Verktækni - 2015, Side 59
VERKTÆKNI 2015/20 59
TÆKNI- OG vísINdaGreINar
Viðskiptavinir Mílu þ.e. fjarskiptafyrirtæki hafa undanfarin mánuð
fengið tækifæri til að prófa vigrum með sínum viðskiptavinum og hafa
þær prófanir gengið vel. Formleg gangsetning vigrunar á xDSL kerfum
Mílu mun því verða í byrjun júní 2015.
Önnur tækni, sem einnig er til þess fallin að auka hraða á xDSL
tengingum nefnist bonding og hefur hún einnig verið prófuð samhliða
Vigrunartækninni. Bonding gengur út á að í stað þess að ein lína (eitt
par) sé notuð fyrir samband inn á heimili, eins og vaninn hefur verið,
eru notaðar tvær línur/pör eða fleiri. Þessar línur eru svo „bundnar“
saman og mynda þá eina fjarskiptarás sem u.þ.b. tvöfaldar gagnahrað
ann miðað við eina línu. Þessa tækni er einnig hægt að nota til að auka
langdrægni frá götuskápum og símstöðvum miðað við núverandi
gagnahraða sem i boði er.
Þróunin á xDSL tækni heldur áfram og innan nokkura ára mun líta
dagsins ljós svokölluð G.fast tækni en þessi tækni gefur möguleika á
að fara með hraða á styttri koparlínum í allt að 1Gb/s. Það er því ljóst
að koparlínur sem flutningsmiðill eiga mörg góð ár framundan. Mynd
2 sýnir þróunina.
Ljósheimtaugar í nýjum hverfum
Míla hefur markað sér stefnu um að leggja ljósheimtaugar í ný hverfi,
í stað koparheimtauga. Ljósleiðarakerfi Mílu er svokallað GPON (e.
Gigabit Passive Optical Network) sem er algengasta FTTH (e. Fibre To
The Home) lausn símafyrirtækja í Evrópu. Í GPON er enginn virkur
búnaður á leiðinni frá símstöð og til endanotanda. Einn ljósleiðara
þráður liggur frá símstöð og í hjávirkan deili sem deilir svo ljósinu til
allt að 128 notenda. GPON högun sparar því ljósleiðaraþræði og
bilanatíðni er minni og afhendingaröryggi meira miðað við önnur
FTTH kerfi. Í núverandi GPON kerfi er samnýttur gagnahraði 2,5 Gb/s
til viðskiptavina og 1,2 Gb/s frá þeim. Auðvelt er að uppfæra GPON í
10 Gb/s og jafnvel meira í framtíðinni.
Almenn notkun
Þjónustuaðilar sem að selja VDSL2 tengingar Mílu eru í flestum tilfell
um að bjóða sínum viðskiptavinum 50 Mb/s niðurhalshraða. Þess ber
þó að geta að þetta er bara Internet hraði. Auka 20 Mb/s fyrir
IPsjónvarp, allt að tvær HD rásir koma ofan á þessi 50 Mb/s og því er
heildahraði VDSL2 tenginga Mílu um 70 Mb/s.
Mynd 2: Þróun á xDSL tækni
Í dag er almennt ekki mikil eftirspurn eftir hraðari tengingum en 50
Mb/s á sekúndu. Venjulegt heimili nýtir aðeins hluta af þeim hraða, en
sem dæmi þá tekur netleikur yfirleitt ekki meira en 0,5 – 1 Mb/s og
sama má segja um tónlistarveitur eins og Spotify. Netflix eða Appletv
eða annað myndbandsstreymi, tekur um það bil 35 Mb/s. Eftirspurnin
á þó vafalaust eftir að breytast, eins og þróun undanfarinna ára hefur
sýnt. Míla mun fylgjast vel með þeirri þróun og vera tilbúin til að svara
kröfum sinna viðskiptavina í framtíðinni.
Ljósveitan aðgengileg um allt land
Míla hefur þegar tengt yfir 114 þúsund heimili um land allt og í hverri
viku bætast fleiri heimili við sem hafa möguleika á að nýta sér
Ljósveitu. Götuskápar hafa verið settir upp á höfuðborgarsvæðinu og
á þéttbýlisstöðum á Suðvesturlandi. Einnig stendur yfir vinna við að
setja upp götuskápa á stærri þéttbýlisstöðum utan Suðvesturlands á
árinu s.s. á Akureyri, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Á
minni þéttbýlisstöðum á landinu er ljósveitubúnaður settur upp í sím
stöð og geta heimili sem eru í innan við 1000 metra línulengd frá stöð
nýtt sér þjónustuna. Nú þegar er Ljósveita frá símstöð komin á flesta
þéttbýlisstaði á landinu og heldur uppbygging áfram á þessu ári..
ADSL á Íslandi 15 ára
Í desember síðastliðnum voru komin 15 ár síðan byrjað var að veita
ADSL þjónustu á landinu. Fyrsti ADSL viðskiptavinurinn var tengdur
þann 1. desember 1999. Þótti ADSL þjónustan mikil framför á þeim
tíma og svaraði hún eftirspurn eftir hraða tengingar sem þá var. En
síðustu ár hefur eftirspurn eftir hraðari tengingum aukist hratt, ekki síst
með tilkomu nýrrar tækni í tölvubúnaði, símum og fleiru, og er nú
óðum verið að skipta ADSL þjónustu út fyrir hraðari þjónustu sem er
veitt með xDSL eða ljósleiðaratækni. ADSL svarar þó enn almennri
þörf fyrir internethraða og getur vel skilað IP sjónvarpi til notenda.