Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 23

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 23
23 VIÐTAL ÞRÓTTARBLAÐSINS víð annan aðalstofnanda Þróttar, Eyjólf Jónsson, sundkappa: „Hugsjónaeldurinn má aldrei slokkna..." Daginn sem Þróttur var stofn- aður og reyndar dagana þar á undan var magnað andrúmsloft meðal ungs fólks á Grímsstaða- holti og í Skerjafirði, - það stóð eitthvað mikið til daginn þann, á því lék enginn vafi. Kornungir strákar í hverfunum tveimur voru á þönum og gátu naumast beðið þeirrar stundar að stofnfundurinn hæfist í Bragganum góða við Ægi- síðu. Það voru tveir fullorðnir menn öðrum fremur, sem mest mæddi á við stofnun félagsins, Halldór Sig- urðsson, fisksalinn vinsæli sem var í daglegu sambandi við hverja einustu fjölskyldu á Holtinu og í Skerjafirði, þá 52 ára gamall, og Eyjólfur Jónsson, 24 ára gamall, þá verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Eyjólfur naut mikils trausts drengjanna í hverfinu, ekki síður en Halldór. Eyjólfur var hár mað- ur vexti, sterklega byggður, svip- hreinn og reglusamur, sem ævin- lega sá björtu og jákvæðu hliðarn- ar á hverju máli. Eyjólfur bjó efst og vestast við Fálkagötuna á númer 36. Hann varborinn ogbarnfæddur Holtari, sonur mikils ágætisfólks, þeirra Jóns Eyjólfssonar útvegsbónda og formanns á olíubátum Skeljungs á Skerjafirðinum og Þórunnar Páls- dóttur konu hans. í þessu húsi átti margt eftir að gerast í fyrstu sögu Þróttar því þangað lágu oft leiðir ungra og kappsfullra Þróttara, sem var vel tekið af fjölskyldunni allri. ÞRÓTTARBLAÐIÐ heimsótti Eyjólf og konu hans, Katrínu Dag- mar Einarsdóttur á glæsilegt heimili þeirra að Rauðagerði 22 eitt kvöldið. Sú heimsókn átti að standa stutt, en lengdist eitthvað fram á nóttina, enda um margt að ræða, margar góðar endurminn- ingar úr starfi Þróttar þurfti að rifja upp. , — Ur hvernig jarðvegi spratt félagið, Eyjólfur? „Sá jarðvegur sem Þróttur spratt upp úr fyrir nærri fjörutíu árum var góður. Þarna á Holtinu og í Skerjafirðinum bjó harðdug- legt fólk, sem vann hörðum hönd- um á erfiðum tímum. Hverfin byggðust upp á tímum mikillar kreppu, en þetta fólk bjargaði sér og sínum, byggði hús sín þrátt fyr- ir fátækt og vanefni frá því um 1920. Nú eru þessi hús að mestu horfin og hverfið mjög nútímalegt að sjá og ekki eins mikið athafna- hverfi fyrir unga fólkið og þegar Þróttur var stofnaður. Það er gam- an að geta sagt það hér að þeir ungu menn sem voru frumherjar í Þrótti hafa yfirleitt orðið að mestu manndómsmönnum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Égreiknameð að Þróttur hafi reynst þeim á margan hátt til góðs". Eyjólfur segir að á Holtinu á sínum yngri árum hafi menn stundað sjóinn, þar voru útvegs- bændur, en hjá mörgum fjölskyld- um var nokkurt skepnuhald, kýr, kindur og hænsni í útikofum, og gekk þetta hjá mörgum allt fram að stríði, hjá sumum lengur. Unga fólkinu var kennt að vinna og að vera sparsamt. Á flestan hátt var aginn meiri en nú er hjá íslenskum ungmennum og vald foreldranna ótvírætt. Aðeins 7 ára að aldri varð Eyjólfur fyrir barðinu á berkla- veikinni, þeim landlæga sjúkdómi sem síðar var að fullu eytt úr þjóð- félaginu. í þrjú ár var hann bund- inn við rúmið á sjúkrahúsi. Börn- um sem þannig var ástatt um var ekki hjálpað með heimanám og Eyjólfur var því langt á eftir jafn- öldrum, þegar hann hóf nám í Skildinganesskóla í Skerjafirði. Eftir fyrsta veturinn varð hann lægstur allra á prófum, sem hann segir að hafi verið mjög niðurlægj- andi, ekki síst þar sem hann var elstur allra í bekknum. Á næsta ári varð hann hinsvegar efstur og var verðlaunaður fyrir námsafrek. „Ég kynntist Halldóri Sigurðs- syni snemma. Hann var giftur föð- ursystur minni, Jósefínu Eyjólfs- dóttur, maður sem hafði siglt um heimsins höf í fyrri heimsstyrjöld- inni og kunni frá mörgu að segja. Halldór var afskaplega skapgóður maður og hlýlegur og laðaði að sér fólk. Halldóri kynntist ég enn bet- ur, þegar ég fór að vinna með hon- Eyjólfur situr hér að tafli í gamla bragganum við Ægisíöu, fyrsta félagsheimili Þróttar. Eins og sjá má var aðbúnaður allur afar frumstæður, en gerði sitt stóra gagn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.