Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 35

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 35
með pressuliði gegn landsliðinu og Steina Ólafsdóttir lék með úr- valsliði á Mön. Unglingalandslið kvenna og karla léku við Færeyinga. Þrír Þróttarar tóku þátt í þessum leikj- um, þau Auður F. Kjartansdóttir, Gréta Sverrisdóttir og Einar Hilm- arsson. Blakmaður ársins 1984 var Jón Arnason útnefnd- ur Blakmaður ársins og varð 5. Þróttarinn frá upphafi til að hljóta þessa viðurkenningu. 1985-1986 Blakmótin Meistaraflokkur kvenna byrj- aði heldur illa og tapaði báðum leikjum sínum í Reykjavíkurmót- inu, en skömmu síðar sigraði liðið örugglega í Haustmótinu. í ís- landsmótinu varð liðið í 3. sæti en var slegið út úr Bikarkeppninni í fyrsta leik. Þetta var þriðja árið í röð sem liðið tapaði bikarleik fyrir Breiðabliki. Þjálfari var Snjólaug Bjarnadóttir. Meistaraflokkur karla hóf keppnistímabilið með tapi gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu, en það kom ekki að sök og sigur vannst í mótinu 10. árið í röð og er sigurganga þessi einstök. Örugg- ur sigpr vannst einnig í Haustmóti nú. I íslandsmótinu var nú leikið í aðeins einni deild og að lokinni deildarkeppninni voru Þróttur og ÍS jöfn og þurfti aukaleik um deildarmeistaratitilinn þar sem ÍS sigraði. Eftir þetta tap var nokkur óeining í liðinu og var þá Gunnar Árnason fenginn til að vera liðs- stjóri það sem eftir var keppnis- tímabilsins. Liðið lék svo 6 leiki í úrslitakeppni íslandsmótsins og í Bikarkeppninni á aðeins 11 dög- um og sigraði í þeim öllum og tryggði sér þar með tvo eftirsótt- ustu titlana í blakinu. Þjálfari var Guðmundur E. Pálsson. 1. flokkur varð í 5. og neðsta sæti í sínum riðli í Haustmótinu en sigraði svo örugglega í íslands- móti 1. flokks, sem var nú endur- vakið eftir hlé frá 1980. Þjálfari var Gunnar Árnason. 2. flokkur æfði ekki en tók þátt í Haustmóti og varð í 2. sæti, og Hraðmóti þar sem liðið varð í 4. og neðsta sæti. Liðsstjórar voru Jason ívarsson og Jón Árnason. Öldungaflokkurinn var sá flokkur sem mest gróska var í. Send voru tvö lið í 4 mót af 5. Þróttur 1 varð í 8. sæti í Akra- nesmóti, 2. sæti í HK-móti, Legó- móti og í 1. deild Öldungamótsins og sigraði í Höfrungasnerru. Valdemar Jónasson í hávöm gegn Halldóri Jónssyni hjá Í.S. í þetta sinni haföi Valdemar betur. Aðrir á myndinni f.v. Þorvaldur Sigu- rðsson dómari, Gunnar Árnason, Sigfús Ha- raldsson einnig sést í Friðbert Traustason. Myndin er tekin 1978. Þróttur 2 varð í 8. sæti í HK-móti, 6. sæti í Legómóti og Höfrunga- snerru og vann svo sigur í 2. deild Öldungamótsins. Öldungaflokk- ur 40 ára og eldri tók nú þátt í keppni í fyrsta sinn og varð í 5. sæti af 6 í Öldungamótinu. Úrvalslið Með karlalandsliðinu léku þeir Einar Hilmarsson, sem lék sína fyrstu landsleiki, Guðmundur E. Pálsson, Jón Árnason, Lárentsínus H. Ágústsson, Leifur Harðarson og Sveinn Hreinsson. Auk þeirra léku með úrvalsliðum þeir Böðvar H. Sigurðsson, Gunnar Árnason og Samúel Örn Erlingsson. Með unglingalandsliði karla lék Einar Hilmarsson. 1986-1987 Blakmótin Keppnistímabilið bar þess nokkur merki að endurnýjun átti sér stað í yngri flokkunum, því enginn þeirra komst í úrslit í ís- landsmótum. Meistaraflokkur kvenna varð í 3. sæti í Reykjavíkurmótinu en lið- in þrjú hlutu öll 2 stig. Liðið varð í 2. sæti í Afmælismóti ÍS og Haust- móti en í 4. sæti í deildarkeppni og úrslitakeppni íslandsmótsins. I Bikarkeppninni tapaði liðið í und- anúrslitum. Þjálfari var Gunnar Árnason. 2. flokkur kvenna varð í 5. sæti í Hraðmóti og 4. sæti í sínum riðli íslandsmótsins. Þjálfari var Jason ívarsson. Öldungaflokkur kvenna tók nú í fyrsta sinn þátt í keppni og varð í 12. og neðsta sæti. Þjálfari var Metta Helgadóttir. Meistaraflokkur karla sigraði í Afmælismóti ÍS, Reykjavíkurmóti og deildarkeppni og úrslitakeppni íslandsmótsins. Liðið varð í 2. sæti í Haustmótinu og tapaði fyrir KA í undanúrslitum Bikarkeppninnar, en þann leik gat fyrirliðinn Leifur Harðarson ekki leikið vegna meiðsla. Þjálfari var Guðmundur E. Pálsson. 1. flokkur karla varð í 5. sæti í Afmælismóti ÍS, 6. sæti í Haust- móti og sigraði í sínum riðli í ís- landsmótinu. í úrslitakeppninni hafnaði liðið í 2. sæti. Þjálfari var Gunnar Árnason. 3. flokkur karla varð í 3. sæti í Hraðmóti og sínum riðli íslands- mótsins. Þjálfari var Jason ívars- son. 4. flokkur karla varð í 3. sæti í Hraðmóti og sínum riðli íslands- mótsins. Þjálfari var Lárentsínus H. Ágústsson. Öldungaflokkurinn stóð sig vel og þrjú lið tóku þátt í keppni. Lið 1 sigraði í HK-móti, Legómóti og nú í fyrsta sinn í 1. deild Öldunga- mótsins. Liðið varð í 2. sæti í Akra- nesmóti og Höfrungasnerru. Lið 2 varð í 8. sæti í HK-mótinu og 7. sæti í Legómótinu. í Höfrunga- snerrunni varð liðið í 4. sæti en í 5. og neðsta sæti í 1. deild Öldunga- mótsins. Öðlingaliðið varð í 6. sæti í Öldungamótinu. Úrvalslið. Kvennalandslið lék 6 leiki á keppnistímabilinu og fulltrúar Þróttar voru Jóhanna Guðjóns- dóttir og Snjólaug E. Bjarnadóttir. Með karlalandsliðinu léku Ein- ar Hilmarsson, Jón Árnason, Lár-

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.