Verktækni - 2015, Qupperneq 4
4 / VERKTÆKNI
• Hagstæð sjóðfélagalán
• Ævilangur lífeyrir
• Séreign sem erfist
• Góð réttindaávinnsla
• Persónuleg þjónusta
LÍFSVERK lífeyrissjóður, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, www.lifsverk.is
Fyrir réttu ári var kynnt til sögunnar
einstakt átak Sjúkra- og styrktarsjóða VFÍ
og KTFÍ. Gerður var tímamóta samn-
ingur við Miðstöð meltingarlækna ehf.
Markmið samningsins var að fræða og
beita forvarnaraðgerðum gegn krabbameini
í meltingarvegi. Greitt var fyrir skimun á
ristilkrabbameini hjá sjóðfélögum sem eru
50 ára og eldri. Samtals nýtti 291 sjóðfélagi
tækifærið og mætti í ristilspeglun.
Vilji er til að halda átakinu áfram næsta
haust og verður það kynnt sjóðfélögum
á kynningarfundi, með tölvupóstum og á
heimasíðum félaganna.
Skimun á
ristilkrabbameini.
- Einstakt átak
AF kjaramálum VFÍ og KTFÍ
Mikilvæg réttindi fást með aðild að sjúkra-
og styrktarsjóðum VFÍ og KTFÍ. Þau skapast
við lögbundið framlag atvinnurekanda í
sjúkrasjóð eða styrktarsjóð. Félagsmenn eru
hvattir til að ganga úr skugga um að þessi
iðgjöld séu greidd, annars geta mikilvæg
réttindi glatast, til dæmis í erfiðum veik-
indum. Athugið að full aðild er ekki tryggð
nema greiðslur berist samfellt í sex mánuði.
Sjóðirnir tryggja fjárhagslegt öryggi
félagsmanna og þeirra nánustu þegar þörf
er á aðstoð vegna sjúkdóma, slysa og and-
láts.
Kjarakannanir 2015
Þegar þetta er skrifað styttist í að niður-
stöður kjarakönnunar Kjarafélags TFÍ og
Kjaradeildar VFÍ verði birtar. Félögin þakka
öllum þeim sem tóku þátt í könnunum.
Afar mikilvægt er að sem flestir taki þátt.
Markmiðið er að afla sem gleggstra upp-
lýsinga um kaup og kjör tæknifræðinga og
verkfræðinga í hinum ýmsu starfsgreinum.
Þátttökuverðlaunin voru 15 þúsund króna
gjafabréf.
Vinningshafar í Kjarakönnun KTFÍ:
Erlendur H. Geirdal
Skúli Þorkelsson
Björgvin Björgvinsson
Vinningshafar í Kjarakönnun
Kjaradeildar VFÍ:
Auður Ólafsdóttir
Ásdís Kristinsdóttir
Sigurður Gísli Karlsson
Ertu í öruggum
höndum?Framlenging á kjarasamningi við FRVEftirtalin atriði eru tiltekin í fram-
lengingu samningsins sem samþykkt
var 21. apríl sl.
- Gildistími framlengingar er til og
með 29. febrúar 2016.
- Laun hækka um 3,5% frá og með 1.
apríl 2015.
- Í október 2015 verður launaliður
samningsins tekinn til endurskoðunar
auk samningsbundinna réttinda, enda
er það sameiginlegur vilji samnings-
aðila að tryggja samkeppnishæf kjör
þeirra sem samningurinn nær til.
Aðrir kjarasamningar
Aðrir kjarasamningar verkfræðinga
og tæknifræðinga eru í bið vegna
óvissu á vinnumarkaði en unnið er að
undirbúningi viðræðna. Árið 2014 var
gert samkomulag um framlengingu
kjarasamninga við alla viðsemjendur
en gildistími samninganna er mismun-
andi.
Ríki: Gildistími til 30. apríl 2015 en
samningurinn gildir þar til nýr hefur
verið gerður.
Reykjavíkurborg: Gildir til 31. ágúst
2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Gildir til 31. ágúst 2015.
Samtök atvinnulífsins:
Samningurinn er ótímabundinn
réttindasamningur.
OR, ON og Veitur ohf.: Rann út 28.
febrúar 2015, en gildir þar til nýr hefur
verið gerður
Rarik: Rann út 28. febrúar 2015, en
gildir þar til nýr hefur verið gerður.
Staða kjarasamninga
C C
A A
1
1
2
2
3
3
4
4
5
5
6
6
D D
B B
Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, verkefnastjórnunar, jarðvísinda,
byggingarefnarannsókna, rekstrar og heildarumsjón verkefna. Við leggjum áherslu á
trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu.
Traust
Víðsýni
Þekking
Gleði
Árangur í verki