Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 21

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 21
ÞRÓTTVR 40 ára 21 sérstaklega eftir liðinu þegar bræðurnir Ómar og Jón Magnús- synir og Guðmundur og Axel Ax- elssynir léku með, ásamt Guðjóni Oddssyni í markinu. Þetta var hörkulið sem hefði getað náð langt ef samstillingin hefði verið meiri. Það var áberandi að ef menn voru staðráðnir í því fyrir leiki að standa saman og sigra, þá stóð ekkert fyrir liðinu. Þetta var ákaflega léttleikandi lið og senni- lega hefði því gengið mun betur ef leikið hefði verið á grasi. Þessa skoðun mína byggi ég m.a. á því að liðið vann fyrsta innanhúss- mótið sem haldið var í knatt- spyrnu hér á landi. Keppnin fór fram í gamla Hálogalandsbragg- anum, sem stóð þar sem nú eru gatnamót Skeiðarvogs og Suður- landsbrautar, og strákarnir sýndu þarna hvernig ætti að leika knatt- spyrnu. Úrslitin komu verulega á óvart því fyrirfram var búið að út- hluta titlinum til KR - inga, segir Óskar en af öðrum sem hann man sérstaklega eftir frá þessum árum, nefnir hann þriðja bræðraparið, Jón og Þórð Asgeirssyni og Skot- ann Bill Shireffs, sem reyndar tók sér síðar nafnið Baldur Ólafsson. Það má reyndar heita mesta furða hvað Þróttarar stóðu sig vel á þessum árum því eftir að gamli bragginn við Ægissíðuna var orð- inn úr sér genginn, hafði félagið enga félagsaðstöðu í 14 ár eða allt þar til Þróttur flutti inn í Sæviðar- sund. —Við vorum á götunni þessi 14 ár en stjórnarfundina gátum við haldið í litlu bakherbergi í Café Höll í Austurstræti. Þetta voru erf- ið ár því það var stöðugt verið að hringla með það hvar við ættum að fá aðstöðu, segir Óskar en í við- talinu við Þróttarblaðið árið 1963 segir hann m.a.: „Það sem stendur Þrótti fyrir þrifum er vöntun á samastað. Það sést best á því að meðan skálinn á Grímsstaðaholti var nothæfur, blómgaðist félagslífið... Og það er félagslífið sem er undirstaðan. Ég get ekki óskað Þrótti annars heit- ara en hann megi sem fyrst fá var- anlegan samastað svo hægt sé að skipuleggja reglubundið og þrótt- mikið félagslíf." „ÞAÐ ER SVO MARGT SEM GLEPUR'* Þannig fórust Óskari Péturs- syni orð árið 1963 en hvað segir hann um félagslífið nú tæpum þremur áratugum síðar er félagið er fyrir löngu komið í góða að- stöðu og með glæsilegt félags- heimili. — Það vantar allt félagslíf í dag og það er bæði Þrótturum og tíð- arandanum að kenna. Það má segja að Þrótt hafi vantað drífandi mannskap til þess að byggja upp öflugt félagslíf en menn hljóta líka að taka mið af breyttum aðstæð- um í þjóðfélaginu. Það er svo margt sem glepur um fyrir ungu fólki í dag, myndbönd, skemmt- anir og annað sem ekki var til stað- ar þegar félagið var að slíta barns- skónum. Það hefur líka sitt að segja að það vantar nauðsynlega íþróttahús við hlið félagsheimilis- ins en slíkt hús myndi styrkja fé- lagsstarfið mikið. Eins og fram kemur í inngangi reynir Óskar að komast á alla leiki Þróttar í knattspyrnunni og hann hefur einnig mjög gaman af því að fylgjast með blakinu. En hvað hef- ur Oskar að segja um frammistöðu knattspyrnumanna félagsins á undanförnum árum. — Ég hef alltaf haft gaman af því að horfa á góða knattspyrnu og mín skoðun er sú að Þróttarar hafi jafnan leikið áferðarfallega knattspyrnu, þótt oft hafi hún ekki verið mjög árangursrík. Það hefur líka viljað brenna við ákveðið kæruleysi. Þróttarar hafa verið langtímum uppi við mark and- stæðinganna en klúðrað öllum færunum. „MÉR MISLÍKAR FRAM- FERÐI STÓRU FÉLAG- ANNA“ Að sögn Óskars hefur honum oftsinnis sárnað það á undanförn- um árum að einstaka leikmenn hafa yfirgefið félagið. — Þetta er það versta. Það er alltaf verið að reyta af okkur mannskap og stóru félögin hafa hreinlega keypt suma leikmenn. Mér sárnar það ef menn láta glep- jast af gylliboðum. Ég skil það ekki að viðkomandi hafi ekki meiri til- finningar til félagsins sem þeir eru aldir upp hjá, en að þeir hlaupi í burtu þegar þeim er sýnt stærra bein. Það eru ekki miklir bógar en verra er það þó með félögin sem standa í þessari kaupmennsku. Mér mislíkar svona háttarlag og viðkomandi félög eru svo sannar- lega á villigötum. Auðvitað get ég skilið að menn vilji spila í fyrstu deildinni en þeir eiga þá að reyna til þrautar að koma Þrótti þangað áður en þeir hlaupa. í þessu sam- bandi vil ég sérstaklega minna á þann drengskap sem Páll Ólafs- son hefur sýnt Þrótti á undanförn- um árum. Þótt hann væri að leika handknattleik í Þýskalandi kom hann jafnan heim til þess að leika knattspyrnu með Þrótti. — Hvernig líst þér á framtíð Þróttar? — Mér líst ekki illa á hana ef okkur tekst að halda þeim mann- skap sem við höfum. Við erum með efnilegt lið í knattspyrnunni og ef við næðum upp svipaðri bar- áttu þar og í blakinu, þyrftum við engu að kvíða. Ég held líka að það hafi sannast um Þrótt sem Frí- mann heitinn Helgason, Valsmað- ur, sagði í viðtali við 5 ára afmæl- isblaðið okkar: „Þetta félag getur ekki dáið". E.S.E.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.