Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 33

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 33
lagði skóna á hilluna þegar hann tók liðið að sér. 1. flokkur eða lið 2 varð í 4. sæti í Reykjavíkurmótinu og fékk silfur í 2. deildinni eftir auka úrslitaleik. Þjálfari var Valdemar Jónasson. 2. flokkur varði íslandsmeist- aratitil sinn og sigraði einnig í Hraðmótinu. Liðsstjóri var Lár- entsínus Agústsson, en liðsmenn æfðu með 3. flokki eða meistara- flokki. 3. flokkur sigraði í Haustmót- inu en varð í 2. sæti í Hraðmótinu og íslandsmótinu. Þjálfari var Lár- entsínus Agústsson. 4. flokkur varð í 3. sæti í íslands- mótinu. Þjálfarar voru Lárentsín- us Ágústsson og Björn Benedikts- son. Öldungaflokkurinn varð í 7. sæti af 8 í Óldungamótinu. Heildarárangur í íslandsmót- um varð því 3 gull, tvö silfur og tvö brons. Úrvalslið Með kvennalandsliði léku Björg Björnsdóttir, Hulda Laxdal Hauksdóttir, Snj ólaug Bj arnadótt- ir og Steina Ólafsdóttir. Með unglingalandsliði karla léku Gísli Jónsson, Guðmundur Kjærnested, Haukur Magnússon og Jón Árnason. 1982-1983 Blakmótin Ég dreg í efa að nokkur deild hafi náð þvílíkum íþróttaárangri á Einar Hilmarsson smassar hér á Fei, hinn kínverska þjálfara K.A. liðsins. Myndin er frá árinu 1989. einu keppnistímabili sem Blak- deild Þróttar 1982-1983. í íslandsmótinu tóku þátt 6 flokkar og FIMM urðu íslands- meistarar. Lið deildarinnar tóku samtals þátt í 19 mótum innan- lands og árangurinn varð 13 gull, 4 silfur og aðeins 2 sæti þar fyrir neðan. Meistaraflokkur kvenna sigraði í Reykjavíkurmótinu, íslandsmót- inu og í Bikarkeppninni en varð í 2. sæti í Haustmótinu. Þjálfari var Leifur Harðarson. 2. flokkur kvenna sigraði bæði í Hraðmóti og íslandsmóti. Þjálfari var Hulda Laxdal Hauksdóttir. Meistaraflokkur karla sigraði í öllum mótum vetrarins, þ.e. Reykjavíkurmóti, Haustmóti, ís- landsmóti og Bikarkeppnpi. Liðið tapaði aðeins einum leik fyrir ís- lensku liði og hafði þá sigrað í 64 leikjum í röð. Liðið tók þátt í Evr- ópukeppni meistaraliða og dróst aftur á móti norsku meisturunum. Þetta árið var þó leiðin aðeins hálfnuð í Osló því farið var alla leið til Tromsö. Samið var um að leika báða leikina ytra og töpuðust þeir báðir 0:3. Þjálfari var í upphafi ráðinn Valdemar Jónasson en hann varð að hætta vegna anna í námi og eftir það stjórnaði Leifur Harðar- son æfingum en naut aðstoðar Valdemars og Gunnars Árnasonar við liðsstjórn í leikjum. 2. flokkur karla varð í 2. sæti í Haustmóti og4. sæti í Islandsmóti. Þjálfari var Lárentsínus Ágústs- son. 3. flokkur karla stóð sig best allra. Liðið sigraði í Haustmóti, Hraðmóti og Islandsmóti án þess að tapa einni einustu hrinu og skoraði 402 stig gegn 159. Þjálfari var Lárentsínus Ágústsson. 4. flokkur karla varð í 2. sæti í Hraðmóti og sigraði svo örugg- lega í íslandsmótinu. Þjálfari var Gunnar Árnason. Öldungaflokkurinn varð í 2. sæti í Höfrungasnerru og 7. sæti í 2. deild Öldungamótsins. Úrvalslið Sjö Þróttarar léku karlalands- leiki á keppnistímabilinu, þeir Guðmundur Kjærnested, Gunnar Árnason, Haraldur Geir Hlöðvers- son, Jón Árnason, Lárentsínus Ágústsson, Leifur Harðarson og Sveinn Hreinsson. Með kvennalandsliðinu léku Björg Björnsdóttir, Hulda Laxdal Hauksdóttir og Jóhanna Guðjóns- dóttir. Auk þeirra léku Linda Jóns- dóttir og Steina Ólafsdóttir úr- valsleik. Blakmaður ársins Leifur Harðarson hlaut nú til- nefningu í annað sinn og var kjör- inn Blakmaður ársins 1982. Heimsóknir í apríl dvaldi hér á landi úr- valslið ungmeyja frá Massachu- setts í umsjá Þróttar. Kostnaður íslandsmeistarar f 4.fl. 1980 Talið frá vinstri í aftari röð: Karl Karlsson, Finnur Pálmason, Björn I'orvaldsson, Ásmundur Guðmundsson, Einar Freyr Hilmarsson, Jón Öm Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri. Snorri Ingyarsson, Einar Sigurðsson, Atii Helgason og Siguröur Lámsson.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.