Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 37
ÞROTTUR 40 ára
37
mótinu. Liðið varð svo í 2. sæti í
deildakeppninni, úrslitakeppn-
inni og Bikarkeppninni en þar
tapaðist úrslitaleikurinn gegn ÍS
eftir að íslandsmeistarar KA höfðu
verið slegnir út í undanúrslitum.
Þjálfari var Lars Nilsson.
1. flokkur sigraði örugglega í
sínum riðli Islandsmótsins og sigr-
aði einnig í úrslitakeppninni eftir
jafnan úrslitaleik við ÍS. Þjálfari
var Guðmundur E. Pálsson.
3. flokkur karla tók þátt í þrem-
ur fjölliðamótum og endaði í
5.sæti. B-Iið tók þátt í einu móti og
tapaði öllum leikjunum. Þjálfari
var Jason Ivarsson.
4. flokkur karla tók þátt í tveim-
ur fjölliðamótum og hafnaði í 2.
sæti með lakara hrinuhlutfall en
Þróttur Neskaupstað, en hvort lið
tapaði aðeins einum leik. Liðið
sigraði hinsvegar örugglega í Suð-
Vesturlandsmóti. Þjálfari var Guð-
mundur E. Pálsson.
Öldungaflokkurinn blómstraði
og vann marga sigra. í HK-móti og
Varmó-móti var hópnum skipt
nokkuð jafnt og þar náðu bæði
liðin verðlaunum. Þróttur 1 varð í
2. sæti í Akranesmóti, 3. sæti í HK-
móti og Varmó-móti, en sigraði í
Höfrungasnerru og 1. deild Öld-
ungamótsins. Þróttur 2 sigraði í
HK-móti, varð í 2. sæti í Varmó-
móti, 4. sæti í Höfrungasnerru og
kórónaði svo árangurinn með því
að verða í 2. sæti í 1. deild Öld-
ungamótsins á eftir Þrótti 1, en þar
lauk viðureign liðanna með sigri
Þróttar 1 2-0,16:14,16:14.
Öðlingaliðið varð í 3. sæti í
Varmómóti og Höfrungasnerru
en í 5. sæti í Öldungamótinu.
Úrvalslið
Snjólaug E. Bjarnadóttir var
eini Þróttarinn sem lék með
kvennalandsliðinu sem tók þátt í
Eyjaleikunum í Færeyjum.
Þeir Jason ívarsson, Jón Arna-
son, Leifur Harðarson og Þröstur
Friðfinnsson léku með karlalands-
liðinu.
Unglingalandslið 16 ára og
yngri lék nú í fyrsta skipti ogmeð-
al leikmanna þar var Jón Olafur
Valdimarsson.
Glæsilegur árangur blakdeildar
* /
ÍOO títlar A 15 Arum!!
Mótasigrar Blakdeildar Þróttar
eru orðnir 100 á þeim 15 árum sem
liðin eru frá stofnun deildarinnar.
Hér á eftir fer skipting þeirra milli
ára og einnig er þeim skipt í
„meiri" og „minni" titla. í meist-
araflokkunum eru „meiri" titlarnir
fyrir sigur í Reykjavíkurmótum{
Islandsmótum og í Bikarkeppni. í
yngri flokkunum eru það íslands-
meistaratitlar og í 1. flokki og öld-
ungaflokkum fyrir sigur í Islands-
mótum og Öldungamótum.
„Minni titlarnir eru fyrir sigur í
hraðmótum og öðrum minni mót-
um. Allir titlar keppnistímabils eru
skráðir á seinna ár þess þannig að
titlar sem unnust keppnistímabil-
ið 1974-75 eru skráðir 1975 o.s.frv.
Mf. Mf. Yf. Yf. lf.-Ef.
Ár MmMmMm S
1975 2 2
1976 1 1
1977 3 2 5
1978 2 1 3
1979 3 2 1 2 8
1980 1113 6
1981 3 11 5
1982 3 1 2 3 9
1983 5 4 4 13
1984 2 1 2 1 1 1 8
1985 3 25
1986 3 2 2 1 8
1987 3 1 1 2 7
1988 3 1 1 4 3 12
1989 1 1 1 3 2 8
Samt. 36 12 13 17 11 11 100
„Meiri" titlar eru 60 en þeir
„minni" 40 talsins.