Verktækni - 2015, Side 11

Verktækni - 2015, Side 11
VERKTÆKNI / 11 Dagur verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl síðastliðinn og þótti takast einstaklega vel en rúmlega 200 manns sóttu ráðstefnu á Hilton Nordica. Dagur verkfræðinnar verður árviss viðburður og er markmiðið að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga. Á ráðstefnunni voru spennandi og fjöl- breyttir fyrirlestrar. Að þessu sinni var athyglinni beint að viðfangsefnum verk- fræðinga á tveimur sviðum. - Við verð- mætasköpun og á sviði heilbrigðismála. Í lok dags voru kynnt verkefni sprotafyrir- tækja og ungra frumkvöðla á sviði verk- fræði. Í blaðagrein Kristins Andersen for- manns VFÍ sem birtist í tilefni af Degi verkfræðinnar segir hann meðal annars: „Á undanförnum árum hafa nýjar verk- fræðigreinar komið til sögunnar og með þeim hefur verið lagður grunnur að nýjum atvinnugreinum og þær styrktar sem fyrir eru. Hvort sem horft er til hugbúnaðar- iðnaðarins, hátækni í heilbrigðisþjónustu, orkugreina, samgangna eða nýsköpunar í atvinnulífinu. – Alls staðar koma verk- fræðingar við sögu og nýta þar þekkingu sína og reynslu.“ Áhugi fjölmiðla Fjölmiðlar sýndu Degi verkfræðinnar áhuga og birtu viðtöl við formann VFÍ og fyrirlesara. Sérstaka athygli vakti fyrirlestur um þrívíddarprentun við skurðaðgerðir og verkefnið „Sound of vision“ sem er búnað- ur fyrir blinda sem býr til sjón með hljóði og titringi. Glærur flestra fyrirlesaranna má nálgast á vfi.is Á Degi verkfræðinnar voru þrír verkfræðingar sæmdir heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Þau eru Sigurður Arnalds byggingarverkfræðingur, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir rafmagnsverkfræðingur og Björn Dagbjartsson efnaverkfræðingur. Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki félagsins. Merkið má veita í viðurkenn- ingarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til efl- ingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar. Heiðursveitingar VFÍ Vigdís Finnbogadóttir er heiðursfélagi VFÍ. Hér er hún með Pétri Stefánssyni verkfræðingi og fyrrverandi formanni VFÍ. Kristinn Andersen, formaður VFÍ setti Dag verkfræðinnar Fyrirlestur Paolo Gargiulo um þrívíddarprentun við skurðaðgerðir vakti athygli. Hér er hann að ná í upplýsingar fyrir fréttamann RUV. Á myndinni eru Kristinn Andersen formaður VFÍ, Sigurður St. Arnalds, Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, Björn Dagbjartsson og Árni B. Björnsson, framkv.stjóri VFÍ.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.