Verktækni - 2015, Blaðsíða 73

Verktækni - 2015, Blaðsíða 73
TÆKNI- OG vísINdaGreINar verktækni 2015/20 73 Utanhúss hljóðreikningar Umferðarhávaði umhverfis framhaldsskólann í Mosfellsbæ var reikn- aður í tengslum við hönnun skólans. Sett var upp þrívíddarlíkan, sem sýnir dreifingu hljóðs um svæðið. Mikilvægt var að reikna hávaða- áraun umhverfis skólann, til þess að tryggja að kröfur um hljóðstig frá umferð væru uppfylltar í tilteknum rýmum skólans. Reglugerð - umferðahávaði Í reglugerð um hávaða nr. 724/2008 frá árinu 2008 er að finna ákvæði um viðmiðunargildi fyrir umferðarhávaða, sjá töflu 5. *)Hávaði utan við húsvegg má vera meiri ef tryggð er bein aðfærsla útilofts um hljóðgildrur. Viðmiðunargildin „inni“ í töflunni miðast við lokaða glugga en opnar loftrásir. Eins og sjá má í töflu 5 gilda engin mörk um hversu mikill hávaði má vera utan við glugga við framhaldsskóla, á hávaðalitlum vinnustöð- um og skrifstofubyggingum, en uppfylla þarf kröfur um að hljóðstig inni sé ekki hærra en 35 dB(A) í kennslustofum framhaldsskóla og 40 dB(A) í tilfelli hávaðalítilla vinnustaða. Í töflu 6 má sjá viðmiðunargildi úr frÍST45:2011 fyrir hljóðstig inn- anhúss frá umferð í mismunandi rýmum framhaldsskóla. Tegund húsnæðis Við húsvegg Inni dB(A) dB(A) Íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum 55 30 Íbúðarhúsnæði á verslunar- , þjónustu- og miðsvæðum 65 30 Dvalarrými á þjónustustofnum þar sem sjúklingar eða vistmenn dvelja yfir lengri tíma 55* 30 Iðnaðarsvæði og athafnasvæði - 35 Frístundabyggð 45 Leik- og grunnskólar 55* 30 Kennslurými fyrir framhaldsskóla - 35 Hávaðalitlir vinnustaðir s.s. skrifstofur og sambærilegt - 40 Tafla 5. Viðmiðunargildi fyrir umferðarhávaða, jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir sólarhring (ÁDU). [Reglugerð nr. 724/2008 um hávaða, Umhverfisráðuneytið 2008]. Tafla 6. Hljóðflokkar fyrir skólabyggingar. Hæstu viðmiðunargildi fyrir A-vegið jafngildishljóðstig innanhúss, Lp,Aeq,T frá umferð, frÍST45. Forsendur Framkvæmdir voru útreikningar á núverandi ástandi. Forsendur fyrir umferðarmagni núverandi ástands eru fengnar frá fyrri verkum unnum fyrir Mosfellsbæ og stuðst við talningar sem framkvæmdar voru árin 2006/07. Eftir samdrátt í þjóðfélaginu síðustu ár má gera ráð fyrir því að umferðarmagn hafi dregist saman sem nemur um 2-3 árum og því rökrétt að styðjast við tölur úr fyrra verkefni. Þessar forsendur eiga aðallega við um Vesturlandsveg en fyrir Langatanga og Háholt virðist umferðarmagn haldast óbreytt í framtíðarspánni enda erfitt að spá fyrir um umferðaraukningu þar en þó var áætlað að hún yrði meiri á minni götum umhverfis skólann með tilkomu hans. Eftirfarandi töflur sýna þær forsendur sem notaðar voru við útreikninga á hávaðaárun fyrir núverandi og framtíðarástand. Útreikningar sem framkvæmdir voru árið 2009 af Verkís í tengslum við deiliskipulag svæðisins voru nýttar til ákvörðunar á magni umferð- ar fyrir framtíðarástand – árið 2017. Gerð notendasvæðis Mælistærð Flokkur A Flokkur B Flokkur C Flokkur D Lp,Aeq,24h dB(A) dB(A) dB(A) dB(A) Í skólastofum, fyrirlestarsölum og fundarherbergjum 25 25 30 35 Í öðrum vinnuherbergjum, skrifstofum og bókasöfnum 30 30 35 40 Í öðrum rýmum 1) svo sem matsölum og leikfimisölum 30 35 40 45 1) Séu rýmin gerð fyrir blandaða starfsemi skal flokka þau eftir viðmiðunargildum fyrir fyrirlestrarsali. Vegur/Gata Umferðarþungi á sólarhring (ÁDU) Hraði bíla [km/klst] Hraði þungra bíla [km/klst] Hlutfall þungra bíla [%] Vesturlandsvegur 9.900 70 60 5 Langitangi 5.000 30 30 4 Háholt 1.000 30 30 0 Tafla 7. Núverandi umferðarmagn áætlað út frá talningu frá árinu 2006/2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.