Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 52

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 52
52 ÞROTTUR 40 ára BILL SHIREFFS - Skotinn sem skipti sköpum fyrir Þrótt „BiU var bestur“ - setningin sem varföst klissja í dagblöðunum WILLIAM SHIREFFS var sann- kallaður hvalreki á fjörur hins unga knattspyrnufélags, Þróttar. Mjög snemma kom hann til liðs við félagið, - kom þrátt fyrir að hann sýndi ekki minnsta áhuga á að taka þátt í neinu starfi þar. Þjálf- ari margra flokka, fyrirliði meist- araflokks og mesti vinnuhestur sem sést hefur á reykvískum knattspyrnuvelli. En hvernig bar það til að Bill, lágvaxni Skotinn frá Aberdeen gerðist Þróttari? „Ég var að vinna með Haraldi Snorrasyni hjá Stálhúsgögnum og hann vissi að ég hafði eitthvað komið nálægt knattspyrnu. Hann sagði síðan Halldóri Sigurðssyni formanni Þróttar þessi tíðindi. Einn daginn stóð Halldór inni á gólfi heima hjá mér ogbað mig að taka að mér að þjálfa 4. flokkÞrótt- ar. Ég sagði honum að ég hefði ekki áhuga á þessu og kynni þar að auki ekkert að þjálfa og væri hættur knattspyrnu. Halldór var ekkert á því að gefast upp. Hann kom aftur seinna þennan dag og bar upp sama erindið. Þá sá ég að ég varð að láta undan og tók þetta að mér", segir Bill, þegar blaða- maður tekur að rekja úr honum garnirnar á heimili hans og konu hans Lilju Friðfinnsdóttur að Hjarðarhaga 62 í Reykjavík. „Bill var bestur"! Þessi stutta setning var að heita má orðin föst klissja í dagblöðum Reykjavíkur á árunum, þegar Bill lék með Þrótti. Jens Karlsson, sá spaugsami leik- maður með meistaraflokki sagði einu sinni í búningsherbergi vest- ur á Melavelli: Heyrðu Bill, þú hlýtur að borga blaðamönnunum eitthvað fyrir þetta! En staðreynd er að Bill var besti knattspyrnu- maður Þróttar í meira en áratug, sem er merkilegt því Bill hóf sinn feril með félaginu talsvert gamall af knattspyrnumanni að vera, 28 ára og hætti ekki að keppa með meistaraflokki fyrr en 44 ára gam- all. „Strákarnir í 4. flokki í Þrótti voru stórkostlega góðir", segir Bill, „og andinn yfir öllu var skemmti- legur, þetta var eiginlega létt verk Bill var ekki hávaxinn eða vöðvamikill, - en engu að síöur vildu fæstir lenda í návígi við hann á knattspyrnuvellinum. að vinna með þessum strákum og það hlaut því að nást góður árang- ur, sem líka varð. Eg hafði líka ágætan aðstoðarþjálfara, Gunnar Eyland, sem var bæði sómapiltur og áhugasamur og gat komið til skila því sem ég sagði, því ég var ekki góður í íslensku og verð víst aldrei". Þegar Halldóri hafði tekist að næla í Bill sem þjálfara, var eftir- leikurinn léttur, að fá hann til að leika með meistaraflokki, sem fé- lagið reyndi fljótlega að koma á fót. Meistaraflokkur án margra ára uppbyggingar var að sjálfsögðu erfitt verk, en engu að síður tókst að halda þeim flokki úti allt frá því í frumbernsku félagsins með mis- góðum árangri. Oft á tíðum tókst litla Þrótti þó að bíta frá sér í kepp- ni við risana, og átti Bill þá jafnan sinn stóra hlut að máli. — Hvernig stóð á því að þú komst til íslands, Bill? „Ég kom hingað fyrst í júní 1940, 19 ára gamall, sjálfboðaliði í breska flughernum. Ég stoppaði stutt í Reykjavík, sem var nú allt öðruvísi þá en núna, en fór austur í Kaldaðarnes, þar sem herinn var að koma upp flugbrautum. Þar vorum við fyrst í tjöldum. Ég var í rúmt ár á íslandi, en fór þá til Lon- don og þaðan til Líbíu og Egypta- lands, og enn síðar til Burma og Indlands. Ég starfaði alltaf með flokkum sem sáu um viðhald og viðgerðir á flugvélum breska flug- hersins. Eftir að ég losnaði úr her- þjónustunni hvarflaði hugurinn oft til íslands, og það varð úr 1948 að ég fór til Reykjavíkur og settist þar að, fékk vinnu við bólstrun, sem ég hafði lært í mínum heima- bæ, Aberdeen, og starfaði í 40 ár hjá Stálhúsgögnum hf.". — Hafðirðu langa reynslu sem knattspyrnumaður? „Ég get nú varla sagt það. Ég hafði auðvitað spilað fótbolta sem strákur, mest svona götufótbolta. Svo hafði ég spilað með atvinnu- liði í Aberdeen, en það voru bara fáir leikir og lítið fé sem ég fékk fyrir það. Stríðið setti auðvitað strik í reikninginn, á þeim árum var lítið hægt að æfa knattspyrnu. Eftir stríðið gekk það hægt að koma hermönnum til Bretlands aftur, þeir eldri gengu fyrir um far, og ég beið í hálft ár á Indlandi eftir að losna. Þá var talsvert um íþróttamót. Ég lék meðal annars með úrvali flughersins og sameig- inlegu liði flughers og landhers, og þá var atvinnumaður í næstum hverri stöðu, frægir menn á þeim tíma, eins og t.d. Curtis frá Arsenal og markvörðurinn Dickburn frá Tottenham, en hann var fyrsti markvörðurinn sem notaði þá að- ferð að kasta knettinum út til sam- herja, hann hafði geysilega miklar krumlur og hélt á boltanum an- narri hendi og kastaði langt fram á völlinn. Ég tók líka þátt í frjálsum íþrótt- um á þessum tíma, keppti í hlaup-

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.