Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 15
ÞROTTUR 40 ára 15 Jónsson, Brynjólfur Magnússon og Einar Sveinsson. Á ársþingi KSÍ var Helgi Þor- valdsson kjörinn í stjórn sam- bandsins og er hann fyrsti Þróttar- inn sem þar situr en áður hafði Haraldur Snorrason verið vara- maður. 1981 Meistaraflokkur félagsins kom allnokkuð breyttur til leiks eftir að nokkrir leikmenn höfðu gengið til liðs við önnur félög. Liðið varð þó í þriðja sæti í 2. deild og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Þjálfari var Ásgeir Elíasson lands- liðsmaður úr Fram og lék hann einnig með liðinu og var því mikill styrkur. Annar landsliðsmaður úr Fram, Jón Pétursson, þjálfaði 2. flokk auk þess að leika með meistaraflokki. Varð flokkurinn í öðru sæti á Reykjavíkurmótinu en gekk illa á íslandsmótinu og varð neðstur í A-riðlinum og féll við það niður í B-riðil. Þriðji flokkur stóð sig nokkuð vel og varð í 4. sæti og það var aðeins vegna óhagstæðari marka- tölu að liðið lék ekki til úrslita. Þjálfari var Gunnar R. Ingvarsson. Fjórði flokkur undir stjórn Þórðar Lárussonar var aðeins einu stigi frá úrslitasæti á íslandsmót- inu. Fimmti flokkur var kannski sá flokkur sem einna minnstar vænt- ingar voru gerðar til. Eftir slæma byrjun á Reykjavíkurmótinu fór flokkurinn í árangursríka ferð til Færeyja og eftir hana var ekki litið til baka og tapaði liðið aðeins ein- um leik eftir það. Var það úrslita- leikur íslandsmótins en þar var við ofurefli að etja. B-liðið gerði enn betur en það sigraði bæði á Reykjavíkur- og Miðsumarsmót- unum. Flokkurinn hlaut Middles- ex Wanderers-bikarinn. Þjálfari var Helgi Þorvaldsson. Sjötti flokkur tók þátt í fyrstu opinberu mótunum í þeim flokki og var leikið eftir reglum um Mini- knattspyrnu. Gekk báðum liðun- um mjög vel þó ekki ynnu þau mót. Það gerði A-liðið hinsvegar á móti sem KR hélt á KR-daginn. Þjálfari 6. flokks var Þorgeir Þor- geirsson. Er skoska unglingaliðið Drum- chapel AFC sótti Þrótt heim um sumarið, afhenti fararstjóri þeirra, Þróttarvinurinn David Moyes, fé- laginu að gjöf glæsilega styttu með þeirri ósk að keppt yrði um hana á einhvern hátt innan félagsins. Stjórn félagsins ákvað að styttan skyldi afhent þeim leikmanni sem þykir hafa skarað fram úr á knatt- spyrnuvellinum og vera fyrir- mynd annarra. Fyrstur til að hljóta styttuna varð Yngvi Rafn Gunn- arsson leikmaður í 5. flokki og hlaut hann sæmdarheitið "Knatt- spyrnumaður Þróttar 1981". Minnst hefur verið á ferð 5. flokks til Færeyja og heimsókn Drumchapel AFC hingað til lands en auk þess fór 3. flokkur í keppn- isferð til Skotlands og tókst hún í alla staði mjög vel. Guðmundur Erlingsson, Krist- ján Jónsson og Sverrir Pétursson voru valdir til að leika með Ung- lingalandsliði íslands og Pétur Grétarsson og Alexander Alex- andersson léku með Drengja- landsliðinu. 1982 Enn á ný er Þróttur kominn í 1. deildina eftir glæsilegan sigur í 2. deild. Ásgeir Elíasson sem hafði verið endurráðinn var með liðið lagði áherslu á stutt spil og öryggi í öllum aðgerðum og uppskar eins og til var sáð. Varaliðið, eða 1. flokkur, gerði sér einnig lítið fyrir og vann bikarkeppnina glæsilega. Þá vann meistaraflokkurinn Middlesex Wanderers-bikarinn í fyrsta sinn. Fimmti flokkur varð einn yngri flokka félagsins til að komast í úr- slitakeppni íslandsmótsins og var aðeins hársbreidd frá sigri í úrslita- leiknum. Þjálfarar flokksins voru þeir Sigurður Þorvaldsson og Jónas Hjartarson og var þetta frumraun þeirra sem þjálfara. Annar flokkur var fámennur að venju vegna leikja piltanna með meistaraflokki og varð uppskeran F Heiöursfélagar Þróttar þeir Eyjólfur Jónsson og Óskar Pétursson við vígsluathöfn vallarins 1. júlí 1989 umkringdir yngri mönnum félagsins. Sverrir Brynjólfsson lék sinn 200. leik í meistaraflokki og þeir Baldur Hannesson, Ottó Hreins- son og Páll Ólafsson náðu 100 leikja markinu. Óskar Pétursson var sæmdur gullmerki KSÍ í tilefni 75 ára af- mælis hans og Börge Jónsson var sæmdur silfurmerki KSÍ í tilefni af sjötugsafmæli hans. Stjórn deildarinnar skipuðu: Gunnar Christiansen formaður, Ómar Siggeirsson, Hrafn Einars- son, Helgi Guðmundsson, Þorgeir Þorgeirsson og Sigurður Jónsson. eftir því. Þjálfari var Guðmundur Gíslason. Þórður Lárusson þjálfaði þriðja flokk sem fyrir keppnistímabilið lék fjölmarga æfingaleiki og vann þá flesta, en þegar út í alvöruna kom varð kæruleysið þeim að falli og unnust aðeins örfáir leikir. Árangur fjórða flokks var fyrir neðan meðallag en greinilegar framfarir sáust hjá flokknum sem Rúnar M. Sverrisson þjálfaði. Sjötti flokkur var flokkur ánægjunnar, en vegna mikils fjöl- da drengja varð þjálfurunum Sig- urði Hallvarðssyni og Ólafi Ólafs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.