Verktækni - 2015, Síða 79

Verktækni - 2015, Síða 79
TÆKNI- OG vísINdaGreINar verktækni 2015/20 79 Af þessum útreikningum má sjá að með einangrun sem skilgreind var í samræmi við deili arkitekta, má gera ráð fyrir að hljóðstig innan kennslurýmisins muni lækka um allt að 5-6 dB með notkun á steinull. Niðurstaða þessarar greiningar var að koma því magni af steinull umhverfis búnaðinn eins og lagt var til í upphafi. Lokaorð Hér hefur hljóðhönnun framhaldsskólans í Mosfellsbæ verið lýst. Þau atriði sem skoðuð voru, varða hönnunarmarkmið, hávaðaáraun frá umferð, hljóðeinangrun útveggja, hljóðvist innan rýma sem og grein- ing á hljóðstigi innandyra frá tæknibúnaði. Þá hefur aðgerðum og útreikningum verið gerð skil. Ljóst er að markmið fyrir hljóðhönnun skólans hafa verið uppfyllt í flestum tilfellum og hafa nemendur og kennarar lýst yfir ánægju sinni með hana. Í skólanum voru nýttar hljóðísogslausnir sem eru auk þess listskreyting í skólabyggingunni, og hefur það ekki síst vakið athygli á þessum málaflokki. Athyglisvert er að samtvinna þessa þætti þverfaglega þannig að þeir geti stutt hvorn annan. Á næstunni verða framkvæmdar hljóðmælingar í skólanum til þess að sannreyna niðurstöðurnar og meta þannig hljóðhönnunina enn frekar og hvernig til hefur tekist. Þannig verður gerður saman- burður á hönnun og niðurstöðum mælinga. Þessi nálgun er gríðarlega mikilvæg við að meta ávinning, nákvæmni líkangerðar og útreikninga, leggja mat á endanlega vinnu sem og veita aðhald við framkvæmd og eftirlit. Hljóð er óáþreifanlegt fyrirbæri og gjarnan getur verið erfitt leggja mat á hvað skiptir mestu máli varðandi hljóðhönnun og hvað ekki. Mikilvægt er fyrir greinina að stuðla að upplýsingagjöf og vinna mark- visst að því að notendur mannvirkja upplifi hvað góð hljóðvist sé og af hverju hún skipti máli. Þó er algengt að ráðgjafar séu kallaðir til þegar ákveðnir þættir eru komnir í óefni og þarfnast lagfæringar. Útilokað er að koma alfarið í veg fyrir slíkt, en með aukinni upplýs- ingagjöf og ekki síst með lögum sem Mannvirkjastofnun vinnur eftir, þar sem gerð er sú krafa að hljóðhönnun sé hluti af hönnun nýbygginga sem og ábyrgðalýsingu hönnuða, þá mun hljóðvist í byggingum með tíð og tíma færast í betra horf. Án hljóðísogs – X(50)=50,1 dB Með hljóðísogi – X(50)= 45,9 dB Hljóðgjafi skilgreindur 60 dB.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.