Verktækni - 2015, Side 73

Verktækni - 2015, Side 73
TÆKNI- OG vísINdaGreINar verktækni 2015/20 73 Utanhúss hljóðreikningar Umferðarhávaði umhverfis framhaldsskólann í Mosfellsbæ var reikn- aður í tengslum við hönnun skólans. Sett var upp þrívíddarlíkan, sem sýnir dreifingu hljóðs um svæðið. Mikilvægt var að reikna hávaða- áraun umhverfis skólann, til þess að tryggja að kröfur um hljóðstig frá umferð væru uppfylltar í tilteknum rýmum skólans. Reglugerð - umferðahávaði Í reglugerð um hávaða nr. 724/2008 frá árinu 2008 er að finna ákvæði um viðmiðunargildi fyrir umferðarhávaða, sjá töflu 5. *)Hávaði utan við húsvegg má vera meiri ef tryggð er bein aðfærsla útilofts um hljóðgildrur. Viðmiðunargildin „inni“ í töflunni miðast við lokaða glugga en opnar loftrásir. Eins og sjá má í töflu 5 gilda engin mörk um hversu mikill hávaði má vera utan við glugga við framhaldsskóla, á hávaðalitlum vinnustöð- um og skrifstofubyggingum, en uppfylla þarf kröfur um að hljóðstig inni sé ekki hærra en 35 dB(A) í kennslustofum framhaldsskóla og 40 dB(A) í tilfelli hávaðalítilla vinnustaða. Í töflu 6 má sjá viðmiðunargildi úr frÍST45:2011 fyrir hljóðstig inn- anhúss frá umferð í mismunandi rýmum framhaldsskóla. Tegund húsnæðis Við húsvegg Inni dB(A) dB(A) Íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum 55 30 Íbúðarhúsnæði á verslunar- , þjónustu- og miðsvæðum 65 30 Dvalarrými á þjónustustofnum þar sem sjúklingar eða vistmenn dvelja yfir lengri tíma 55* 30 Iðnaðarsvæði og athafnasvæði - 35 Frístundabyggð 45 Leik- og grunnskólar 55* 30 Kennslurými fyrir framhaldsskóla - 35 Hávaðalitlir vinnustaðir s.s. skrifstofur og sambærilegt - 40 Tafla 5. Viðmiðunargildi fyrir umferðarhávaða, jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir sólarhring (ÁDU). [Reglugerð nr. 724/2008 um hávaða, Umhverfisráðuneytið 2008]. Tafla 6. Hljóðflokkar fyrir skólabyggingar. Hæstu viðmiðunargildi fyrir A-vegið jafngildishljóðstig innanhúss, Lp,Aeq,T frá umferð, frÍST45. Forsendur Framkvæmdir voru útreikningar á núverandi ástandi. Forsendur fyrir umferðarmagni núverandi ástands eru fengnar frá fyrri verkum unnum fyrir Mosfellsbæ og stuðst við talningar sem framkvæmdar voru árin 2006/07. Eftir samdrátt í þjóðfélaginu síðustu ár má gera ráð fyrir því að umferðarmagn hafi dregist saman sem nemur um 2-3 árum og því rökrétt að styðjast við tölur úr fyrra verkefni. Þessar forsendur eiga aðallega við um Vesturlandsveg en fyrir Langatanga og Háholt virðist umferðarmagn haldast óbreytt í framtíðarspánni enda erfitt að spá fyrir um umferðaraukningu þar en þó var áætlað að hún yrði meiri á minni götum umhverfis skólann með tilkomu hans. Eftirfarandi töflur sýna þær forsendur sem notaðar voru við útreikninga á hávaðaárun fyrir núverandi og framtíðarástand. Útreikningar sem framkvæmdir voru árið 2009 af Verkís í tengslum við deiliskipulag svæðisins voru nýttar til ákvörðunar á magni umferð- ar fyrir framtíðarástand – árið 2017. Gerð notendasvæðis Mælistærð Flokkur A Flokkur B Flokkur C Flokkur D Lp,Aeq,24h dB(A) dB(A) dB(A) dB(A) Í skólastofum, fyrirlestarsölum og fundarherbergjum 25 25 30 35 Í öðrum vinnuherbergjum, skrifstofum og bókasöfnum 30 30 35 40 Í öðrum rýmum 1) svo sem matsölum og leikfimisölum 30 35 40 45 1) Séu rýmin gerð fyrir blandaða starfsemi skal flokka þau eftir viðmiðunargildum fyrir fyrirlestrarsali. Vegur/Gata Umferðarþungi á sólarhring (ÁDU) Hraði bíla [km/klst] Hraði þungra bíla [km/klst] Hlutfall þungra bíla [%] Vesturlandsvegur 9.900 70 60 5 Langitangi 5.000 30 30 4 Háholt 1.000 30 30 0 Tafla 7. Núverandi umferðarmagn áætlað út frá talningu frá árinu 2006/2007.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.