Verktækni - 2015, Page 78

Verktækni - 2015, Page 78
TÆKNI- OG vísINdaGreINar 78 verktækni 2015/20 Mynd 13: Úr vinnurými framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ljósmyndari: Íris Ríkharðsdóttir. Gert hefur verið ráð fyrir steinull í loft vinnurýmisins. Ljóst er að miðað við þetta efnisval munu kröfur hljóðflokks B/C vera uppfylltar. Tæknibúnaður Í skólabyggingunni er blandað loftræsikerfi (e. hybrid), þ.e. blandað með vélrænni og náttúrulegri loftræsingu. Í kennslurýmum var um að ræða vélrænt útsog, en innloftun með hljóðdeyfðum ristum í útvegg. Þá voru hannaðar sérstakar yfirfallsristar í samráði við loftræsihönnuði, sem uppfylltu kröfur um loftmagn en að auki hefðu fullnægjandi hljóðeinangrun. Yfirfallsristarnar eru staðsettar í veggjum við kennslu- rýmin og þannig var nauðsynlegt að tryggja að þær myndu ekki skerða heildar hljóðeinangrun veggjarins. Til viðbótar við þessa nálgun var komið fyrir CO2 skynjurum ásamt viðeigandi mótorum á inntök í útveggjum. Til þess að tryggja að hljóð- stig frá þessum búnaði færi ekki yfir sett mörk, þ.e. hljóðstig frá tækni- búnaði innan kennslurýmanna, voru framkvæmdir útreikningar í Odeon. Í þessum útreikningum, voru áhrif þess metin að koma fyrir mis- miklu magni af steinull umhverfis mótorinn og tryggja þannig að hljóðstig væri innan tilskilinna marka. Hljóðstig - búnaður Við líkanreikningana var hljóðgjafinn skilgreindur í samræmi við deili frá arkitektum, þar sem tekið var tillit til uppbyggingar loftinntakanna, staðsetningu mótorsins, stefnuvirkni hans og heildarhljóðgjöf. Þá voru Mynd 14: Niðurstöður hljóðvistarreikninga í Odeon v.10.1 í opnu vinnurými FMOS. Flokkun samkvæmt frÍST45:2011 fyrir sameiginleg svæði.                                        Stærð Hljóðísogsflokkur Auka kröfur Annað Loft Allur loftflötur (steinull), ~143 m2 C, αw≥0.6 50 mm steinull í lofti ásamt álímdum glertrefjadúki Tafla 13: Hljóðísogs-aðgerðir í opnum vinnurýmum. áhrif þess að skilgreina steinull innan við málmflöt metin. Hljóðgjöf frá mótorunum var einfölduð og hljóðstig reiknað fyrir nokkur við- miðunargildi. Hér er eitt tilfelli sýnt þar sem hljóðgjöf var miðuð við 60 dB í 1 m fjarlægð frá búnaðinum. Niðurstöðurnar eru sýndar sem net fyrir A-vigtað hljóðstig [SPL(A)], í 1,2 m hæð yfir gólffleti. Þá eru einnig sýndar niðurstöður fyrir X(50) út frá S-kúrfu, e. cumulative distributation function, þ.e. meðalgildi fyrir hljóðstigið yfir kennslustofuna. Mynd 15: Þrívíddarlíkan af kennslustofu með loftinntökum og móturum.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.