Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 40
40
ÞROTTUR 40 ára
Unglingastarfið er að komast í
gott horf hjá félaginu og framtíðin
er því björt. Það er öruggt mál að
unglingastarfið mun skila sér. Eins
og undanfarin ár hafa verið kölluð
Þróttartímabilið í blakinu, verður
næsta tímabil örugglega kennt við
HK, einfaldlega vegna þess að þeir
munu senn fara að njóta ávaxt-
anna af unglingastarfinu. Um
Þrótt, Nes. gegnir hins vegar öðru
máli. Þeir hafa verið útungunarfé-
lag fyrir Reykjavíkurfélögin og
þeir ná sér ekki á strik fyrr en það
verður reistur framhaldsskóli í
Neskaupsstað eða brottfluttir leik-
menn snúa aftur. Fyrr geta þeir
ekki vænst árangurs í fyrstu deild-
inni.
OKKUR VANTAR
TVEGGJA METRA MENN
Guðmundur segir að blak á ís-
landi hafi staðið í stað undanfarin
fjögur til fimm ár á meðan blak á
hinum Norðurlöndunum hefur
stöðugt orðið betra.
— Við tókum tvívegis þátt í
Evrópukeppni og lentum í bæði
skiptin á móti norskum liðum. Við
töpuðum báðum leikjum en ég
held þó að við getum vel við unað.
Við töpuðum t.d. með tveimur
hrinum gegn þremur í útileik á
móti KFUM OSLO ogoddahrinan
fór 15:13 fyrir Norðmenn. Eg átti
möguleika á að gera út um leikinn
en klúðraði honum hins vegar
með uppgjöfum í lokin, segir Guð-
mundur og brosir dauflega. Hann
segist sannfærður um að íslensk
blaklið myndu ekki ná álíka ár-
angri gegn norskum liðum nú og
Þróttarar náðu á þessum árum í
kringum 1980.
— En á hvaða sviði höfum við
dregist aftur úr?
— Aðallega hvað varðar skipu-
lag allrar starfsemi. Okkur vantar
markvissari uppbyggingu í yngri
flokkunum, okkur vantar hávaxn-
ari leikmenn og okkur vantar
meiri æfingu og tækni. Það eru öll
landslið komin með tveggja metra
menn og það gildir það sama um
okkur og íslenska körfuknattleiks-
menn; við spilum á annarri hæð
en andstæðingarnir.
— Hvað með hina erlendu
þjálfara? Hafa þeir ekki orðið blak-
inu til framdráttar?
— Þróttur reið nú á vaðið með
erlendan þjálfara, Matti Eliason
frá Svíþjóð, sem jafnframt þjálfaði
íslenska landsliðið 1977/78. Þessi
þjálfari gerði góða hluti og kenndi
okkur ýmislegt og hið sama má
reyndar segja um marga aðra
þjálfara sem komið hafa síðar.
Kínverskir þjálfarar hafa verið hér
við störf en gallinn við þá er að
þeir tala flestir litla sem enga
ensku og eiga því erfitt með að
miðla okkur af þekkingu sinni. Því
er þó ekki að neita að Kínverjarnir
hafa breytt ýmsu t.d. hávörninni
og þeir hafa einnig breytt æfing-
um mjög mikið, segir Guðmundur
en hann telur jafnframt að Blak-
samband íslands hafi ekki staðið
nægilega vel að menntun ís-
lenskra þjálfara.
LIÐIÐ HEFUR VERIÐ OF
STERKT
Þróttarar hafa ekki náð að hrep-
pa Islandsbikarinn tvö síðustu
keppnistímabil en sjö ár þar á und-
an var bikarinn varðveittur við
Sæviðarsund. Leifur Harðarson
átti möguleika á því í fyrravor að
verða Islandsmeistari tíunda árið í
röð en hann varð íslandsmeistari
tvö ár í röð með UMFL á Laugar-
vatni áður en hann gekk til liðs við
Þrótt að nýju eftir nám í íþrótta-
kennaraskólanum.
— Svo merkilegt sem það kann
að virðast, segir Guðmundur, - er
það styrkleiki Þróttar í blakinu á
undanförnum árum, sem er aðal-
ástæðan fyrir því að við höfum nú
orðið að gefa eftir. Það hafa verið
mjög sterkir leikmenn í Þróttarlið-
inu og það hefur orðið til þess að
margir góðir og efnilegir leikmenn
hafa ekki fengið að spreyta sig.
Þetta hefur fælt menn yfir í önnur
félög og það er miður, því styrk-
leiki góðs blakliðs felst ekki síst í
því að eiga góða menn á vara-
mannabekknum.
FRAMTÍÐIN ER BJÖRT
Guðmundur hefur leikið með
og á móti mörgum kunnum köpp-
um á undanförnum árum oghann
segir að Leifur Harðarson sé
sennilega sá eftirminnilegasti.
— Leifur hefur verið „prímus
mótor" í Þróttarliðinu og íslenska
landsliðinu eftir að hann tók við
uppspilarastöðunni, segir Guð-
mundur og getur þess að Leifur
hafi reyndar verið mjög eftir-
minnilegur sem mótherji.
— Ég man eftir því að árið 1978
er við spiluðum gegn UMFL að
Leifur mótmælti einum dómi með
orðunum: „Guð sé oss næstur".
Fyrir vikið var hann rekinn út af
og við unnum leikinn. Síðan þá
hefur þetta orðatiltæki verið í há-
vegum haft meðal blakmanna,
segir Guðmundur en hann getur
þess að meðal andstæðinga sem
ekki tengjast Þrótti hafi Indriði
Arnórsson sennilega verið erfið-
asti andstæðingurinn.
Guðmundur E. Pálsson hefur
lifað og hrærst í blakinu eftir að
hann uppgötvaði þessa „stórkost-
legu íþrótt" á Laugarvatni fyrir
rúmum hálfum öðrum áratug og
okkur lék því forvitni á að vita
hvað hann héldi um framtíðina í
blakinu.
—Blakið er tvímælalaust á mik-
illi uppleið og í mikill sókn úti í
heimi. Því er ekki á móti mælt að
þetta er sú íþrótt sem hefur flesta
iðkendur og ástæðan er einföld.
Blak er einfaldur og skemmtilegur
leikur og það er jafnan mikið að
gerast inni á vellinum. Blakið hér
á landi á undir högg að sækja og
það kostar mikla vinnu að ná að
rífa það upp. Besta dæmið þar að
lútandi er hjá HK þar sem einn
maður hefur fórnað öllum sínum
kröftum fyrir félagið með frábær-
um árangri. Það líður að því að nýr
Þróttaráratugur renni upp í blak-
inu en við verðum að þreyja þorr-
ann enn um stund. Draumurinn
er sá að eignast eigið íþróttahús á
svæðinu við Sæviðarsund. Eigið
hús myndi skipta sköpum fyrir
okkur. Það hlýtur að vera framtíð-
in, sagði Guðmundur E. Pálsson.
mitre
BOLTAR - BÚNINGAR
HOFFELL SF.
ÁRMÚIA 36 - SlMAR: 83830 og 82166