Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 31

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 31
31 Blakmaður ársins Annað árið í röð var Þróttari tilnefndur blakmaður ársins, er Valdemar Jónasson hlaut titilinn 1977. 1978-1979 Blakmótin Meistaraflokkur kvenna stóð sig betur en nokkru sinni áður og sigraði í Reykjavíkurmóti og Haustmóti en varð í 3. sæti í 1. deild og féll fyrir IS, síðar bikar- meisturum, í Bikarkeppninni. Þjálfari var Benedikt Höskulds- son. 2. og 3. fokkur kvenna æfðu undir stjórn Þorvalds Þorvalds- sonar. 2. flokkur var sá eini á land- inu svo ekki varð um keppni að ræða þar, en 3. flokkur, sem tók nú þátt í keppni í fyrsta skipti, tapaði fyrir HK í Islandsmótinu. Meistaraflokkur karla byrjaði mjög vel og sigraði í Reykjavíkur- móti og Haustmóti og hafði góða forystu í 1. deildarkeppninni, þeg- ar tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Guðmundur E. Pálsson og Valdemar Jónasson meiddust og misstu af mikilvægum leikjum, sem töpuðust fyrir vikið. Keppnin varð mjög spennandi og þegar einum leik var ólokið gátu þrjú lið unnið titilinn, en Laugdælir urðu að lokum fslandsmeistarar. Þrótt- ur fékk silfurverðlaunin. Þjálfari var Valdemar Jónasson. Liðið náði ÞROTTVR 40 ára sér ekki á strik í Bikarkeppninni og tapaði fyrir verðandi Bikarmeist- urum ÍS. 1. flokkur karla keppti nú í fyrsta skipti undir því nafni og stóð sig þolanlega. í Haustmótinu varð liðið í 4. sæti og í íslandsmót- inu hafnaði liðið í 2. sæti í sínum riðli og var eina liðið sem bar sig- urorð af meisturum 1. flokks, IS. Liðsstjóri var Gunnar Arnason. 3. flokkur karla stóð sig best allra flokka. Liðið tók þátt í 3 mót- um og sigraði í þeim öllum, þ.e. Haustmóti, íslandsmóti og Vík- ingsmóti og Öldungaflokkurinn tapaði aðeins einum leik og varð 3. í Óldungamótinu. Þjálfari var Atli Sigurðsson. Öldungaflokkurinn varð í 3. sæti í Öldungamótinu. Úrvalslið Kvennalandslið í blaki lék nú sína fyrstu leiki. Þróttur átti fjóra fulltrúa í liðinu, þær Björgu Björnsdóttur, Sigurhönnu Sigfús- dóttur, Sólveigu Þráinsdóttur og Svanhvíti Helgadóttur. Karlalandsleiki léku þeir Bene- dikt Höskuldsson, Böðvar Helgi Sigurðsson, Guðmundur E. Páls- son, Gunnar Arnason, Jason ívars- son og Valdemar Jónasson. 1979-1980 Blakmótin Meistaraflokkur kvenna stóð sig ekki eins vel og árið áður. Liðið varð í 3. sæti í Reykjavíkurmótinu, Haustmótinu og Iþróttahátíðar- móti ÍSÍ, í 4. sæti í 1. deildinni en komst í úrslit í Bikarkeppninni og tapaði. Þjálfari var Benedikt Hösk- uldsson. í íslandsmóti 2. flokks kvenna léku aðeins tvö lið og þar tapaði Þróttur fyrir UBK. Þjálfarar voru BjörgBjörnsdóttir, Þorvaldur Þor- valdsson, Axel Gunnlaugsson og Steina Ólafsdóttir. 3. flokkur kvenna æfði með 2. flokki en þegar að móti kom reyndust ekki nógu margar stúlk- ur á réttum aldri, svo ekki varð af þátttöku í mótinu. Meistaraflokkurkarlabyrjaði af krafti og sigraði í Reykjavíkurmóti og Haustmóti og tapaði þá aðeins einni hrinu í 7 leikjum. Liðið varð svo í 2. sæti í 1. deild, Bikarkeppni og Íþróttahátíðarmótinu. Þjálfari var Kristján Oddsson, íslenskur ríkisborgari, uppalinn í Svíþjóð, og kom hann hingað sérstaklega til að þjálfa hjá Þrótti. 1. flokkur karla varð í neðsta sæti á Haustmótinu og 4. sæti í sínum riðli í íslandsmótinu. Liðs- stjóri var Gunnar Arnason. 2. flokkur karla sigraði í Hrað- móti BLÍ, en tapaði svo fyrir HK í afmælismóti þess félags. Á ís- landsmótinu varð liðið í 3. og neðsta sæti enda liðið nær ein- göngu skipað leikmönnum úr 3. floklu. 3. flokkur stóð sig allvel en meistaraheppnina vantaði í nokkrum leikjum. Liðið sigraði í Haustmóti og hraðmóti, en varð í 3. sæti í afmælismóti HK, íslands- móti og Íþróttahátíðarmóti ÍSÍ. Þjálfarar voru Atli Sigurðsson og Guðmundur E. Pálsson. 4. flokkur karla varði heiður deildarinnar með því að hljóta eina íslandsmeistarartitil deildar- innar og reyndar félagsins alls árið 1980. Áður hafði liðið orðið í 3. sæti í Hraðmóti og HK-móti. Á íþrótta- hátíðinni varð liðið svo í 2. sæti. Þjálfari var Guðmundur E. Páls- son. Öldungaflokkurinn varð að gera sér að góðu 6. og neðsta sætið í Öldungamótinu. Úrvalslið í A-landsIiði kvenna léku Björg Björnsdóttir og Sigurhanna Sig- fúsdóttir en í B-landsliði þær Björg Hinn sænski þjálfari og leikmaður Þróttar, Matthi Eliasson, íklæddur þjóðbúningi (slenskra sjómanna, sýnir hér ljósmyndara hluta af verðlaunagripum ársins 1978 ásamt þeim Magnúsi Óskarssyni, formanni Þróttar, Gunnari Árnasyni, formanni blakdeildar og Benedikt Höskulds- syni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.