Verktækni - 2015, Qupperneq 9
VERKTÆKNI / 9
Á Tæknidegi Tækni- og verkfræðideild-
ar HR voru afhentar viðurkenningar
TFÍ fyrir framúrskarandi lokaverkefni.
Önundur Jónasson, formaður TFÍ,
afhenti nemendum viðurkenningarnar.
Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu að
þessu sinni.
Haraldur Orri Björnsson, vél- og orku-
tæknifræði. Hreinsipakkdós Jarðborana hf.
Kristinn Hlíðar Grétarsson, byggingar-
tæknifræði. TM-kerfi. Gólfbitakerfi með
forspenntum bitum.
Þorsteinn Pálsson, rafmagnstæknifræði.
Framleiðsluupplýsingar fyrir mjólkurbænd-
ur.
Um verkefnin
Hreinsipakkdós jarðborana hf. Markmið
verkefnisins var að halda áfram þróun
hreinsipakkdósar Jarðborana hf. Pakkdósin
er notuð til þess að hægt sé að hreinsa
fóðringar í háhitaborholum á meðan þær
eru í fullum blæstri.
TM-kerfi. Gólfbitakerfi með forspennt-
um bitum. Verkefnið fjallar um hönnun
á nýju kerfi við uppbyggingu steyptra
Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni
milliplatna. Kerfið er hannað út frá hug-
myndum „Beam and block“ gólfkerfa sem
þekkjast víða erlendis.
Framleiðsluupplýsingar fyrir mjólk-
urbændur. Verkefnið fjallar um hönnun,
Á myndinni eru Ari Kristinn Jónsson rektor HR, Önundur Jónasson, formaður TFÍ, Haraldur Orri
Björnsson, móðir Kristins Hlíðars Grétarssonar sem tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd,
Þorsteinn Pálsson og Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti Tækni- og verkfræðideildar HR.
uppsetningu og prófun á búnaði til að veita
mjólkurframleiðendum hagnýtar upplýs-
ingar um framleiðslumagn búsins.
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja á Íslandi og í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á
háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og hjá okkur
starfa um 4000 einstaklingar um allan heim.
marel.is
MAREL
MENNTAFYRIRTÆKI ÁRSINS 2015