æfing getur
setið í manni í einhvern tíma.
Ég þarf samt að halda ró minni
líka enda er ég bara nítján ára göm-
ul. Það er leikur á sunnudaginn gegn
Freiburg á útivelli og núna þarf mað-
ur bara að koma sér aftur niður á
jörðina og vera klár í næsta leik,“
sagði Karólína við Morgunblaðið.
Sannkölluð draumabyrjun
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði með sinni annarri snertingu í fyrsta leik
Hlutirnir breyst mikið í Þýskalandi eftir að hún hóf æfingar af fullum krafti
Ljósmynd/FCBfrauen
Bayern Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir í leiknum í Kasakstsan.