Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 41

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 41
ÞROTTUR 40 ára 41 Stórbætt aðstaða á svæði Þróttar: VALLARFRAMKVÆMDIR Saga vallarframkvæmda á fé- lagssvæði Þróttar nær allt aftur til 1964, þegar svæðinu var úthlutað, hún spannar því 25 ár og er fram- kvæmdum þó ekki að fullu lokið. Árið 1967 hófst gerð malarvall- arins og var hann vígður 1969, en það sama ár var tekið í notkun félagsheimili og vallarhús, járn- klætt lítið timburhús. Það hús varð mjög fljótlega alltof lítið fyrir starfsemina, en það varð þó ekki fyrr en 1977, sem ráðist var í bygg- ingu á nýju og glæsilegu félags- heimili og vallarhúsi undir dug- mikilli forystu Magnúsar Óskars- sonar. Þetta hús var vígt árið 1979 á 30 ára afmælisári félagsins. Fé- lagið leigir Reykjavíkurborg efri hæð hússins fyrir æskulýðsmið- stöð til langs tíma. Næsta fram- kvæmd á svæðinu var uppsetning flóðlýsingar við malarvöllinn 1983, en þá gaf Sala Varnarliðs- eigna félaginu gömul möstur, sem voru suður á Miðnesheiði, en fé- lagið kostaði flutning þeirra til Reykjavíkur. Það var síðan haustið 1987 sem Óskar Pétursson, fyrrverandi for- maður og heiðursfélagi Þróttar, tók fyrstu skóflustungu að nýjum grasvelli og markar sú skóflustun- ga upphaf mestu vallarfram- kvæmda félagsins. Gerð grasvall- arins var boðin út strax haustið 1987 og var samið við verktakana Rúnar Smárason og Víði Guð- mundsson, sem áttu lægsta tilboð- ið í verkið. Þeir luku við gerð gras- vallarins 1988. Veturinn áður hafði landið verið ræst fram, völlurinn undirbyggður, jafnaður með skeljasandi og sumarið 1988 lagð- ur torfi. Þá var hafist handa við gerð stæðis-, stúkubyggingar með því að sömu verktakar og byggðu grasvöllinn, framkvæmdu jarð- vegsskipti undir þau mannvirki. Vorið 1989 var boðin út uppsteypa á stúku og stæðum og var samið við Björn S. Jónsson trésmíða- meistara sem átti næst lægsta til- boð. í þessari framkvæmd fólst bygging 100 metra veggjar með- fram Elliðavogi, stoðveggir fyrir stúku- og stæðisþrep og bygging tveggja geymslna í sitt hvorum enda. Þegar þessari byggingu verður lokrð er ráðgerð 40 metra yfirbyggð stúka með sætum og 30 metra stæði sitt hvoru megin. Hafist var handa samhliða þessu nú í sumar að girða félagssvæðið en sú vinna hefur öll verið unnin í sjálfboðavinnu undir dugmikilli stjórn Péturs Ingólfssonar. Þá hefur verið gert lítið gras- svæði við vesturenda vallarhúss- ins, ásamt lagfæringum við húsið og malarvöllinn við Sæviðarsund í samvinnu við íbúa götunnar sem gróðursettu trjáplöntur utan við girðingu. Þessar framkvæmdir hafa nú kostað um 24 milljónir króná og nýtur félagið 80% styrkja frá ríkinu og Reykjavíkurborg. Þannig hefur félagið sjálft þurft að greiða 4.8 milljónir kr. Næstu framkvæmdir verða gerð þriggja mjög fullkominna tennisvalla fyrir sunnan malar- völlinn með tilheyrandi girðing- um. Þá er ætlunin að hefjast handa við nýúthlutað íþróttasvæði í Laugardalnum, vestan við Álf- heima. Þar á eftir verður svo lokið við gerð stúkunnar við nýja gras- völlinn. Gera má ráð fyrir að þess- ar framkvæmdir, sem ætlunin er að vinna að nú á næstu árum, komi til með að kosta 20-25 millj- ónir króna. Þessa vallaruppbyggingu nú undanfarin ár má þakka auknum skilningi ráðamanna Reykjavíkur á gildi íþrótta. Verulegum fjár- munum hefur verið veitt til félag- anna í þessum tilgangi. Þessum peningum er vel varið þegar til lengri tíma er litið, þar sem góð íþróttaaðstaða laðar að börn og unglinga til að taka þátt í heil- brigðu starfi íþróttafélaganna. Samhliða þessum miklu fram- kvæmdum á vallarsvæðinu hafa verið gerðar endurbætur innan- húss, m.a. hefur verið komið upp skrifstofuaðstöðu, útbúið eldhús, komið upp búningsaðstöðu fyrir dómara og flísalögð böð. Þá hefur verið unnið að því að fullklára úti- geymslu og útikdósett. Þá var sum- arið 1987 unnið við að lagfæra pússningu vallarhússins og það síðan allt málað, bæði þak og veggir. Var það allt unnið i sjálf- boðavinnu. TEG. Stúkubyggingin hófst í vor og hefur gengið vel. Með vaxandi gengi á knattspymusviðinu er vonast til að þessi stúka verði senn allt of lítil.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.