Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 47

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 47
40 ára 47 leik, urðu fyrstir Þróttara til að ger- ast dómarar í þeirri grein, fyrst að Hálogalandi og Magnús síðar um árabil í Laugardalshöll og víðar. Magnús var lengi talinn einhver besti handknattleiksdómari okkar og alþjóðlegur handknattleiks- dómari í fjölda ára. Grétar hætti hinsvegar dómgæslu í handknatt- leik og helgaði sig knattspyrnu. Báðir hafa þeir Magnús og Grétar hlotið helstu heiðursmerla knattspyrnunnar og fjölda ann- arra viðurkenninga, m.a. gull- merki ÍSÍ. Þróttur þakkar þeim fé- lögum góð störf um langan tíma, svo og öllum öðrum Þróttardóm- urum sem lagt hafa á sig að stjórna leikjum ungra sem eldri leik- manna, hér heima og erlendis. En skoðum aðeins þá Þróttar- dómara sem tekið hafa landsdóm- arapróf og alþjóðlega prófið: Magnús Vignir Pétursson, tók dómarapróf veturinn 1950-51 og fékk landsdómararéttindi 1956, síðan alþjóðaréttindi fyrstur Þrótt- ar.a 1965. Magnús dæmir nokkuð enn eftir að hafa starfað í 39 ár. Magnús minnist sérstaklega frumraunar sinnar í meistara- flokki, leik Akraness og Spora frá Luxembúrg sumarið 1955. Sá leik- ur varð mörgum eftirminnilegur sem hann sáu, ruddalegur og erf- iður hinum unga og óreynda dómara. Stærsta verkefnið á ferli sínum telur Magnús vera leik Norðurlandanna gegn Sovétríkj- unum í Helsinki í júní 1967. Lík- lega hefur sá leikur verið stærsta verkefni íslensks dómara. Grétar Norðfjörð tók dómara- próf á sama tíma og Magnús en fékk landsdómararéttindi 1959 og alþjóðaréttindi 1966. Hann hefur gerst víðförull í dómarastarfi sínu, líklegaeini íslenski dómarinn, sem hefur dæmt fyrir sunnan mið- baug, en það gerði hann þegar hann var á ferðalagi um Austur- lönd fjær. Grétar dæmdi einnig í nokkur ár í Bandaríkjunum, þegar hann var starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Grétar minnist margra ánægjulegra stunda frá leikvellin- um sem dómari og utan vallar sem forystumaður knattspyrnudóm- ara, þar sem oft þurfti að kljást við skilningslitla forystu knattspyrn- unnar. Bikarúrslitin 1983 segir Grétar að séu eftirminnislegust, hans síðasti stórleikur. Grétar dæmir enn og telur sig vanta um 12 leiki til að ljúka 1300 dómara- störfum á 38 ára ferli. Baldur Þórðarson tók dómara- próf 1954, hlaut landsdómararétt- indi 1960 oger hann þriðji alþjóða- dómari Þróttar 1967-68. Baldur starfar enn sem dómari fyrir félag- ið. Hann var mjög happasæll í starfi og þótti mönnum gott að leika undir hans stjórn. Baldur starfaði fyrr á árum mikið að fé- lagsmálum dómara eins og flestir gerðu á þeim tíma. Hann á minn- ingar um marga skemmtilega leiki en telur þó að leikur ÍA og Fram á Akranesi 1964 hafi verið hans um- deildasti leikur, en úrslit hans höfðu mikil áhrif á stöðu Þróttar í deildinni, þannig að ef Fram tap- aði hefði Þróttur haldið sæti í deildinni. En Fram vann 4:1. Mik- ið var ritað og rætt um þennan leik og deilt á einstaka dóma Baldurs, en það skal fullyrt að Baldur sýndi sanngirni í þessum leik sem öðr- um. Halldór Bachmann Hafliðason mun hafa tekið dómarapróf um 1960 þá sem leikmaður hjá meist- araflokki Þróttar. Halldór hlaut landsdómararéttindi um 1970 og dæmdi sem slíkur í nokkur ár með góðum árangri. Síðar gerðist hann eftirlitsdómari og þar með leið- beinandi annarra dómara í deild- unum. Naut hann sérstakrar virð- ingar allra deildardómara fyrir þau störf. Leikur ekki vafi á að Halldór stuðlaði með starfi sínu að mun betri dómgæslu. Það fór ekki mikið fyrir Halldóri en sá árangur sem hann náði í þessu áhugastarfi sínu verður lengi í minnum hafð- ur. í félagsstarfi fyrir knattspyrnu- dómara var Halldór virkur fulltrúi sáttar og samlyndis. Hans er sárt saknað, en hann lést fyrir nokkrum árum, langt um aldur fram. Eysteinn Guðmundsson tók dómarapróf 1959, hlaut síðan landsdómarapróf 1963-64 og al- þjóðaréttindi 1973. Hann er einn þeirra dómara félagsins sem helg- að hefur sig málefnum dómar- anna frá upphafi. Eysteinn hætti störfum sem 1. deildardómari 1989 en var þó við þau störf í deild- inni meira og minna eftir þörfum hennar. Eysteinn minnist margra ánægjulegra atvika frá vellinum. Af innlendum vettvangi nefnir hann bikarúrslitaleikinn 1973 milli Fram og Keflavíkur. Þessi Ieikur var fyrir margra hluta sakir athygl- isverður, en það sem líklega hefur haft mest áhrif var að ekki tókst að ljúka honum fyrr en komið var myrkur. Eftir þetta var leiktíma bikarúrslitaleikja breytt. Að venju er fyrsti leikur dómara minnis- stæður, en þó er líklega leikur sem Eysteinn dæmdi erlendis honum minnisstæðastur. Þetta var á ír- landi og varð leikurinn sögulegur og mátti sjá Eystein dómara í sjón- varpi víða um lönd að leik lokn- um. Barðist hann þar við öl- og áfengisflöskur, golfkúlur og ann-

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.