Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 13
ÞROTTUR 40 ára
13
Sama var uppi á teningnum hjá
2. flokki og árið áður, flestir pilt-
anna léku með meistaraflokki og
voru ekki notaðir með sínum
flokki nema endrum og eins. Þeim
Guðmundi Vigfússyni og Þor-
varði Björnssyni, þjálfurum
flokksins, var því gert erfitt fyrir.
En liðið náðist saman að lokum og
þá lét árangurinn ekki á sér standa
og varð liðið sigurvegari í Haust-
mótinu.
Alls tíu Þróttarar voru valdir í
landslið á árinu. Þeir Halldór Ara-
sony Jón Þorbjörnsson og Þorvald-
ur I. Þorvaldsson léku með Ung-
lingalandsliðinu í úrslitakeppni
UEFA, sem fram fór í Ungverja-
landi. Þá var Stefán Stefánsson
varamaður liðsins. Þegar valið var
í sama lið fyrir næstu UEFA-kepp-
ni voru þeir Arsæll Kristjánsson,
Ottó Hreinsson, Rúnar M. Sverris-
son og Sverrir Einarsson kallaðir
til og léku allir með liðinu. Að lok-
um léku þeir Ágúst Hauksson,
Ólafur Magnússon og Páll Ólafs-
son með Drengjalandsliðinu á
Norðurlandamótinu, sem haldið
var hér á landi.
Halldór Bragason náði þeim áf-
anga að leika sinn 200. leik með
meistaraflokki.
Meistaraflokkur fór í æfinga-
búðir til Skotlands og lék þrjá leiki
í ferðinni. Gengu þeir misjafnlega.
Stjórn deildarinnar skipuðu
sömu menn og árið áður.
1977
Dvöl félagsins varð ekki löng í
2. deildinni að þessu sinni og
vannst öruggur sigur og þar með
sæti meðal þeirra bestu að ári. Þá
gekk liðinu nokkuð sæmilega í
öðrum mótum. Þjálfari flokksins
var Theódór Guðmundsson og
var liðið í góðum höndum.
Frammistaða 2. flokkis var stór-
glæsileg og sigraði liðið í öllum
sínum leikjum bæði í Reykjavíkur-
og íslandsmótum. Skoraði liðið 58
mörk gegn 9 í þeim mótum. Þá
varð liðið í þriðja sæti í Haustmót-
inu. Flokkurinn vann að sjálf-
sögðu Middlesex Wanderers-bik-
arinn. Þjálfari var Helgi Gunnars-
son.
Fjórði flokkur stóð sig einnig
vel undir stjórn Helga Þorvalds-
sonar og varð í öðru sæti á Reykja-
víkur- og Haustmótunum og í sín-
um riðli á Islandsmótinu.
Þriðji flokkur undir stjórn Aðal-
steins Örnólfssonar, fimmti flokk-
ur sem Gunnar Ingvarsson þjálf-
aði og sjötti flokkur undir stjórn
Stefáns Stefánssonar, náðu sér al-
drei á strik.
Sjö Þróttarar voru valdir í
landslið á árinu. Ársæll Kristjáns-
son, Ottó Hreinsson, Rúnar M.
Sverrisson, Sverrir Einarsson,
Ágúst Hauksson, Ólafur Magnús-
son og Páll Ólafsson léku allir með
Unglingalandsliðinu. Þá lékÁgúst
einnig með Drengjalandsliðinu.
Aðalsteinn Örnólfsson lék í 100.
sinn í meistaraflokki félagsins á ár-
inu.
í tilefni af 70 ára afmæli Óskars
Péturssonar var hann sæmdur
gullmerki KRR og silfurmerki KSÍ
fyrir störf sín í þágu knattspyrnu-
íþróttarinnar.
Knattspyrnudeildin hélt vel
heppnaða firmakeppni í innan-
hússknattspyrnu, sem á næstu
árum átti eftir að verða langvin-
sælasta keppni sinnar tegundar.
Meistaraflokkur og blanda úr 3.
og4. flokki ferðuðust til Skotlands
og léku þar nokkra leiki.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Júlíus Óskarsson, formaður, Axel
Axelsson, Friðjón Hallgrímsson,
Helgi Þorvaldsson og Bragi Guð-
jónsson.
1978
Ekki unnust margir mótasigrar
á árinu en ánægjulegasti árangur
eins flokks var að sjálfsögðu að
félagið hélt sæti sínu í 1. deild und-
ir stjórn Þorsteins Friðþjófssonar.
Er það í fyrsta sinn sem það tekst
en til þessa hafði dvölin aldrei orð-
ið lengri en eitt ár.
Tveir flokkar unnu til meist-
aratitla. Fjórði flokkur varð
Reykjavíkurmeistari utanhúss
undir stjórn Tryggva E. Geirsson-
ar og 2. flokkur sigraði í sama móti
innanhúss undir stjórn þeirra
Halldórs Arasonar og Þórðar
Theódórssonar, en þeir félagar
hlupu undir bagga þegar ráðinn
þjálfari hætti eftir stuttan tíma.
Aðrir flokkar voru nokkuð
undir meðallagi í árangri og verð-
ur ekki farið nánar út í það. Þjálfari
3. flokks var Helgi Þorvaldsson,
Gunnar Ingvarsson þjálfaði 5.
flokk, auk þess að hafa umsjón
með U.flokki. Þá var stjórn 6.
flokks í öruggum höndum Stefáns
Stefánssonar.
Aðeins einn Þróttari var valinn
í landslið á árinu og var það mikil
breyting frá árunum á undan. Það
var Ágúst Hauksson, sem lék með
Unglingalandsliðinu.
Fjórði flokkur hlaut Middlesex
Wanderers-bikarinn að þessu
sinni.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Friðjón Hallgrímsson formaður,
Axel Axelsson, Tryggvi E. Geirs-
son, Helgi Þorvaldsson og Stefán
J. Sigurðsson. Varamenn voru þeir
Gunnar R. Ingvarsson og Júlíus
Óskarsson og störfuðu þeir jafnt
sem aðalmenn.
1979
Þau ánægjulegu tíðindi gerðust
á árinu að Þróttur hélt sæti sínu í
1. deild og virtist vera að festa sig í
sessi. Þorsteinn Friðþjófsson
stjórnaði liðinu af röggsemi eins
og árið áður.
Af öðrum flokkum var það 3.
flokkur sem stóð upp úr. Varð
flokkurinn Reykjavíkurmeistari
utanhúss og innan og að auki
Haustmeistari. Þjálfari var Helgi
Þorvaldsson.
Fjórði flokkur varð Reykjavík-
urmeistari innanhúss undir stjórn
Gunnars Ingvarssonar og 2. flokk-
ur, sem Haukur Þorvaldsson þjálf-
aði, lék til úrslita á íslandsmótinu
en beið Iægri hlut gegn KR.
Fyrsti flokkur stóð sig mjög vel
á Reykjavíkurmótinu, en 5. flokk-
ur sem Jónas Hjartarson þjálfaði
og 6. flokkur undir stjórn Rúnars
Sverrissonar voru fyrir neðan
meðallag.
Tveir piltar voru valdir til að
leika með Drengjalandsliðinu á
NM í Svíþjóð. Voru það þeir Guð-
mundur Erlingsson og Nikulás
Jónsson.
Deildin gekkst fyrir afmælis-
móti í innanhússknattspyrnu í til-
efni af 30 ára afmæli félagsins. Tíu
lið tóku þátt í mótinu og varð Fram
sigurvegari og hlaut veglegan bik-
ar sem Liturinn í Síðumúla gaf til
keppninnar.
Tveir flokkar félagsins lögðu
land undir fót á árinu. Meistara-
flokkur fór til Færeyja í boði
ROYN í Hvalba á Suðurey, en það
lið þjálfaði Guðmundur Gíslason,
Þróttari. Dvaldi liðið í tíu daga í
Færeyjum og lék fjóra leiki, vann
þrjá en tapaði einum. Þriðji flokk-
ur hélt til Skotlands að venju og
lék þar þrjá leiki og gekk vel. Ferð
þessi var farin til að endurgjalda
heimsókn Drumchapel Amateurs
til Þróttar fyrr um sumarið. Tókst
sú heimsókn mjög vel í alla staði