Verktækni - 2015, Blaðsíða 30

Verktækni - 2015, Blaðsíða 30
30 VERKTÆKNI 2015/21 ritrýndar vísindagreinar 2004 2006 2008 2010 2012 2014 20 40 60 80 10 0 Ár P ró fs ei nk un n Mynd 2 - Kassarit af prófseinkunnum Kassaritið sýnir miðgildi (svört þykk lína), hvar 50% af einkunnum liggja (kassi), hvar 75% liggja (strikalína) og svo útgildi (hringir). Mat nemenda á námskeiði Reiknuð var ein tala (stuðull) – sem nefndur er ánægja nemenda – með því að vigta saman fjóra þætti úr mati nemenda á námskeiðinu. Þessir fjórir þættir voru mat á kennslu, skipulagi námskeiðs, afrakstur námskeiðs og fræðileg hvatning. Niðurstöður má sjá á mynd 3. 2004 2006 2008 2010 2012 2014 0 20 40 60 80 10 0 Ár Á næ gj a ne m en da Mynd 3 - Ánægja nemenda, stuðull sem reiknaður var með því að vigta saman fjóra þætti úr námskeiðsmati hvers árs. Samkvæmt mynd 3 þá er stuðullinn ánægja nemenda nokkuð stöð­ ugur allan áratuginn og sýnir T­próf að ekki er hægt að hafna þeirri tilgátu, þ.e. að hallatalan sé núll, t(9)= 1,16 og p=0,28. Verkefnaálag Verkefnaálagið var metið af kennara með því að leysa öll skilaverk­ efni sem tengdust lokaprófum námskeiðsins yfir áratuginn og taka tímann sem það tók að leysa þau. Gert er ráð fyrir að nemendur séu hlutfallslega lengur að leysa verkefnin sem svarar einhverjum stuðli. Við metum ekki stuðullinn hér en gerum ráð fyrir að hann sé sá sami öll árin. Mat á verkefnaálaginu er sýnt í töflu 1 og á mynd 4. 2004 2006 2008 2010 2012 2014 0 20 0 40 0 60 0 80 0 Ár V er ke fn aá la g Mynd 4 - Verkefnaálag tengt lokaprófi Fyrstu 6 árin var verkefnaálagið minnkað ár frá ári – úr 795 mín árið 2004 niður í 510 mín árið. Þannig að verkefnaálagið árið 2010 var 64% af því sem það var árið 2004. Greining á fylgni breytna Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort fylgni væri á milli breyt­ anna þriggja, m.ö.o. hvort hægt væri að meta eina breytuna út frá annarri. Til að meta fylgnina var stuðst við punktarit, reiknuð besta lína í gegnum punktasafnið og áreiðanleiki hennar metin með t­prófi. Sambandið á milli verkefnaálags og prófseinkunnar er sýnt á mynd 5. 500 550 600 650 700 750 800 0 20 40 60 80 10 0 Verkefnaálag P ró fs ei nk un n Mynd 5 - Prófseinkunn á móti verkefnaálagi Samkvæmt mynd 5 lítur út fyrir að vera fylgni á milli breytanna tveggja. T­próf á hallatölu gefur t(9)= 1,84 og p=0,10. Þar sem unnið er með 95% öryggisbil þá telst sambandið ekki vera marktækt – þ.e. halli línunnar er ekki marktækur frá 0. En, þetta er á mörkunum og með 90% öryggisbili væri tilgátunni hafnað. Til að meta sambandið á milli verkefnaálags og ánægju nemenda var sama vinna framkvæmd. Mynd 6 sýnir punktarit fyrir breyturnar tvær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.