Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 16
syni ekki eins mikið úr verki og
þeir hefðu óskað.
Keppt var í fyrsta sinn í Eldri
flokki á árinu og varð lið Þróttar,
undir stjórn Sölva Óskarssonar,
fyrir ofan miðju í sínum riðli.
Daði Harðarson var kosinn
"Knattspyrnumaður Þróttar 1982"
og Ágúst Hauksson lék sinn 100.
leik í meistaraflokki.
Fjórir Þróttarar voru valdir til
að leika með Drengjalandsliði,
þeir Finnur Pálmason, Björgvin
Pálsson, Theódór Jóhánnsson og
Karl Karlsson. Þá lék Pétur Arn-
þórsson með Unglingalandslið-
inu.
Meistaraflokkur hélt til Banda-
ríkjanna til undirbúnings fyrir
keppni sumarsins. Dvaldi flokkur-
inn í Rockford College í Chicago
og var öll aðstaða hin glæsilegasta.
Mikill snjóstormur setti þó strik í
reikninginn fyrstu dagana og
hafði annað eins ekki skeð í 150 ár.
Liðið lék tvo leiki í ferðinni, vann
annan en tapaði hinum.
Vinir okkar í Götu í Færeyjum
endurguldu okkur heimsókn
fyrra árs og sóttu okkur heim með
5. flokk í júlímánuði. Dvöldu þeir
hér í vikutíma og fóru víða, m.a. til
Vestmannaeyja þar sem Týr sá um
þá í tvo daga. Gestirnir gistu á
einkaheimilum þar sem mikið var
látið með þá og fóru þeir hinir
ánægðustu heim að heimsókninni
lokinni, því auk góðrar móttöku
gekk þeim mjög vel í leikjum sín-
um.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Ómar Siggeirsson formaður, Guð-
mundur Vigfússon, Tryggvi E.
Geirsson, Helgi Þorvaldsson, Jón
H. Ólafsson, Gunnar Christiansen
og Sigurður Þorvaldsson.
1983
Ágætur árangur náðist í mót-
um ársins og ber þar hæst 6. sæti í
I. deild. Fyrsti flokkur sigraði í
Reykjavíkurmótinu og lék til úr-
slita í Bikarkeppni og Haustmóti
en tapaði báðum leikjunum. Ás-
geir Elíasson var endurráðinn
þjálfari þessara flokka og fékk sér
til aðstoðar Theódór Guðmunds-
son sem var öllum hnútum kunn-
ugur. Gekk samstarf þeirra mjög
vel.
Mikið kæruleysi einkenndi
leiki annars flokks og varð upp-
skeran eins og sáð var til. Til marks
um það hvað liðið gat gert á góð-
um degi eru tveir sigrar gegn ís-
lands- og Bikarmeisturum Fram.
Þjálfari flokksins var Sigurbjartur
Á. Guðmundsson og verður hann
ekki sakaður um hvernig fór.
Þriðji flokkur var mjög fámenn-
ur og þó þjálfarinn Guðjón I. Ei-
ríksson væri fullur af áhuga varð
fámennið flokknum að falli.
Fjórði flokkur undir stjórn
Helga Þorvaldssonar var sá flokk-
ur sem bestum árangri náði. Varð
A-liðið í öðru sæti á Reykjavíkur-
mótinu og í 4. sæti á íslandsmót-
inu eftir öruggan sigur í sínum
riðli. B-liðið gerði enn betur og
sigraði örugglega á Reykjavíkur-
og Miðsumarsmótunum. Að auki
tók flokkurinn þátt í mótum í Sví-
þjóð og Danmörku og stóð sig
mjög vel.
Fimmti flokkur undir stjórn
Sigurðar Þorvaldssonar og sjötti
flokkur sem Leifur Harðarson
þjálfaði, unnu ekki marga sigra en
léku ágæta knattspyrnu.
Eldri flokkur undir stjórn Sölva
Óskarssonar lék sex leiki, vann
þrjá og tapaði hinum þremur.
Ársæll Kristjánsson var kosinn
"Knattspyrnumaður Þróttar 1983"
og fjórði flokkur hlaut Middlesex
Wanderers-bikarinn sem besti
flokkur ársins.
Atli Helgason, Björgvin Pálsson
og Theódór Jóhannsson voru
valdir til að leika með Drengja-
landsliði. Björgvin og Birgir Sig-
urðsson léku með Unglingalands-
liði. Kristján Jónsson lék með
landsliði 21 árs og yngri og síðast
en ekki síst lék Ásgeir Elíasson
með A-landsliði íslands.
Eins og að ofan segir fór 4.
flokkur í keppnisferð til Svíþjóðar
og Danmerkur. Einnig fór meist-
araflokkur í æfingaferð til Skot-
lands og tókst sú ferð mjög vel.
Stjórn deildarinnar var skipuð
eftirtöldum: Ómar Siggeirsson
formaður, Guðmundur Vigfús-
son, Tryggvi E. Geirsson, Hallur
Kristvinsson, Jón H. Ólafsson, Sig-
urður Þorvaldsson og Gunnar
Christiansen, en hans naut ekki
lengi við vegna flutnings af landi
brott.
1984
Heildarárangur ársins var rétt
yfir meðallagi. Nokkrir flokkar
stóðu sig mjög vel. Meistaraflokk-
ur sem Ásgeir Elíasson þjálfaði nú
fjórða árið í röð, hélt sæti sínu í 1.
deild, en hefði átt að geta gert mun
betur. Á innanhússmótunum var
liðið ósigrandi og varð bæði ís-
lands- og Reykjavíkurmeistari.
Fyrsti flokkur náði ekki jafn
góðum árangri og árið áður en
sigraði þó á Haustmótinu.
Annar flokkur undir stjórn
Gunnars Ingvarssonar var óþekkj-
anlegur frá fyrra ári. Sigraði flokk-
urinn á Haustmótinu og Reykja-
víkurmótinu innanhúss, vann B-
riðilinn á íslandsmótinu örugg-
lega og fluttist í A-riðil, tapaði úr-
slitaleik bikarkeppninnar og sigr-
aði íslands- og Reykjavíkurmeist-
íslandsmeistarar Þróttar í 5. flokki A áriö 1975. Aftari röð f.v. Guðmundur Kæmested, Jóhann
Kjartansson, Gústaf Vífilsson, Nikulás Jónsson, Egill Ragnarsson, Haukur Magnússon, Róbert
Gunnarsson, Elvar Rúnarsson, Benedikt Sigurðsson og Tryggvi Geirsson þjálfari. Fremri röð f.v.
Hörður Andrésson, Mikael Eggertsson, Egill Þorsteins, Sigurður Hallvarðsson, Guðmundur
Erlingsson, Karl Þorsteins, Kristján Jónsson og Jón Ólafsson.