Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 14

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 14
og voru Skotarnir yfir sig ánægðir með ferðina. Stjórn deildarinnar var skipuð eftirtöldum: Tryggvi E. Geirsson formaður, Stefán J. Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Vigfússon og Friðjón Hallgríms- son. 1980 Þau nýmæli urðu að ákveðið var að ráða erlendan þjálfara fyrir 1. deildarlið félagsins. Fyrir valinu varð Englendingurinn Ron Lewin og hóf hann störf í febrúarbyrjun. Æfingar hófust af miklum krafti og fjöldi leikmanna var mættur í slaginn. Lét árangurinn ekki á sér standa og aðeins breyttar reglur komu í veg fyrir sigur liðsins á Reykjavíkurmótinu. Margt fer öðru vísi en ætlað er, menn virtust halda að hlutirnir myndu nú ganga af sjálfu sér. Svo fór að sjálfsögðu ekki og náði liðið ekki að sýna það sem vitað var að bjó í því og fall í 2. deild varð ekki umflúið. Var það gífurlegt áfall því liðið hafði getu til að vera í einu af fimm efstu sætum deildarinnar. Annar útlendingur tók þátt í slagnum þetta ár, Skotinn Harry Hill, sem fenginn var gagngert hingað til lands til að styrkja liðið, auk þess að þjálfa 2. og 3. flokk. Liðinu var greinilega styrkur í honum en því miður missti hann marga leiki úr vegna meiðsla. Það má því segja að þessi til- raun með erlendan þjálfara og leikmann hafi mistekist þó skuld- inni verði alls ekki skellt á þá. Ber leikmönnum saman um að Ron hafi verið frábær þjálfari, en því miður ekki náð að stilla saman strengina er út í leikina var komið. Eins og kemur fram hér að ofan þjálfaði Harry Hill 2. og 3. flokk. Vegna tímaskorts og kannski skorts á áhuga sinnti hann því ekki sem skyldi. Arangur varð því ekki eins og vænst hafði verið, þó komst 3. flokkurinn í úrslita- keppnina í íslandsmótinu en hafnaði þar í 7. sæti. Annar flokk- urinn var fyrir neðan meðallag. Fjórði flokkur var eini flokkur- inn sem vann til verðlauna á árinu. Sigraði flokkurinn á Reykjavíkur- mótinu og má segja að þjálfarinn, Gunnar R. Ingvarsson, hafi gert kraftaverk með mjög fámennan hóp. Hlaut 4. flokkurinn Middles- ex Wanderers-bikarinn. Fimmti flokkur undir stjórn Helga Þorvaldssonar og 6. flokkur sem Tryggvi E. Geirsson stjórnaði, unnu ekki marga sigra en sýndu góðar framfarir. Þrír leikmenn léku A-landsleik fyrir ísland á árinu, ý>eir Jóhann Hreiðarsson, Páll Olafsson og Ágúst Hauksson, en sá síðasttaldi lék einnig með landsliði leik- manna 21 árs og yngri og hefur þar með náð að leika með öllum landsliðum íslands. Fjórir piltar frá félaginu léku með Drengjalandsliði íslands, þeir Guðmundur Erlingsson, Kristján Jónsson, Sverrir Pétursson og Kjartan Broddi Bragason, sem var fyrirliði liðsins. Þá lék Nikulás Jónsson með Unglingalandslið- inu. Níu Þróttarar voru valdir til að leika með Reykjavíkurúrvali í hin- um ýmsu aldursflokkum í tilefni Íþróttahátíðar. Þeir voru: Nikulás Jónsson 2. fl., Sverrir Pétursson og Pétur Grétarsson (Arnþórsson) 3. fl., Atli Helgason og Björgvin Páls- son 4. fl., og úr 6. flokki Þórir Egg- ertsson, Þorvaldur Ingimundar- son, Indriði Einarsson og Ólafur Kr. Sveinsson. Knattspyrnuliðið ROYN frá Færeyjum kom í stutta heimsókn til íslands og var ferðin skipulögð af Þrótti. Stansið var stutt í Reykja- vík, aðeins fjórir dagar, en þó nóg til að leika einn leik og líta í kring- um sig hér á suðvestur-horninu. Þjálfarar 4. og 5. flokks fóru með drengina í ævintýraferð til Hornafjarðar þar sem m.a. var gengið á jökul og siglt um ósinn auk þess að leika marga leiki gegn Sindramönnum, sem tóku á móti hópnum af glæsileik í einu orði sagt. Tveir dómarar, þeir Grétar Norðfjörð og Magnús V. Péturs- son náðu þeim merka áfanga að hafa dæmt fyrir Þrótt í 30 ár eða nærri frá byrjun. Stjórn deildarinnar var stækk- uð til muna og áttu eftirtaldir sæti í henni: Tryggvi E. Geirsson for- maður, Guðmundur Vigfússon, Stefán J. Sigurðsson, Helgi Guð- mundsson, Gunnar Christiansen, Þorvarður E. Björnsson, Óli P. Ól- sen, Júlíus Óskarsson, Sigurður Þróttur-KR 1:1 í 1. deild 1979. Ólafur K. Ólafs markvörður Þróttar handsamar knöttinn örugglega. A myndinni sjást Jón Oddsson, Rúnar Sverrisson, Ólafur, Sverrir Einarsson og Wilhelm Frederiksen.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.