Morgunblaðið - 06.03.2021, Side 42

Morgunblaðið - 06.03.2021, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kannski hef ég ætlað að sanna það fyrir sjálfri mér að ég hafi ekki verið alveg aðgerðalaus eftir að ég hætti að starfa í galleríinu. Enda erfitt að hætta því sem maður hefur nautn af, hvort sem maður sýnir verkin eða ekki,“ segir myndlistarkonan Edda Jónsdóttir. Og þar sem við stöndum innan um verkin hennar á sýning- unni Hægra/Vinstra í Ásmundarsal fer svo sannarlega ekki á milli mála að hún hefur verið að skapa ný og fjölbreytileg verk, og svo er önnur sýning á verkum hennar á Mokka. Vinstra/Hægra kallast sú. Á Mokka eru annars vegar grafík- verk frá árinu 1994, þegar Edda hélt síðast einkasýningu, og hins vegar nýleg og formræn ljósmyndaverk. Ofar á holtinu, í Ásmundarsal, eru verk í ýmsa miðla: fjöldi fugla úr leir – stakir á viðarstöllum á veggjum, margir saman á löngum hillum og nokkrir úti á svölum, og þar eru vatnslitaverk, grafíkmyndir og ljós- myndaverk. Auk fjölda skissubóka og verka á pappír í sýningarborði. Sýningarnar mótuðu sýningarstjór- arnir Hildigunnur Birgisdóttir, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Auð- ur Jörundsdóttir, margreyndar í faginu sem listakonur og í umsýslu með myndlist. Edda hafði lengi verið atkvæða- mikil í myndlistinni sem skapandi listamaður þegar hún árið 1995 venti kvæði sínu í kross og stofnaði af miklum metnaði gallerí í Ingólfs- stræti 8, i8 gallerí. Hún rak það þar og seinna við Klapparstíg en síðar tók Börkur sonur hennar við rekstr- inum. Hélt Edda samt alltaf áfram að vinna að eigin myndlist með? Átti að henda þessu eða sýna? „Þegar ég opnaði galleríið fyrst í Ingólfsstrætinu þá hélt ég að ég gæti unnið meðfram að mínum verkum en áttaði mig fljótt á því að þegar ég var farin að vinna með og fyrir aðra listamenn, þá yrði ég að setja mitt til hliðar. En þegar tími gafst síðar til þá vann ég að mínu í rólegheitum. Ég var þá búin að selja vinnustofuna og grafíkpressuna mína, gefa allan pappírinn og selja vinnuborðin – sem ég sé mikið eftir núna! – og vann mest í smáum verkum. Ég stefndi þó ekkert að því að sýna. Við hjónin eyddum tíu vetrum í Arizona og þar vann ég alltaf að mín- um verkum. Ég kynntist þar grafík- prentara, fór að þrykkja og komst aftur í samband við mitt fyrra sjálf. Þegar ég var síðan alkomin heim fyrir þremur árum og var að koma dótinu mínu fyrir í íbúðinni og í geymslu, þá sá ég hvað þetta var mikið af verkum í ýmsu formi og velti fyrir mér hvað ég ætti að gera við þau. Átti ég að henda þessu eða sýna einhverjum? Ég dreifði úr þessu um alla íbúð, skissum, mynd- um, fuglum og öllum fjandanum, og fannst að ég þyrfti að fá álit á því hvort það væri eitthvert vit í þessu. Ég fékk til mín þessar yndislegu vin- konur mínar og fyrrverandi sam- starfskonur í i8, Hildigunni, Önnu Júlíu og Auði, sem allar eru sérfræð- ingar á þessu sviði. Ég fékk líka með þeim arkitekt sem ég treysti vel og þau fóru hugsi í gegnum verkin áður en þau sögðu þar vera efni í þrjár sýningar! Og ef þau ættu að taka þátt í að setja saman sýningu þá yrðu þær að minnsta kosti að vera tvær. Það var því ekki mín hug- mynd,“ segir Edda afsakandi, eins og þörf sé á því. Edda sagðist ekkert gera sjálf í þessu, nema með aðstoð þeirra stall- systra. „Ég treysti þeim alfarið til að velja verkin á sýningarnar og setja sýningarnar saman sem þær tóku að sér með glöðu geði. Það var dásemd að vinna með þessum kláru konum. Ég lærði það á að vinna í galleríi að það er oft betra að aðrir en lista- maðurinn sjái um valið og uppsetn- inguna,“ segir Edda. Einhver frelsisþrá Eins og fyrr segir eru verkin á sýningum Eddu gerð í ýmsa miðla. Röð vatnslitamynda af trjám valdi hún til dæmis að mála í Arizona með vinstri hendi, þótt rétthent sé. Þar kynntist hún líka grafíkþrykkj- aranum og fór að skapa hjá honum einþrykk og dæmi um það er á sýn- ingunni. Þau segir Edda tengjast vatnslitaverkum sem þar eru líka á veggjum. Hvaðan koma svo þessir leirfuglar? „Þeir voru ekkert úthugsaðir. Ég fór bara að dunda mér með leir í hendi og hef verið að móta þá í ein tvö ár. Ég tek upp leir og veit ekkert hvað kemur út úr því en alltaf kemur fugl! Og fleiri og fleiri. Af hverju fuglar? Ég hef ekki enn komist að því. Kannski er einhver frelsisþrá í fuglinum. Ég fékk svo frænku mína sem er í húsgagnasmíði til að smíða massívar litlar hillur undir þá. En sýningarstjórunum fannst líka spennandi að sýna suma þeirra sem massa, marga á þessari hillu þarna.“ Á báðum sýningum eru svo ljós- myndaverk. „Þótt ég hafi ekki lært ljós- myndun þá hef ég alltaf haft gaman af því að taka myndir, mér finnst það eiginlega jafn spennandi og að teikna. Eins og þessar bílaþvotta- myndir mínar þarna á endaveggn- um, það er einhver nautn að ná þess- um örstuttu augnablikum þegar eitthvað fallegt birtist – þau augna- blik eru mjög stutt.“ Tenging við lífið og fortíðina „Mér finnst mjög gaman að sýna hérna í Ásmundarsal,“ segir Edda svo. „Hérna var ég í módelteikningu á sínum tíma, þegar Myndlistarskól- inn var hér, og salurinn er svo fal- legur! Mér finnst líka fallegt að leyfa honum að anda með verkunum. Það er líka mjög gaman að sýna á Mokka, báðir þessir staðir hafa tengingu við lífið og fortíðina. Ég vissi ekki hvort ég væri með efnivið í sýningu en finnst bara svo gaman að vinna að verkunum, hef nautn af því og fylli hverja skissu- bókina á fætur annarri. Ég fylli bæk- ur oft með tengdum teikningum og svo er ég kannski með bunka af blöð- um sem tengjast með sama hætti.“ Og Edda viðurkennir að sýning- arnar hafi hleypt enn meira kappi í hana. „Ég er voðalega brött núna og held bara áfram að vinna hvað sem kemur út úr því – kannski sýning, hver veit.“ „Finnst bara svo gaman að vinna“  Tvær sýningar hafa verið settar upp með verkum Eddu Jónsdóttur, í Ásmundarsal og á Mokka  Hélt síðast einkasýningu árið 1994, áður en hún stofnaði i8 galleríið  Úr fjölda verka að velja Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Edda Jónsdóttir í Ásmundarsal, við sýningarborð með fjölda skissubóka og teikninga hennar. Kór Langholtskirkju flytur á morg- un, sunnudag, kl. 17 og 20, Jóhannesarpassíuna eftir J.S. Bach, eitt af sígildum verkum tónlistarsög- unnar. Einsöngvarar verða Bene- dikt Kristjánsson tenór í hlutverki guðspjallamanns en hann vakti mikla athygli fyrir nýstárlegan flutning á Jóhannesarpassíunni í fyrra; Fjölnir Ólafsson barítón í hlutverki Krists, Ólafur Freyr Birk- isson bassi í hlutverki Pílatusar, auk Hildigunnar Einarsdóttur mezzó- sóprans og Írisar Bjarkar Gunn- arsdóttur sóprans. Páll Palomares fer fyrir kammersveit Langholts- kirkju og flutn- ingnum stýrir Magnús Ragn- arsson. Tónleikarnir eru skipulagðir með tilliti til reglugerðar um samkomu- takmarkanir og sætaframboð er því takmarkað, segir í tilkynningu. Uppselt er á fyrri tónleikana og var því aukatónleikum bætt við kl. 20. Fyrri tónleikarnir verða hljóðritaðir af RÚV og útvarpað á páskum. Jóhannesarpassían í Langholtskirkju J.S. Bach Skapandi Evrópa, kvikmynda- og menningaráætlun Evrópusam- bandsins, hefur það að markmiði að efla listsköpun og koma á samstarfi milli listastofnana og listamanna í Evrópu og hefur nú verið tilkynnt um góðan árangur íslenskra um- sækjenda innan geira kvikmynda og margmiðlunar á tímabilinu 2014-2020. Nema styrkir til ís- lenskra umsækjenda rúmlega 1,3 milljörðum kr. og í ár fengu íslensk verkefni alls 354 milljónir kr. í styrki úr þeim hluta áætlunarinnar (e. MEDIA) sem er hæsta upphæð frá árinu 1992 þegar Íslendingar hófu þátttöku sína, eins og segir á vef Stjórnarráðs Íslands. Voru þar á meðal þrjár sjónvarpsþáttaraðir: Verbúð, Vitjanir og Systrabönd og fjórar kvikmyndir: Afturelding, Vera and the Third Stone, Northen Comfort og Varado – Curse of the Gold. Tólf ís- lenskar menningar- stofnanir og félög hlutu einn- ig styrki frá Skapandi Evrópu, alls 170 milljónir kr., og þrjú samstarfsverkefni með íslenskum þátttakendum hlutu samanlagt 45 milljónir kr. Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, segir að nú sé unnið að fyrstu heildstæðu íslensku kvik- myndastefnunni og þar sé horft til kvikmyndagerðar sem listforms og mikilvægrar atvinnugreinar. Lilja Alfreðsdóttir Hæsta upphæð frá árinu 1992

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.