Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 46

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 46
46 ÞROTTUR 40 ára Knattspymudómarar Þróttar þarf vart að kynna lesendum, svo vel er hann þekktur fyrir störf sín og skemmtilega framkomu, á leik- velli sem utan. Hann er hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fer. Lífs- munstur hans væri reyndar gott í skemmtilega bók, en við sem höf- um átt tækifæri á að umgangast hann höfum notið þessa. Magnús hefur verið félaginu mikil lyftistöng sem dómari og sérlega góður félagi. Verður hon- um seint þakkað það sem hann hefur lagt af mörkum. Ekki síður hefur Grétar gert garðinn frægan sem dómari, þó svo að hann hafi upphaflega helg- að sig félagsmálum dómara. KRR hefur þakkað honum sérstaklega fyrir vel unnin störf í KDR, Knatt- spyrnudómarafélagi Reykjavíkur, en virðingu þess félags endurreisti Grétar árin 1956 og 1957. Hefur hann nokkrum sinnum verið for- maður félagsins síðan. Á þessum árum lagði Grétar ennfremur grunninn að stofnun KDSÍ, Knatt- spyrnudómarafélags íslands, með því að beita sér fyrir stofnun dóm- arafélaga víðsvegar um landið og var ætlun hans að stofna sam- bandið 1960, en það fékk ekki hljómgrunn knattspyrnuforyst- unnar þá. Sambandið var stofnað 10 árum síðar, þegar Albert Guð- mundsson var formaður KSÍ, en hann hafði sérstakan skilning á málefnum dómara. Grétar varð landsdómari 1958 og síðan FIFA-dómari 1966 en á þessum árum var lítið um að KSÍ skipaði alþjóðlega dómara. Dóm- arar hafa löngum verið nokkuð ut- angátta innan knattspyrnuhreyf- ingarinnar og er svo enn. Þeir fé- lagar Magnús og Grétar svo og fleiri Þróttarar hafa unnið þeim traust og framar öðru lagt þann grunn sem málefni dómara standa á í dag. Báðir störfuðu þeir Magnús og Grétar í meira en aldarfjórðung sem dómarar í 1. deild en urðu að hætta þar við fimmtugsaldurinn. Báðir sinna þó dómarastörfum ennþá, eftir 38 ára þátttöku. Þá má geta þess að báðir dæmdu þeir félagar handknatt- Magnús V. Pétursson og Grétar Norðfjörö voru frumheijar Þróttar meöal dómara. Báðir eiga þér litríkan og glæsilegan feril sem dómarar. Frá upphafi hafa Þróttarar ver- ið vel virkir knattspyrnu- og hand- knattleiksdómarar og látið mikið að sér kveða í málefnum þessara greina. Mikill fjöldi Þróttara hafa gerst dómarar og skilað mjög góð- um störfum. Má í þessu efni minn- ast á að í nokkur ár átti félagið fimm alþjóðadómara og sjö við störf. Gaman hefði verið að minnast allra þessara ágætu manna, en sökum plássleysis er ekki mögu- leiki að minnast allra og munum við hér eftir aðeins geta þeirra sem hlotið hafa landsdómararéttindi og alþjóðleg dómararéttindi. Frumherjarnir meðal okkar voru þeir Grétar Norðfjörð og Magnús Vignir Pétursson, en þeir hlutu réttindi 1950-51. Frá upphafi tóku þeir starfið föstum tökum og urðu síðar ein- hverjir kunnustu dómarar lands- ins. Er þeirra sérstaklega getið í afmælisriti KSÍ á 40 ára afmælinu, sem „litríkustu dómara sam- bandsins" hin síðari árin. í upphafi kvað meira að Magn- úsi sem dómara en Grétar helgaði sig meira félagsmálum dómara. Magnús varð fyrsti landsdóm- ari félagsins 1956 og síðan fyrsti FIFA-dómarinn 1965. Magnús

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.