Verktækni - 2015, Síða 51
VERKTÆKNI 2015/20 51
TÆKNI- OG vísINdaGreINar
Langur aðdragandi
Segja má, að fyrsta áratuginn í starfsemi Flugleiða hafi megin áherslan
verið lögð á að þrauka í harðnandi alþjóðlegri samkeppni og stöðuga
glímu við hækkandi verð eldsneytis. Í NAtlantshafsfluginu þurftu
DC8 þotur félagsins að keppa við nýjar og fullkomnari breiðþotur
stóru flugfélaganna. Þar af leiddi, að sölumenn Boeing, Douglas og
Lockheed reyndu helst að bjóða Flugleiðum að kaupa slíkar breið
þotur. Sigurður Helgason eldri, sem gegndi einni af þremur forstjóra
stöðum félagsins, lagði til haustið 1978 að Flugleiðir tækju nýlega
McDonnell Douglas DC1030CF breiðþotu á kaupleigu, og féllst
stjórn félagsins á þá tillögu.
Þessi þota var með hámark leyfilegra sæta, samtals 380 og 10
(3+4+3) í hverri sætaröð, og þrengslin því skelfileg. Í upphaflegri
hönnun gerðarinnar var gert ráð fyrir átta sætum í hverri röð (2+4+2).
Eldhús hennar voru að mestu leyti í fraktrýminu, og tengd með lyftum
við farþegarýmið. Flugleiðir hófu rekstur þotunnar í janúar 1979, fyrst
með erlendum flugáhöfnum, en hún var hér á bandarískri skráningu,
N1035. Þegar DC10 breiðþota American Airlines fórst við Chicago
25. maí 1979 ákvað bandaríska flugmálastjórnin að kyrrsetja allar
DC10 þotur skráðar í Bandaríkjunum og jafnframt banna flug allra
DC10 í bandarísku loftrými. Banninu var ekki aflýst fyrr en seinni
hluta júlí eftir að tilteknar brýnar lagfæringar höfðu verið gerðar á
Grein þesssari er einkum ætlað að fjalla um heildarendurnýjun flugflota
Flugleiða á aðeins þremur árum, frá maí 1989 til maí 1992. Í inngangi er
þó fyrst vikið að þróun frá stofnun félagsins árið 1973 og í seinni hluta um
síðari stefnumörkun.
Fyrsti áfangi í sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða fólst í samþykktum
aðalfunda þeirra 28. júní 1973, sem leiddi til þess að félagið Flugleiðir hóf
starfsemi sína 1. ágúst 1973. Það var í upphafi starfrækt sem eignarhaldsfélag
gömlu flugfélaganna, sem áfram voru rekin hvort fyrir sig á grunni sinna
flugrekstrarleyfa, og undir eigin nöfnum og merkjum. Í flugflota Flugfélags
Íslands voru þá fjórar Fokker F27 Friendship skrúfuþotur, sem þjónuðu
innanlandsfluginu og flugi til Færeyja og Grænlands, og tvær Boeing
727100C þotur, sem sinntu Evrópufluginu. Allar sex flugvélarnar voru
skrásettar hér í eigu félagsins.
Í flugflota Loftleiða voru fjórar McDonnell Douglas DC8 þotur, en aðeins
ein þeirra, af gerðinni DC855JT, var þá skrásett hér í eigu félagsins.
Hinar þrjár voru bandarískar leiguþotur af gerðinni DC863CF. Þróun
flugflotamála Flugleiða fyrstu fimm árin fólst fyrst og fremst í því að hér
voru skrásettar fleiri DC863CF þotur, tvær af þeim í eigu Flugleiða, en
hinar í eigu erlendra félaga. Einnig var vorið 1974 bætt við einni F27700
skrúfuþotu, og hún skrásett hér sem eign Flugfélags Íslands.
Dagleg stjórnun hins nýja félags var í höndum þriggja forstjóra,
sem mynduðu svonefnda stjórnarnefnd, og þeim til aðstoðar fimm
framkvæmdastjórar sviða. Í júlí 1978 lét Jóhannes Einarsson verkfræðingur
af stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrar og tæknisviðs og réð sig til
Cargolux. Var ég ráðinn í hans stað, en hafði áður starfað í 18 ár sem
framkvæmdastjóri flugöryggisþjónustu Flugmálastjórnar Íslands, og síðustu
fimm árin einnig sem varaflugmálastjóri.
ÁGRIP AbstRAct
Heildarendurnýjun flugflota Flugleiða á þremur árum
Fyrirspurnir:
leifur@baro.is
Leifur Magnússon
rafmagnsverkfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrar- og tæknisviðs hjá Flugleiðum.
Boeing 727100 „Gullfaxi“ á Keflavíkurflugvelli 1977.