Morgunblaðið - 19.05.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er afar mikilvægt fyrir heimili
landsins að fá úr þessu skorið. Af-
borganir af húsnæðislánum eru
stærsti útgjaldaliður flestra og hvert
prósentustig upp eða niður skiptir
gríðarlegu máli,“ segir Breki Karls-
son, formaður Neytendasamtak-
anna.
Neytendasam-
tökin hleypa í dag
af stokkunum
verkefni sem ætl-
að er að fá niður-
stöðu dómstóla í
baráttumáli sam-
takanna um að
lán með breyti-
legum vöxtum
standist ekki lög.
Neytendasamtökin telja að skilmál-
ar velflestra lána séu ólöglegir þar
sem ákvarðanir um vaxtabreytingar
séu verulega matskenndar og ógegn-
sæjar. Af þeim sökum sé ekki hægt
að sannreyna hvort þær séu rétt-
mætar. Hyggjast samtökin stefna ís-
lensku bönkunum vegna þessa. Í dag
verður sett í loftið vefsíðan Vaxta-
malid.is þar sem fólk getur kynnt sér
þetta ítarlega og lagt lóð sitt á vogar-
skálar umræddrar málsóknar.
Ekki hlutlægir mælikvarðar
Breki segir í samtali við Morgun-
blaðið að Neytendasamtökin telji að
bæði skilmálar og framkvæmd
vaxtabreytinga séu á svig við lög.
„Því til stuðnings bendum við á úr-
skurði Neytendastofu, áfrýjunar-
nefndar neytendamála, dóma hér-
aðsdóms og Hæstaréttar frá 2017
auk tveggja dóma Evrópudómstóls-
ins. Allir úrskurðir og dómar eru á
einn veg, ef það eru ákvæði um
breytingar á vöxtum verður að
byggja það á hlutlægum mælikvörð-
um sem eru sannreynanlegir. Sú er
ekki raunin hér og því getur enginn
sannreynt réttmæti ákvarðana um
breytingar á vöxtum,“ segir Breki.
Engar smáupphæðir
Hann segir að flest húsnæðislán
einstaklinga séu með breytilegum
vöxtum. „Þetta varðar á fimmta tug
þúsunda lána til Íslendinga. Af um
1.550 milljörðum króna sem lán til
heimilanna nema eru um 1.300 millj-
arðar lán með breytilegum vöxtum.
Það þýðir að hvert prósentustig upp
eða niður er 13 milljarðar. Þetta eru
engar smáupphæðir.“
Breki segir jafnframt að sam-
kvæmt útreikningum Neytendasam-
takanna hafi bankarnir oftekið vexti
sem nemur 15-45 milljörðum króna á
liðnum árum. Samtökin hafi krafið
bankana um endurgreiðslu en þeir
ekki orðið við þeim kröfum.
Farsælast fyrir alla
aðila að fá niðurstöðu
„Við höfum síðasta eitt og hálft ár
verið í viðræðum og bréfaskriftum
við bankana um þetta. Við höfum
óskað eftir upplýsingum um það til
hvers þeir líta við vaxtaákvarðanir.
Niðurstaðan er að við erum ósam-
mála, við teljum okkar hafa sterkan
rétt en þeir telja sig vera í rétti. Því
er það nánast sameiginleg ákvörðun
að fara með þetta fyrir dóm. Því til
stuðnings má geta þess að Neyt-
endasamtökin hafa fengið styrk hjá
Samtökum fjármálafyrirtækja, með-
al annars til að fara með þetta mál
fyrir dóm. Ég þekki nú fá dæmi um
slíkar styrkveitingar en það sýnir
bara þroska samtalsins. Það er far-
sælast að fá dómstóla til að leiða
þetta mál til lykta. Það er enginn
vondi karlinn í þessu máli.“
Hyggjast safna liði í
málsókn gegn bönkum
- Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg og fara í mál
Morgunblaðið/Golli
Hagsmunir Afborganir af húsnæðislánum skipta almenning miklu.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Það hefur færst í vöxt á undan-
förnum árum að breyta iðnaðar- og
verslunahúsnæði í grónum hverfum
í íbúðir. Þetta hefur m.a. verið gert í
húsum fyrir ofan Hlemm.
Allnokkrum húsum við Brautar-
holt hefur verið breytt í íbúðir. Og
nú stendur fyrir dyrum að byggja
ofan á húsið Brautarholt 16, þar sem
varahlutaverslunin Kistufell hefur
verið til húsa. Kistufell er rótgróin
verslun, stofnuð árið 1952.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur tók
nýlega til afgreiðslu fyrirspurn um
hvort leyft yrði að hækka húsið á lóð
nr. 16 við Brautarholt um tvær hæð-
ir, innrétta sem íbúðir, koma fyrir
svölum, stækka glugga og byggja
stiga- og lyftuhús og hjóla- og
vagnageymslur. Fyrirspurninni var
vísað til umsagnar verkefnisstjóra
skipulagsfulltrúa.
Íbúðir í húsinu við hliðina
Þessi fyrirspurn var lögð fram í
kjölfar þess að skipulagsyfirvöld
samþykktu að breyta húsinu við
hliðina, Brautarholti 18-20 (gamla
Þórskaffi), úr atvinnuhúsnæði í íbúð-
ir. Alls verða innréttaðar 64 íbúðir á
2.-5. hæð í húsunum tveimur. Þær
framkvæmdir eru nú í fullum gangi.
Sömuleiðis er verið að innrétta 16
íbúðir neðar í götunni, í Brautarholti
4a.
Niðurstaða verkefnisstjóra skipu-
lagsfulltrúa var sú að gera ekki
skipulagslega athugsemd við erindið
vegna Brautarholts 16, enda verði
lóðarmörk við götuna færð að hús-
hliðum.
Náið samstarf við sérfræðinga
Vinna skal útfærslu á nýjum íbúð-
um og gæðum umhverfisins svo sem
útfærslu inngarðs á bakhluta lóðar í
nánu samstarfi við sérfræðinga á
skrifstofu skipulagsfulltrúa áður en
sótt er um byggingarleyfi. Meti
skipulagsfulltrúi tillögu að uppbygg-
ingu í samræmi við landnotkun,
byggðamynstur og þéttleika byggð-
ar á svæðinu verður byggingarleyfi
grenndarkynnt hagaðilum með aðal-
uppdráttum og skuggavarps-
uppdráttum á kostnað lóðarhafa.
Samþykki meðlóðarhafa er skilyrt.
„Það reynir jafnan á hönnuði að
koma nýjum íbúðum haganlega fyrir
í eldra húsnæði þar sem breiðir iðn-
aðar- og verksmiðjusalir eru
ríkjandi svo huga verður mjög að
gæðum íbúðanna, ekki síst með tilliti
til birtustigs,“ segir m.a. í umsögn
skipulagsfulltrúa.
Morgunblaðið/sisi
Brautarholt 16 Verslunin Kistufell hefur verið á jarðhæðinni. Áformað er
að byggja tvær hæðir ofan á húsið og innrétta íbúðir á efri hæðum þess.
Kistufelli við
Brautarholt
breytt í íbúðir
- Færst hefur í vöxt að breyta iðn-
aðar- og verslunarhúsnæði í íbúðir
Neytendasamtökin ætla að stefna bönkunum og leita að lántökum sem
vilja fara með mál sín fyrir dóm. Munu samtökin fara með minnst þrjú
mál fyrir dóm til að fá niðurstöðu og dómafordæmi. Bönkunum verður
stefnt til ógildingar skilmála lána með breytilegum vöxtum og endur-
greiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára.
„Að meðaltali eiga lántakendur kröfur frá nokkur hundruð þúsund
krónum upp í nokkrar milljónir á hendur bönkunum. Það er ekki nóg til
þess að það borgi sig fyrir hvern og einn að fara í mál en við sem heildar-
samtök gerum það fyrir hönd einstaklinganna,“ segir Breki.
Hann segir að mikilvægt sé að neytendur bregðist fljótt við til að koma
í veg fyrir fyrningu krafna sinna. Dráttarvextir reiknast frá þeim degi sem
fólk gerir endurkröfu á hendur bönkunum. Breki segir að lögmenn muni
reka málin neytendum að kostnaðarlausu ef það tapast, en fá 20% hlut
ef sigur vinnst. Hægt er að kynna sér þetta nánar á heimasíðunni Vaxta-
malid.is sem verður opnuð í dag og þar fer sömuleiðis fram skráning fyrir
umrædda málsókn.
Munu reka þrjú dómsmál
KRÖFUR EINSTAKLINGA GETA NUMIÐ MILLJÓNUM
Breki
Karlsson
Allur íslenski Eurovision-hópurinn
mun gangast undir kórónuveiru-
próf í dag og á morgun. Ef sama
niðurstaða fæst áfram í dag, og
enginn í hópnum sýnir einkenni,
munu Daði og Gagnamagnið stíga á
svið í hinu svokallaða dómara-
rennsli í kvöld, og svo einnig í
undanúrslitunum annað kvöld.
Í gær komust eftirfarandi lönd
áfram á úrslitakvöldið: Noregur,
Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan,
Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð,
Belgía og Úkraína.
Dómararennsli
fram undan í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Söngur Úrslitakvöldið verður á laugardag.