Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 49
ÞRÓTTUR 40 ára
49
seinna tók hann að dæma hjá
yngri flokkunum, og gerði það eitt
sumar, en hefur lagt flautuna á
hilluna að nýju.
Stefán Sigurðsson tók dómara-
próf 1979 og hlaut landsdómara-
próf 1983. Hann er einn þessara
hæglátu manna sem ekki ber mik-
ið á í leik, en er þeim mun betri
dómari og fellur vel inn í leikinn
og hefur komið vel frá dómgæslu
sinni. Hann hefur ekki dæmt mjög
mikið, en er alltaf tiltækur.
Margra annarra dómara væri
vissulega gaman að geta hér, enda
þótt þeir hafi ekki tekið landsdóm-
araprófið. Dómarar Þróttar frá
upphafi eru margir og hafa unnið
gott verk. Einn úr þeim hópi sem
ekki tók landsdómarapróf en
vann þó mjög langt og gott starf
var Bjöm Katísson, en hann starf-
aði jafnframt að félagsmálum
dómara.
G.N.
Blak:
Evrópukeppni meistaraliða 1982
Meistaraflokkur karla tók þátt
í Evrópukeppni meistaraliða í
blaki annað árið í röð og aftur lent-
um við á móti norsku meisturun-
um. Nú var þó ferðalagið sýnu
lengra, því Noregsmeistararnir
voru frá Tromsö í Norður-Noregi.
Samið var um að leika báða leikina
í Trömsö, en heimamenn greiddu
uppihald og helming ferðakostn-
aðar Þróttar.
Það var kátur flokkur Þróttara,
sem hélt af stað til Noregs föstu-
daginn 12. nóvember 1982, en leik-
irnir fóru fram Iaugardag 13. og
sunnudag 14. nóvember.
Við vissum töluvert um lið BK
Tromsö. Það var skipað stórum og
sterkum leikmönnum, sem flestir
hafa leikið í norska landsliðinu.
Við vissum því að róðurinn yrði
erfiður og út í hött að stefna að
sigri. Við fórum því með það í
huga að gera okkar besta, en
reiknuðum ekki með sigri. Enda
varð það raunin, við töpuðum
fyrri leiknum 0-3; 3:15, 1:15 og
7:15, - og seinni leiknum einnig
0:3; 11:15,1:15,12:15. Fyrri leikur-
inn tapaðist á óþarfa virðingu fyrir
mótherjunum samfara mikilli
taugaspennu, en í 1. og 3. hrinu í
seinni leiknum stóðum við mjög
vel í þeim norsku og vorum um
tíma með forystu í báðum. Ahorf-
endur voru um 1500 á fyrri leikn-
um en um 1000 á þeim síðari.
Móttökur norsku meistaranna
voru mjög góðar, t.d. lék hljóm-
sveit létt lög í salnum fyrir leikina.
Við bjuggum á SAS hótelinu í
Tromsö sem er eitt það flottasta í
Noregi. Bæjarstjórnin bauð okkur
í matarboð sem heppnaðist í alla
staði vel. Okkur var sýnt það
markverðasta í bænum, t.d. stórt
byggðasafn þar sem m.a. var rakin
saga Lappanna.
Á leiðinni heim dvöldum við
einn sólarhring í Osló og gistum
hjá Guðmundi E. Pálssyni og Ant-
oni Bjarnasyni.
Við þurftum að bíða í 8 tíma á
Fornebuflugvelli eftir að flugvélin
kæmi frá Islandi og ekki voru
menn hrifnir af því. Nú, nú, flug-
vélin kom og flugið á "klaka" gekk
greitt og var þar með lokið þátt-
töku Þróttar í Evrópukeppni þetta
árið.
í ferðinni tóku þátt: Jón Árna-
son, Gunnar Árnason, Haraldur
Geir Hlöðversson, Sveinn Hreins-
son, Böðvar H. Sigurðsson, Lár-
entsíus H. Ágústsson, Leifur Harð-
arson og Björg Björnsdóttir, en
hún varð eftir í Osló. Þar bættist í
hópinn fararstjóri og liðsstjóri,
enginn annar en Guðmundur
"Fommi" Pálsson.
G.Á
ItOtttítfSé
Dcttc rr BK Tromsos motstandcr
Throttur - de
e amatorer
a-eya!
som Jeg herer rr vinlig pá
BK's hcimckamper.
Mannen bak dissc ord heler Gun-
nar. Arnasson, generalsekrelsr I
Islandsk volleybalirorbuod. saml
formann og lidligere kaplein i
Throllur, som lil helga skal spllle
dobbdlkamp mol BK Tromsa I
Enropa-cupen I volleyball. — Nér
Gannar Arnasson frykler BK, er be-
grunnetoen fnlgende: