Morgunblaðið - 19.05.2021, Page 8

Morgunblaðið - 19.05.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Bjarni Jónsson rafmagnsverk-fræðingur skrifar: - - - Það er ekki að-eins á sviði bóluefnaútvegunar, sem hérlendum búrókrötum, höll- um undir Evrópu- sambandið, ESB, ásamt óstyrkum stjórnmálamönnum, tókst að hengja íslenzku þjóðarskútuna aftan í draugaskip Evrópu. - - - Það var einnig gert í loftslags-málunum á sinni tíð, þótt hér séu losunarmál koltvíildis með allt öðrum hætti en í ESB. - - - Þessi undarlega staða gæti hafamyndazt vegna þrýstings frá hinum EFTA-ríkjunum í EES um að fylgja leiðsögn búrókratanna í Brüssel, svo gáfulegt sem það nú er. - - - En í Noregi og Liechtensteiner stjórnkerfið undirlagt af fólki sem hrifið er af þeirri til- hugsun að verða hluti af stórríki Evrópu, þótt t.d. norska þjóðin deili ekki þeim hagsmunatengdu viðhorfum „elítunnar“ með henni. Það er vert að hafa í huga núna á þjóðhátíðardegi Norðmanna, frænda okkar, „Grunnlovsdagen“. - - - Í íslenzka utanríkisráðuneytinuer ekki fúlsað við slíkum „trakteringum“ téðra búrókrata, hvað sem líður drýldni og sjálfs- hóli fyrir sjálfstæðisviðleitni þar á bæ.“ - - - Ekki batnar það þegarbúrókratar gera svo uppkast að skýrslum, sem látið er sem komi utan úr bæ, og notaðar eru til réttlætingar á vondum mál- stað. Bjarni Jónsson Fáum að treysta STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur staðfest niðurstöðu Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn tveimur konum sem fengu ekki að skrá sig sem mæður drengs þar sem hann fæddist með hjálp stað- göngumóður í Bandaríkjunum. Dómstóllinn taldi að ákvörðun Hæstaréttar væri ekki brot á 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem niðurstaða hans hafði ekki rofið rétt kvennanna á friðhelgi fjöl- skyldu þeirra. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi og var drengurinn því ekki skráður sem barn kvennanna þegar hann fæddist. Þess í stað lenti hann í umsjá ríkisins sem kom honum fyrir hjá mæðrum drengsins og tóku þær við uppeldi hans. Þær vildu fá þeirri ákvörðun hnekkt og skráningu sem mæður drengsins en án árangurs. MDE hefur í fyrri dómsmálum komist að þeirri niðurstöðu að stað- göngumæðrun geti ekki falið í sér myndum fjölskyldutengsla í skiln- ingi ákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi fjölskyldunnar. Ekki væri hægt að neita því að fjöl- skyldubönd væru á milli drengsins og kvennanna. Hins vegar taldi MDE að íslensk lög sem bönnuðu staðgöngumæðrun hefðu lögmætt markmið. MDE staðfestir dóm Hæstaréttar - Mæður drengs tapa áfrýjun um skráningu sem foreldrar hans Morgunblaðið/Þórður Dómur Mannréttindadómstóllinn staðfesti dóm um staðgöngumæður. Nýr vefur hefur verið opnaður, þar sem boðið er upp á ýmsa rafræna þjónustu hjá embættum sýslu- manna. Er nýi vefurinn hýstur á slóðinni island.is og veffangið er: island.is/stofnanir/syslumenn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra opnaði vefinn í gær ásamt Kristínu Þórðardóttur, formanni Sýslumannaráðs, og Andra Heiðari Kristinssyni, fram- kvæmdastjóra Stafræns Íslands. Með vefnum er ætlunin að auð- velda aðgengi almennings að upplýs- ingum frá sýslumönnum. Þar verður netspjall, spjallmenni sem svarar spurningum og síðar í mánuðinum verður þjónustuvefur settur upp þar sem hægt er að finna svör við al- gengustu spurningum í helstu mála- flokkum sýslumanna. 4.000 spöruðu sér sporin Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að mikil aukning hafi orðið síðustu mánuði í stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslulausn- um. Er tekið sem dæmi að 80% sóttu sér sakavottvorð í gegnum stafræna sjálfsafgreiðslu í stað þess að mæta á skrifstofu sýslumanna. Þannig hafa um 4.000 manns sparað sér sporin það sem af er ári. Umsóknir um meistarabréf eru nú rafrænar ásamt vottorði um vinnutíma til sveinsprófs. Umsóknir um rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og gististaðaleyfi eru einnig rafrænar. Sérstök áhersla er lögð á að gera allt ferlið varðandi leyfisveitingar staf- rænt og að þjónustan sæki nauðsyn- leg gögn með stafrænum hætti. Þá verða veðbókarvottorð fljótlega raf- ræn, umsókn um fullnaðarskírteini, ný ökuskírteini og endurnýjun öku- skírteinis verður rafræn, umsókn um breytingu á lögheimili og/eða forsjá barns verður stafræn og að auki munu foreldrar geta undirritað samninga sín á milli rafrænt. Rafræn þjónusta sýslumanna aukin - Nýr vefur kominn í loftið á island.is Vefur Áslaug Arna opnaði vefinn í gær ásamt Kristínu Þórðardóttur og Andra Heiðari Kristinssyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.