Morgunblaðið - 19.05.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.05.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 4. júní 2021 kl. 16.00 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Upplýsingar um fundinn og ársreikning má nálgast á heimasíðu sjóðsins www.landsbankinn.is/ltfi Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andrés Magnússon andres@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði eindregið við því í gær að breskir þegnar legðust í ferðalög til annarra landa en þeirra sem hefðu fengið grænt ljós. Ísland er eitt fárra landa þar á meðal. Í Bretlandi tók á mánudag gildi „umferðarljósakerfi“ um ferðalög, þar sem lönd fá grænt ljós, gult eða rautt eftir smithættu. Í gær tók Bor- is svo af öll tvímæli um að lönd með gult ljós væru ótæk til þess að fara þangað í sumarleyfi. Aðeins 12 lönd eða svæði fá grænt ljós, sum æði fjarlæg eða fátíð til sumarleyfisferða. Í raun eru þar að- eins þrjú lönd sem telja má til al- gengra áfangastaða Breta í sumar- leyfum: Ísland, Ísrael og Portúgal. Ekkert stökk hjá Bretum Kristófer Oliversson, formaður Félags í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir þessa yfirlýsingu ánægjulega, en óvíst að hún hafi mikil áhrif. „Það er nokkuð síðan Bretar gáfu okkur grænt ljós, en þótt þeir hafi verið að kroppast inn hafa þeir ekki verið að koma hingað í þeim mæli sem við hefðum kosið.“ Kristófer minnir á að Bretar hafi verið með helstu ferðamönnum í landinu yfir veturinn, en að sumar- lagi virðist þeir fremur kjósa sólina og því flykkist þeir nú til Portúgals. „Auðvitað er að lifna mjög yfir bókunum almennt, sérstaklega síð- ari hluta sumars, en það hefur ekki orðið neitt stökk hjá Bretunum enn. Því miður.“ »ViðskiptaMogginn Ísland með grænt ljós hjá Bretum - Boris varar við „gulum svæðum“ AFP Bretland Boris Johnson mælir með ferðum til „grænna“ landa. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, er fyrsta transkonan til þess að gegna embætti forseta borg- arstjórnar. Hún tók formlega við embættinu í gær á fundi hennar. Alexandra heillaðist af ráðhúsinu og borgarmálunum strax á barnsaldri, en í æsku vandi hún komur sínar þangað til ömmu sinnar sem vann í móttöku hússins. Pawel Bartoszek, sem áður var for- seti borgarstjórnar, mun nú fara fyrir skipulagsráði. Morgunblaðið/Eggert Formlega tekin við embætti forseta Fyrsta transkonan í embætti forseta borgarstjórnar Andrés Magnússon andres@mbl.is Frumvarp um að Ríkisútvarpið ohf. (Rúv.) hætti að selja auglýsingar og kostun dagskrárliða er komið á dag- skrá Alþingis. Markmið frumvarpsins er að jafna samkeppnisstöðu einka- rekinna fjölmiðla gagnvart ríkisreknu fjölmiðlafyrirtæki. Flutningsmenn eru þeir Óli Björn Kárason og Brynj- ar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. „Þetta er tiltölulega einföld breyt- ing í tveimur skrefum,“ segir Óli Björn í samtali við Morgunblaðið. „Við leggjum til að á næsta ári verði verulega dregið úr samkeppnis- rekstri Rúv. og alfarið eftir 2023.“ Lagt er til bráðabirgðaákvæði um að bein sala á auglýsingum verði bönnuð, hlutfall auglýsinga megi ekki fara yfir fimm mínútur á klukkutíma, ekki megi slíta í sundur dagskrárliði með auglýsingum og loks er lagt til að kostun verði bönnuð. „Þetta er einfaldlega lykilforsenda þess að hér verði til heilbrigt og eðli- legt rekstrarumhverfi frjálsra fjöl- miðla,“ segir Óli Björn. Hann gefur lítið fyrir hugmyndir um að þá þurfi að „bæta“ Rúv. tekju- missinn með skattfé. „Þá er spurning hvort Ríkisútvarpið eigi ekki að bæta sjálfstæðum miðlum það tjón sem þeir urðu fyrir þegar Rúv. valtaði yfir auglýsingamarkaðinn í kringum heimsmeistarakeppnina.“ Hlutverk ríkisfjölmiðilsins Hann segir að í framhaldinu þurfi menn að ræða af hreinskilni hvert hlutverk Rúv. eigi að vera. „En það getur ekki verið fjölmiðill sem er í beinni harðri samkeppni við sjálf- stæða fjölmiðla og brenglar allan markaðinn. Það getur ekki verið hlut- verk ríkisfjölmiðils.“ Óli Björn segist vongóður um und- irtektir þingmanna í öðrum flokkum. „Ef menn meina eitthvað með því að búa til heilbrigt umhverfi fyrir fjöl- miðla, þá hljóta þeir að vera tilbúnir að stíga það skref að draga Rúv. út af samkeppnismarkaði, að minnsta kosti hvað varðar tekjumyndun fjölmiðla.“ Auglýsingar og kostun af Rúv. - Frumvarp sem tekur Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði á dagskrá Alþingis - Gert ráð fyrir 2 ára aðlögun - Kemur í ljós hvað menn meina segir Óli Björn Morgunblaðið/Eggert Alþingi Óli Björn Kárason er ásamt Brynjari Níelssyni flutningsmaður frumvarpsins um að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Kyrrðarstund var haldin við Tjörn- ina í Reykjavík í gærkvöldi, þar sem kveikt var á kertum til minn- ingar um þau börn og fullorðna sem látið hafa lífið í árásum Ísraels á Palestínu síðustu níu daga. Í yfirlýsingu frá félaginu Ísland- Palestína er bent á að 209 ein- staklingar hafi verið drepnir í árás- um Ísraels á Palestínu undanfarna daga, þar af 61 barn. Ekki sjái fyrir endann á árusunum. Íbúar Palestínu búi við stöðugan ótta við að verða drepnir, að hús þeirra verði jöfnuð við jörðu og um að missa ástvini. Á sama tíma kom- ist flóttamenn ekki í burtu frá Gaza-svæðinu. Kveiktu á kertum við Tjörnina - Kyrrðarstund til minningar um látna í Palestínu Morgunblaðið/Eggert Enginn greindist með kórónuveir- una innanlands í fyrradag. Í gær voru 58 í ein- angrun og 120 í sóttkví, sem er fækkun smita frá deginum áður þegar 63 voru í einangrun og 165 í sóttkví. Ekkert smit greindist í fyrri eða seinni skimun á landamærunum í fyrradag en einn bíður eftir niður- stöðu mótefnamælingar og annar mældist með mótefni. Á sunnudag greindist eitt smit við fyrri skimun á landamærunum og einn reyndist vera með mótefni. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir fagnaði tíðindunum er mbl.is ræddi við hann í gær. Hann taldi mögulegt að hafa afléttinga- áætlun stjórnvalda til hliðsjónar þegar kæmi að afléttingum að- gerða í næstu viku. Núverandi að- gerðir falla úr gildi 26. maí nk. Enginn greindur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.