Morgunblaðið - 19.05.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 19.05.2021, Síða 10
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matvælastofnun hefur stöðvað vinnslu leyfa til eldis á laxi í sjókví- um í Ísafjarðardjúpi á meðan stofn- unin er að rannsaka hvort Skipu- lagsstofnun hafi afgreitt álit á frummatsskýrslum þriggja fiskeld- isfyrirtækja vegna umhverfismats í réttri röð. Röðin sú ræður því hvaða fyrirtæki nýtur forgangs við útgáfu leyfa á frjóum laxi og hvaða fyrirtæki fær ekkert í sinn hlut því að ekki eru nægar heimildir fyrir alla. Eins og nærri má geta eru miklir fjárhagslegir hagsmunir fyr- irtækja í húfi. Um mitt ár 2017, þegar Hafrann- sóknastofnun ákvað að loka Ísa- fjarðardjúpi fyrir eldi á frjóum laxi, vegna hættu á erfðablöndun eld- islax við lax í ám Djúpsins, voru fiskeldisfyrirtækin að undirbúa umsóknir um laxeldi þar. Þau héldu áfram undirbúningi sínum í von um að Hafró myndi endur- skoða áhættumat sitt. Það gerðist í mars á síðasta ári þegar stofnunin endurskoðaði áhættumat fyrir allt landið. Þá var heimilað að vera með allt að 12 þúsund tonna lífmassa í sjókvíum í Djúpinu. Áður hafði sama stofnun áætlað að fjörðurinn myndi bera 30 þúsund tonna eldi en burðarþol og áhættumat þarf ekki að fara sam- an. Sá böggull fylgdi skammrifi að innsta hluta Djúpsins var lokað fyrir eldi á frjóum laxi og setti það strik í áætlanir eins fyrirtækisins. Ákvæði til bráðabirgða Tólf þúsund tonn svara til um- sókna eins eða tveggja fyrirtækja. Hvernig á að úthluta þessum tak- mörkuðu gæðum á sanngjarnan hátt? Þegar lögum um fiskeldi var breytt á Alþingi árinu 2019 var tek- in upp sú meginregla að laxeld- isleyfi á nýjum svæðum sem fengju burðarþolsmat skyldu auglýst og leyfum úthlutað samkvæmt ákveðnum viðmiðum, meðal annars um fjárhæð tilboða. Áður gátu fyrirtækin helgað sér fiskeldis- svæði út frá reglunni fyrstur kem- ur, fyrstur fær. Í bráðabirgðaákvæði laganna var hins vegar tekið fram að gömlu reglurnar giltu í þeim tilvikum þar sem umhverfismat var langt komið og skyldi að minnsta kosti hafa verið skilað frummatsskýrslu fyrir gildistöku laganna. Ekki var hægt að sækja um rekstrarleyfi hjá Mat- vælastofnun fyrr en Skipulags- stofnun hefði lagt blessun sína yfir frummatsskýrslu. Þetta átti ekki síst við um leyfismálin í Ísafjarð- ardjúpi þar sem nokkur fyrirtæki voru í kapphlaupi. Niðurstaðan varð sú að þrjú fisk- eldisfyrirtæki féllu undir þetta bráðabirgðaákvæði en fjórða fyrir- tækið, það minnsta, lenti hinum megin hryggjar. Skipulagsstofnun gaf fyrst álit sitt á frummatsskýrslu Háafells, dótturfélags Hraðfrystihússins – Gunnvarar sem lengi hafði verið með fiskeldi í Djúpinu, því næst Laxeldis- fyrirtæki í hár saman - Matvælastofnun rannsakar hvort Skipulagsstofnun hafi afgreitt í réttri röð umhverfismat þeirra sem áforma laxeldi í Ísafjarðardjúpi - Röðin ræður því hver fær leyfi og hver ekki Morgunblaðið/Eggert Ísafjarðardjúp Fjögur laxeldisfyrirtæki hafa tekið frá pláss fyrir sjókvíar víðsvegar í Djúpinu. Enn er óljóst hve- nær leyfin verða gefin út vegna ágreinings á milli fyrirtækja og við stofnanir hver eigi að vera fyrstur í röðinni. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.