Verktækni - 2015, Side 13

Verktækni - 2015, Side 13
VERKTÆKNI / 13 Var yfirskrift ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Háskólans í Reykjavík. Þar var fjallað um hvernig mismunandi gæðakerfi og stjórn- unaraðferðir eins og straumlínustjórnun geta mögulega lækkað byggingakostnað umtalsvert hér á landi. Ráðstefnan var mjög vel sótt og ljóst er að mikill áhugi er á málefninu. Gæðastjórnun er ofarlega á baugi í íslensk- um mannvirkja- og byggingariðnaði. Sem dæmi má nefna að ítarlegar kröfur um gæðastjórnun við mannvirkjagerð voru nýverið lögleiddar. Ráðgert er að halda umræðunni áfram á vettvangi félaganna næsta haust. Í fyrirlestri sínum fjallaði Helgi Þór Ingason prófessor við HR um innleiðingu gæðakerfa og kynnti nýju bókina sína: Gæðastjórnun. Ráðstefnan var mjög vel sótt enda gæðamálin í brennidepli í íslenskum mannvirkja- og byggingariðnaði. Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð með gæðastjórnun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ stóð yfir fjölmennri ráðstefnu um rafbílavæð- ingu á Íslandi sem vakti verðskuldaða athygli. Í framhaldi af ráðstefnunni vann vinnuhópur undir stjórn RVFÍ ítarlega til- lögu að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt greinargerð og ítarefni. Stefnumótunin var afhent forsætisráðherra og ríkisstjórn. Í tengslum við ráðstefnuna var stofnaður hópur á Facebook. Markmiðið er að miðla upplýsingum og skapa umræðu um rafbíla á Íslandi. Öllum er velkomið að taka þátt. Rafbílahópur á Facebook rynisferdir.net Sett hefur verið upp heimasíða fyrir Rýnisferðirnar. Þar má finna myndir og upplýsingar um allar ferðirnar, allt frá árinu 1998. Í haust verður sextánda rýnisferðin en þá verður haldið til Gautaborgar og Malmö.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.