Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 51
ÞROTTUR 40 ára
51
Þróttur var í upphafi ekki ætlað stúlkunum, en
Þær urðu íslandsmeistar í öllum
aldursflokkum sama ár
- og tvær þeirra áttu eftir að verða Norðurlandameistarar
Þróttur var í upphafi ekki stofn-
að sem félag fyrir kvenfólk, en það
fór fljótlega á annan veg. Öflugar
kvennadeildir komu upp í hand-
knattleiksdeild félagsins, sann-
kallaðar sigursveitir, sem m.a.
náðu því frábæra afreki að taka öll
sigurlaunin á íslandsmótunum
vorið 1957, þ.e. í meistaraflokki, 1.
flokki og 2. flokki. Þróttarstúlkur
voru iðulega í landsliðum og
pressuliðum. Reykjavíkurúrval
var á tíma nær eingöngu skipað
Þróttarstúlkum.
Kjarni úr þessum þróttmikla
hópi Þróttarkvenna hefur alla tíð
haldið hópinn, - Þróttarkonur
voru þær einfaldlega kallaðar og
inntu af hendi ómetanlegt starf
fyrir félagið lengi vel eftir að þær
hættu að leika handknattleik.
í dag hittast Þróttarkonurnar,
12 að tölu, annan miðvikudag
hvers mánaðar á heimilum þeirra
til skiptis. Og hvað ætli umræðu-
efnið sé? Nú, auðvitað Þróttur,
hvað annað!
En hvernig byrjaði kvenna-
starfið í strákafélaginu? Þær Hel-
ena Eyjólfsdóttir og Helga Emils-
dóttir, hreinræktaðir Holtarar
segja þetta:
„Við sáum að strákarnir fengu
góða þjálfun í Þrótti, en stelpurnar
voru útundan. Stundum fengum
við að keppa við strákana í fót-
bolta, - einn strákur á móti öllum
stelpnaskaranum. Það voru
merkilegir leikir. Við vildum
gjarnan fá að vera með í félaginu
og það dróst ekki lengi. Það voru
tvær ungar stúlkur í Litla Skerja-
firði, Ásthildur Pétursdóttir og
Fjóla Magnúsdóttir, sem áttu
heima við Þjórsárgötuna, sem
voru driffjaðrirnar í að koma
þessu af stað, hafa áreiðanlega
fengið þetta í gegn með því að tala
við Halldór formann, þegar hann
kom til þeirra með fiskbílinn. Þær
Ásta og Fjóla spiluðu með fyrstu
liðunum, sem Ásgeir Benedikts-
son, sá góði þjálfari annaðist um,
og Ásthildur hannaði fyrsta
keppnisbúninginn sem Þróttar-
stelpurnar léku í og vakti hann
mikJa athygli".
Til að byrja með gekk ekkert of
vel hjá 2. flokki Þróttarstúlkna,
þær urðu til dæmis langneðstar í
Reykjavíkurmóti 1951, - en eftir
áramótin gekk heldur en ekki í
haginn, þær urðu íslandsmeistar-
ar 1952. Sumarið 1951 var Þróttur
í fyrsta sinn með flokk í móti í
kvennaflokki í handknattleik og
höfðu þá æft frá því um vorið á
Grímstaðaholtsvellinum og í
Austurbæjarskólanum.
Aðalheiður Steingrímsdóttir,
ein af frumherjunum, segir að þá
hafi verið leikið til reynslu við
Skandinavisk Boldklub, sem þá
var og hét, en Þróttarstelpurnar
hafi nú lítið þekkt handboltaregl-
urnar þegar þessir fyrstu leikir
fóru fram.
Á öðru ári meistaraflokks 1956
gerðist það að „litli Þróttur" tók
„brussurnar í Fram" í gegn á ís-
landsmótinu í Víðidal við Hafnar-
fjörð. Framstelpurnar höfðu þá
verið nær ósigrandi um árabil og
vakti þessi frammistaða Þróttar
mikla athygli, og var í raun aðeins
byrjunin á því sem í vændum var.
Næsta vetur reyndust öll Þróttar-
liðin í kvennahandboltanum
ósigrandi með öllu.
Því miður varð ekki framhald á
þessari sigurgöngu félagsins sem
skyldi. Hvað það var sem gerðist
með allan þann góða efnivið sem
félagið hafði undir höndum er
okkur hulin ráðgáta. En svo mikið
er víst að eftir þetta urðu kvenna-
flokkar félagsins ekki sigursælir,
og svo fór eftir nokkur ár að ekki
voru send fram lið í nokkrum
flokkum og árangur hinna óvið-
unandi. Auðvitað verður að segja
eins og er, margar stúlknanna gift-
ust og eignuðust börn og bú, en
lögðu niður íþróttaiðkun. Stjórn
handboltadeildar hefur því mis-
tekist að fylla upp í skörðin sem
mynduðust og er það miður og
sannarlega umhugsunarefni.
Nokkrar stúlknanna úr þessum
öfluga kjarna héldu hinsvegar
áfram, allt þar til Þróttur átti ekki
lengur meistaraflokkslið, þá urðu
þær að grípa til þess ráðs að ganga
yfir í önnur félög. Tvær þeirra,
Margrét Hjálmarsdóttir og Katrín
Gústafsdóttir gengu til liðs við
Framara eftir að þær höfðu orðið
Norðurlandameistarar á Laugar-
dalsvelli 1964, fyrir rétt rúmum 25
árum síðan.Þær eru einu Þróttar-
arnir sem orðið hafa Norður-
landameistarar!
J.B.P.