Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 50
Hugleiðingar um
almenningsíþróttir
Nú á fjörutíu ára afmæli Þróttar
finnst mér eðlilegast að líta fram á
veginn, því félagsmaður í Þrótti
Margrét Svavarsdóttir tenniskennari einn
af stofnendum tennisdeildar Þróttar ásamt
meöspilara.
hef ég aðeins verið í þrjú ár. Ég læt
eldri og reyndari félögum eftir að
rifja upp fortíð félagsins.
Ég ætla að gera hér að umtals-
efni á hvern hátt ég tel að íþrótta-
félag eins og Þróttur geti komið á
móts við þá þjóðlífsbreytingu sem
átt hefur sér stað á undanförnum
árum, sem er m.a. fólgin í stór-
auknum áhuga og þátttöku í
svokölluðum almenningsíþrótt-
um. Með orðinu almennings-
íþrótt tel ég að átt sé við íþróttaiðk-
un þar sem skipuleg keppni er
ekki aðalatriðið og fólk á ýmsum
aldri stundar íþróttina saman.
Iþróttaiðkun af þessu tagi fer
bæði fram utan íþróttafélaga og
innan þeirra. Almenningsíþróttir
hafa þróast í góðu sambýli við
keppnisíþróttir og eru golf ogbad-
minton gott dæmi um það. Eg tel
eðlilegt og nauðsynlegt að íþrótta-
félag eins og Þróttur komi til skjal-
anna og hafi forgöngu um að
skapa fólki aðstöðu til að stunda
íþróttir sér til ánægju og heilsubót-
ar.
Tuttugasta og annan júní síð-
astliðinn var stigið það heillaspor
að stofna tennisdeild innan Þrótt-
ar og hefur verið ákveðið að bygg-
ja 3 tennisvelli á suðvesturhorni
svæðisins sem verða tilbúnir
næsta sumar. Tennisíþróttin er
einmitt íþrótt sem höfðar til allra
aldurshópa. Nú þegar hafa yfir 50
manns skráð sig í þessa nýju deild
og sýnir það hvað mikill áhugi er
fyrir tennis. Hitalögn verður lögð
undir tvo af völlunum og komið
fyrir ljóskösturum, þannig að í
framtíðinni verður mögulegt að
leika tennis utanhúss allan ársins
hring, ef tíð er góð.
Gert er ráð fyrir að mögulegt
verði að setja upp blaknet á einum
tennisvellinum og skapast þá
möguleiki til að stunda blak utan-
húss. Blak er einnig íþrótt sem
hentar vel sem trimmíþrótt. Ég tel
að þörf sé á að innisetufólki gefist
tækifæri á leikfimi og léttri hreyf-
ingu yfir vetrartímann. Það væri
skemmtilegt ef blakdeild Þróttar
stæði fyrir leikfimitímum sem
væru þannig skipulagðir að hálfur
tíminn væri notaður í leikfimi, en
hinn helmingur tímans í blak. Til
að þetta sé gerlegt þyrfti deildin að
fá úthlutað samfelldum tíma í ein-
hverjum skóla og hún þyrfti að
leggja til góðan stjórnanda, en í
staðinn fengi deildin tekjur og
áhugi á blaki mundi eflast við það
að fleiri kynntust íþróttinni.
Framkvæmdum við íþrótta-
svæðið við Sæviðarsund er nú að
Ijúka. Svo myndarlega hefur verið
staðið að frágangi svæðisins að
það mun mynda hlýlega umgjörð
um alla íþróttastarfsemi sem
þarna verður stunduð.
Mér hefur hinsvegar þótt að sú
aðstaða sem er í Þróttheimum
nýttist ekki sem skyldi til að efla
mannlíf á svæðinu. Vonandi tekst
að ráða bót á því, þannig að
íþróttasvæðið við Sæviðarsund
komi upp í hug sem flestra þegar
þeir ætla að sjá skemmilega
íþróttakeppni, æfa, trimma eða
bara að hitta skemmtilegt fólk.
Pétur Ingólfsson
Framkvæmdir við nýjan tennisvöll Þróttar í fullum gangi sumarið 1989. Farg var sett á völlinn
og er áætlað að þrír tennisvellir félagsins verði tilbúnir um mánaöamótin júnf/júlf 1990.