Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 42

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 42
ÞRÓTTVR 40 ára Erlendur Sigurðsson ö.Jlokkí: Skoraði fjögur mörk á móti Selfossi Erlendur Sigurðsson, besti leik- maður sjötta flokks:„Það kom mér mjög á óvart að vera valinn besti leikmaðurinn. Ég hélt að Halli eða Bjöggi yrðu fyrir valinu", sagði Er- lendur Sigurðsson, sem valinn var leikmaður sjötta flokks Þróttar fyr- ir skemmstu. Erlendur lék með A-liði sjötta flokks í sumar og gengur hann nú upp í fimmta flokkinn. Hann seg- ist hafa leikið á hægri kantinum í sumar og hann hefur ekki lengur tölu á mörkunum sem hann skor- aði. „Ég man bara hvað ég skoraði mörg mörk á Tomma-mótinu. Þar gerði ég sjö mörk, þar af fjögur á móti Selfossi. Það var langeftir- minnilegasti leikur sumarsins í mínum augum", sagði Erlingur. Þess má geta að hann var í hópi markahæstu leikmanna Tomma- mótsins. Að sögn Erlendar byrjaði hann að leika með sjötta flokki Þróttar þegar hann var sjö ára gamall, en hann er nú tíu ára. Til að byrja með var hann í B-liðinu en í sumar lék hann með A-liðinu eins og flestir elstu strákarnir í flokknum. Er- lendur segist hafa verið mjög ánægður með þjálfara liðsins s.l. sumar, Jóhann Hreiðarsson, enda hefði hann kennt strákunum ým- islegt. — En hverjir voru erfiðustu andstæðingarnir í sumar? „Ég veit ekki hvað þeir heita. en það voru varnarmennirnir hjá Fylki og Leikni. Þessi lið eru líka með mjög góða markmenn sem erfitt er að skora hjá", sagði Er- lendur Sigurðsson að lokum. Reynir Ólafsson, besti leikmaður 3.Jlokks: „Eftírminxiilegast að vinna loksins ÍR-ingana“ Reynir Ólafsson var valinn besti leikmaður 3. flokks Þróttar í knattspyrnunni í sumar og tók hann á móti viðurkenningu sinni á uppskeruhátíð Þróttar í Glæsibæ fyrir skömmu. Reynir byrjaði að leika knatt- spyrnu með sjötta flokki átta ára gamall undir stjórn Gísla Sváfnis- sonar og í samtali við Afmælisblað Þróttar segir hann að flestir strák- anna í sjötta flokknum hafi fylgst að allar götur upp í þriðja flokk- inn. Reynir, sem leikur sem fram- herji, var á yngra ári í þriðja flokknum í sumar og hann segir að valið á besta leikmanni flokícsins hafi komið sér virkilega á óvart. „Strákarnir voru reyndar að orða þetta við mig en ég hafði enga trú á að ég yrði valinn. Þetta er sennilega fyrsta viðurkenning- in eða verðlaunin sem ég vinn til í Þrótti og ég er auðvitað mjög ánægður með að hafa orðið fyrir valinu", sagði Reynir en hann get- ur þess að árangur þriðja flokksins í mótum sumarsins hafi valdið honum og fleirum vonbrigðum. „Það býr miklu meira í þessu liði og það kom e.t.v. best í ljós í síðasta leiknum í haustmótinu. Þá unnum við ÍR 3:2 og það er í fyrsta skipti sem við vinnum þessa strá- ka. ÍR leikur í A-riðli en við í C-riðli og þess má geta að þeir unnu okk- ur að mig minnir 17:0 í Reykjavík- urmótinu í vor. Þetta var því mjög sætur sigur og sennilega er þetta eftirminnilegasti leikur keppnis- tímabilsins," segir Reynir. Þess má svo geta að hann skoraði tvö marka Þróttar í leiknum gegn ÍR og undirstrikaði svo ekki verður um villst að hann var vel að titlin- um „besti leikmaður 3. flokks" kominn. Það er ljóst að það býr mikið í þriðja flokki Þróttar ogmun stjórn deildarinnar kappkosta að ráða góðan þjálfara fyrir flokkinn sem allra fyrst. Að sögn Reynis hafa innanhússæfingarnar farið hægt af stað vegna haustmótsins en hann sagði að allt yrði sett á fullan kraft nú þegar mótinu er lokið.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.