Verktækni - 2015, Side 71

Verktækni - 2015, Side 71
verktækni 2015/20 71 tækni- OG vísindaGreinar Hljóðhönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ Guðrún Jónsdóttir, hljóðverkfræðingur Verkfræðistofan Efla, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Fyrirspurnir: gudrun.jonsdottir@efla.is Húsnæði framhaldsskólans í Mosfellsbæ er bygging þar sem sveigjan- leiki er hafður í fyrirrúmi og opin og fjölbreytileg rými nýtt til þess að mæta óhefðbundnum og verkefnamiðuðum kennsluaðferðum sem eiga að stuðla að auknum samskiptum og nýsköpun. Hljóðhönnun húsnæðisins tekur mið af þessum markmiðum og notkun og starfsemi hvers rýmis fyrir sig þar sem markmið fyrir hljóð- hönnun voru háleit. Hér var leitast við að nota sveigjanlegar og umhverfisvænar lausnir í samvinnu við arkitekta og aðra hönnuði. Í þessari samantekt eru einungis nokkur atriði kynnt og er greina- gerðin því ekki tæmandi fyrir öll atriði tengdri hljóðhönnun hússins. Hljóðhönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var unnin af EFLU verkfræðistofu en hönnun skólabyggingarinnar fór fram á árunum 2010-2012,framkvæmdir hófust árið 2012. Byggingin er rúmlega 4000 m2 og hýsir í dag 400-500 nemendur ásamt kennurum og öðru starfsfólki skólans. Hönnunarteymi FMOS samanstóð af A2F arkitektum, Almennu verkfræðistofunni (burðarþol, lagnir og loftræsingu ásamt umhverfisráðgjöf), Drekaflugu lýsingarhönnun, VSI brunaráðgjöf og MFF landslagshönnun. Bryndís Bolladóttir hönnuður annaðist listskreytingu skólans. Verkkaupi er Framkvæmdasýsla Ríkisins og Mosfellsbær. Bygging er vottuð samkvæmt BREEAM umhverfisvottunarkerfi og hlaut húsið einkunnina „Very Good“. INNGANGUR Mynd 1: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. Ljósmyndari: Íris Ríkharðsdóttir. Hönnunarmarkmið – forsendur Þegar hönnun skólabyggingarinnar fór fram, lá íslensk byggingarreglu- gerð frá árinu 1998 til grundvallar. Árið 2011 tók gildi íslenskur gæðaflokkunarstaðall ÍST45 fyrir hljóð- flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Í staðlinum er að finna fjóra gæðaflokka þar sem gerðar eru mestar kröfur í hljóðflokki A en minnstu kröfurnar má finna í hljóðflokki D. Á þeim tíma sem hönnun fram- haldsskólans stóð yfir, voru gefin út drög að þessum staðli og þar mátti finna viðmiðunargildi fyrir framhaldsskóla. Markmið fyrir hljóðhönnun byggingarinnar var að uppfylla hljóðflokk C eftir fremsta megni í sam- ræmi við gæðastaðalinn. Í ákveðnum rýmum var markmið að uppfylla kröfur hljóðflokks B úr fyrrnefndum staðli. Í töflum 1-4 má sjá hluta af hönnunarforsendum.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.