Verktækni - 2015, Blaðsíða 19
VERKTÆKNI 2015/21 19
ritrýndar vísindagreinar
sem þjóna ekki eða að litlu leyti ferðamönnum. Þetta á sérstaklega
við veitur sem þjóna færri en 50 íbúum, en fyrir veitur sem þjóna
50150 þá er munurinn ekki afgerandi. Fjallaskálar koma sérstaklega
illa út úr samanburðinum, sérstaklega hvað varðar heildargerlafjölda,
en þó er hlutfallsleg aukning E.coli ekki jafnmikil.
Þessar niðurstöður ríma vel við athuganir á hvar vatnsbornir farald
ar hafa orðið hér á landi en flestir þeirra hafa orðið hjá vatnsveitum
sem þjóna ferðamönnum og sumarhúsagestum og allir hjá minni
vatnsveitum (Briem, 2005; Atladóttir, 2006; Geirsdóttir, 2011;
Gunnarsdottir o.fl., 2012; Gunnarsdottir o.fl. 2013). Almennt er talið
að oftast séu það fleiri en einn þáttur sem fer úrskeiðis þegar slíkir
faraldrar verða og hafa sumir þættir stundum verið í ólagi lengi
(Hrudey o.fl. 2006). Einnig er þekkt að örveruástand sé lakara hjá
minni veitum en þeim stærri víða í heiminum og talið að orsökin sé
skortur á fjármögnun, starfsfólki og fræðslu (WHO, 1997; Hulsmann,
2005; WHOEU, 2011). Beaudeau o.fl. (2010) komust að þeirri niður
stöðu að E.coli yfir 20 í 100 ml er átta sinnum líklegra í vatnsveitum í
Frakklandi sem þjóna færri en 100 íbúum en veitum sem þjóna 500
til 2000. Vatnsveitur með færri en 100 íbúa í Frakklandi eru flestar til
fjalla og á vinsælum ferðamannastöðum. Pitkänen o.fl. (2011) komust
að þeirri niðurstöðu að saurmengun væri mun algengari hjá vatnsveit
um í Finnlandi sem þjónuðu færri en 250 manns en þeim stærri.
Skýringin á því hversvegna örverur eru ennþá tíðari hjá vatnsveitum
sem þjóna ferðamannastöðum en hjá öðrum í sama stærðarflokki gæti
verið að þær fyrrnefndu eru á ýmsan hátt frábrugðnar öðrum vatns
veitum; álag er mismunandi eftir árstíma, vinsælir ferðamannastaðir
eru flestir í dreifbýli og stundum á mjög afskekktum stöðum þar sem
afar takmörkuð þjónusta er til staðar, oft er óljóst hver ber ábyrgð á að
fyrirbyggja mengun og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Sumir ferða
mannastaðanna fá til sín mikinn fjölda gesta á dag yfir sumartímann
en mun færri yfir vetrartímann. Til dæmis hefur verið áætlað að yfir
sumarið heimsæki 3040 þúsund manns Hveravelli á Kili og um 100
þúsund manns Landmannalaugar (Þórólfsdóttir, 2012; Aradóttir,
2003). Um 70% erlendra ferðamanna fara Gullna hringinn eða um
650 þúsund manns á ári og þar gætu verið um nokkur þúsund manns
á annasömum degi (Óladóttir, 2014).
Fjöldi ferðamanna sem heimsækja Ísland hefur aukist mjög hratt á
undanförnum árum eins og sjá má í árlegri samantekt Ferðamálastofu
„Ferðaþjónusta Íslands í tölum“ (Óladóttir, 2014). Áætlaður fjöldi
erlendra ferðamanna sem heimsóttu Íslands árið 2013 var um 900
þúsund manns og af þeim komu 92 þúsund með skemmtiferðaskip
um. Um 88% Íslendinga ferðast um landið á ári hverju eða um 280
þúsund manns og margir dvelja í sumarhúsum, ýmist sínum eigin eða
á vegum stéttarfélaga.
Til að áætla aukið álag á vatnsveitur í dreifbýli frá ferðaþjónustu var
miðað við samantekt Gössling o.fl. (2012) á vatnsnotkun í ferðaþjón
ustu í 54 löndum og gögnum frá Ferðamálastofu (Óladóttir, 2014).
Meðaldvalarlengd erlendra ferðamanna í þessum 54 löndum er 8,5
dagar samanborið við 10,4 dagar á Íslandi. Meðalvatnsnotkun er
samkvæmt samantekt Gössling o.fl. (2012) 286 lítrar á hvern ferða
mann á dag. Þar sem hátt hlutfall af ferðamennsku er til fjalla og á
litlum gististöðum er notkunin 150 lítrar á ferðamann á dag en um
400 lítrar á dag á ferðamannastöðum við Miðjarðarhafið. Út frá þess
um forsendum (150 l/dag; 900 þúsund ferðamenn; 10,4 daga) þá má
áætla heildarvatnsnotkun erlendra ferðamanna á Íslandi yfir árið um
1,4 Mm3/ári samanborið við ríflega 23 Mm3/ári (200 l/dag; 320 þús
und íbúar; 365 daga) fyrir búsetta Íslendinga. Þetta þýðir því að
meðaltali er notkun ferðamanna um 6% af neysluvatni til heimilisnota
sem er með því hæsta sem gerist í heiminum samkvæmt Gössling o.fl.
(2012), en þar kemur fram að meðaltal landanna 54 er 0,58% og
aðeins 5 lönd hafa hærra hlutfall en 6% (Máritíus, 20,2%; Kýpur,
17,4%; Malta, 11,9%; Barbados, 9,4%; Spánn, 6,3%).
Aukning í árstíðarbundnu álagi í dreifbýli má meta með því að miða
við gistinætur í júlí þegar ferðamannafjöldi er mestur og nota tölur um
gistinætur frá Ferðamálastofu (Óladóttir, 2014). Í júlí 2013 eru
gistinæturnar útlendinga 458 þúsund og Íslendinga 62 þús. Út frá
gögnum Ferðamálastofu má gróflega áætla að 1530% þessara nótta
er eytt í húsnæði sem fær neysluvatn frá minni vatnsveitum. Til sam
anburðar þá eru um 20 þúsund Íslendingar (6% af 320 þúsund) sem
er þjónað af þessum sömu vatnsveitum, eða um 600 þúsund dvalar
nætur á mánuði. Miðað við þessar forsendur eykst álagið á litlar
vatnsveitur að meðaltali um 1326% í júlí sem er umtalsvert og líklegt
að aukningin sé mun meiri á sumum stöðum.
Hönnun vatnsveitna með árstíðarbundnu álagi eins og tengist þjón
ustu við ferðamenn er hægt að leysa með ýmsum hætti og fer það eftir
aðstæðum á hverjum stað hvaða lausn hentar. Tæknilegar lausnir geta
verið margskonar. Þar má nefna borholu sem hægt er tengja þegar
ferðamannatímabilið hefst, aukadælu sem sett er af stað þegar álag
eykst, hraðastýringu á dælur og aukið miðlunarrými. Þar sem stór eða
allur hluti kerfisins er ónotaður utan ferðamannatímans er nauðsynlegt
að hafa skýrar verklagsreglur þegar kerfið er tekið úr notkun og þegar
það sett af stað aftur. Þar má nefna að yfirfara og skola kerfið vandlega
áður en það er tekið í notkun. Nauðsynlegt er að taka sýni og mæla
örverur a.m.k. við upphaf tímabilsins en varla nægjanlegt að gera það
annað hvert ár eins og nú er gert.
Stofnkostnaður, rekstur, og viðhald vatnsveitna á ferðamannastöð
um getur verið umtalsverður og því þarf að finna leiðir til að kerfin
verði sjálfbær er varðar kostnað. Á mörgum stöðum liggur nú þegar
fyrir að bæta þurfi innviði, bæði hvað varðar neysluvatn, almennings
salerni og fráveitur almennt. Opinberir eftirlitsaðilar þurfa að skil
greina hvað er eftirlitsskyld ferðaþjónusta, setja upp reglubundið eft
irlit, hvetja til innra eftirlits, og útbúa leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustu
aðila um vatns og fráveitumál, t.d. í formi gátlista.
Samantekt
Ferðaþjónusta er orðinn umfangsmikill á Íslandi og nota ferðamenn
hátt hlutfall af íslensku neysluvatni til heimilisnota samanborið við
flest önnur lönd. Fyrirliggjandi gögn reglubundins eftirlits gefa til
kynna að gæði neysluvatns vatnsveitna á ferðamannastöðum á Íslandi
séu talsvert lakari en á samsvarandi stöðum sem ekki þjónusta ferða
menn í miklum mæli. Nauðsynlegt er fyrir opinbera aðila og þá sem
bera ábyrgð á ferðamannastöðum að bregðast við með því að styrkja
innviði, setja upp reglubundið eftirlit, og útbúa leiðbeiningar um
hvernig best sé staðið að því að afhenda neysluvatn sem uppfyllir
þarfir ferðamanna.
Heimildir
Aradóttir, B. (2003): Þolmörk innviða í Landmannalaugum. Í: Þolmörk ferða
mennsku í Landmannalaugum. Bergþóra Aradóttir (ritstjóri), Akureyri,
Ferðamálaráð Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og
Ferðamálasetur Íslands, 924.
Atladóttir, A. (2006). Outbreaks of Norovirus Infections in Two tourist Resorts
in Iceland in the Summer of 2004. 5. Nordic Water Supply Conference
810 June 2006 in Reykjavik. Proceeding bls. 6770.
Bartram, J., Cotruvo, J., Exner, M., Fricker, C., Glasmacher, A. (2003).
Heterotrophic Plate counts and Drinkingwater Safety. The significance of
HPCs for Water Quality and Human Health. IWA London.
Beaudeau, P., Valdes, D., Mouly, D., Stempfelet, M. & Seux, R. (2010). Natural
and technical factors in faecal contamination incidents of drinking water
in small distribution networks, France, 20032004: a geographical study. J.
Water Health 8(1):2034.
Briem, H. (2005). Nóróveirusýkingar yfir sumarmánuðina. Farsóttafréttir Júní
2005.
European Council (1998). Directive 98/83/EC of 3 November 1998 on the
quality of water intended for human consumption.
Geirsdóttir, M. (2011). Óopinber listi yfir vatnsborna faraldra. Matís ohf.
Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M., Elliott, M., Sigmundsdottir, G., Bartram,
J. (2012). Benefits of Water Safety Plans: Microbiology, Compliance, and