Morgunblaðið - 19.05.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 19.05.2021, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021 ✝ Baldur Krist- jánsson fæddist í Keflavík 6. mars 1951. Hann lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Sléttu- vegi 9. maí 2021. Foreldrar Baldurs voru Guðbjörg Þór- hallsdóttir og Krist- ján Agnar Ólafsson sem bæði eru látin. Þau hjónin skildu 1952. Bróðir Baldurs var Bragi, f. 27.12. 1949, d. 17.6. 2011. Fóstur- foreldrar Baldurs frá tveggja ára aldri voru Sigríður Vilhjálmsdóttir og Einar Stefánsson á Egilsstöðum sem bæði eru látin. Uppeld- isbræður hans eru Vilhjálmur Ein- arsson, f. 5.6. 1934, d. 28.12. 2019 og Stefán Einarsson, f. 8.8. 1940. Eftirlifandi kona Baldurs er Svala Björgvinsdóttir, f. 25.1. 1952. Börn Baldurs og Svölu eru: 1) Sig- ríður, f. 20.4. 1980. Sambýlismaður Abblay Sanneh. Börn: Edda Kaddy og Freyja Fatou. 2) Sif, f. 25.8. 1987. Sambýlismaður Guðmundur Björnsson. Barn: Hekla. 3) Björg- vin Rúnar, stjúpsonur, f. 13.3. 1971. Maki Erla Þórisdóttir. Barn: Hjör- starfaði sem skólasálfræðingur við Fræðsluskrifstofu Reykjaness fyrstu árin. Í framhaldi af því fór hann að vinna að norrænni rann- sókn, „Basun-rannsókninni“, en það er skammstöfun fyrir „Barn- æska og samfélagsumbreytingar á Norðurlöndum“. Árið 1990 flutti fjölskyldan enn og aftur til Sví- þjóðar og nú til Stokkhólms, þar sem Baldur stundaði doktorsnám og vann að fræðistörfum við Lär- arhögskolan í Stokkhólmi og lauk þar doktorsnámi 2001. Haustið 1999 flutti fjölskyldan aftur til Íslands þar sem Baldur vann sem kennari við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands þar til hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Eftir hann liggja mörg fræðaverk. Baldur var mikill áhugamaður um ljósmyndun og vann til verðlauna fyrir fallegar myndir. Hann var með heimasíðu með myndunum sínum á www.flickr.com/coldpix þar sem hann var í samskiptum við áhugaljós- myndara alls staðar að úr heim- inum. Hann og Svala ferðuðust mikið erlendis sem og innanlands og sömuleiðis var Baldur mikið fyrir útivist og gönguferðir. Útför Baldurs fer fram frá Lindakirkju í dag, 19. maí 2021, klukkan 13. Streymt verður frá út- för: https://www.lindakirkja.is/utfarir Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat dís. Börn Björgvins af fyrra sambandi eru Tómas Óli, Svala og stjúpdóttir Elsa. Baldur ólst upp á Egilsstöðum en flutti til Guðbjargar móður sinnar í Keflavík þeg- ar hann var 15 ára. Hann fór í landspróf í Keflavík og eignaðist þar góðan og traust- an vinahóp, „Átt- hagafélagið“, sem hefur staðið þétt saman alla tíð. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og fór til Gauta- borgar í Svíþjóð 1972 þar sem hann stundaði nám í uppeldisfræði og sálfræði og lauk BA-gráðu í sál- fræði 1977. Í framhaldi af því flutti hann til Íslands og starfaði sem kennari við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í 2 ár. Hann kynntist Svölu, eftirlifandi eiginkonu sinni, rétt eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Fjölskyldan flutti til Gautaborgar 1979 þar sem hann hélt áfram sínu námi og útskrif- aðist sem klínískur barnasálfræð- ingur 1982. Í kjölfarið fluttu þau aftur til Íslands þar sem Baldur Hann Baldur kom til Keflavíkur að austan til að búa hjá móður sinni og byrja nýtt líf á nýjum slóð- um á unglingsárunum. Það var auðvitað erfitt að breyta þannig um umhverfi á slíku mótunar- skeiði. Okkur strákunum í Gaggó Kef. leist hins vegar strax vel á hann og úr varð varanlegur vin- skapur. Baldur var ljós yfirlitum eins og hvíti goðinn, prúður og elskulegur drengur. Bubba móðir Baldurs varð einnig góður vinur okkar strákanna sem tengdust Baldri á þessum fyrstu árum hans í Kefla- vík. Bubba var frjálslynd og glað- lynd og hafði mikla trú á okkur unglingunum. Hún hafði gaman af að ræða við okkur þótt við værum mótþróafullir og gagnrýnir eins og tíðarandinn bauð á þessum árum. Það var því oft skemmtilegt að vera heima hjá Baldri og fjöl- skyldu hans. Við félagarnir áttum sameigin- legan þroskaferil og fitjuðum upp á ýmsu skemmtilegu og lærdóms- ríku í gegnum tíðina. Margs er því að minnast þegar horft er til baka. Baldur var ljúfur í samskiptum en gat líka verið harður í horn að taka, til dæmis í fótbolta. Hann lét andstæðingana gjarnan finna til tevatnsins. Baldur var líka öflugur skákmaður og almennt mikill keppnismaður í íþróttum og námi. Hann var ótrúlega seigur í frjáls- um íþróttum, sem við höfðum ekki stundað. Baldur var rosalega sprettharður og með einhvern sér- kennilegan kraft í hverju skrefi. Svo stökk hann mun lengra en við í langstökki og þrístökki og hafði greinilega lært ýmislegt af uppeld- isbræðrum sínum Einarssonum á Egilsstöðum. Hann átti því velgengni að fagna og við nutum vel samvista við hann og liðsauka, hvort sem var í íþróttum, bæjarvinnunni, sumarvinnunni í Fríhöfninni eða í námi upp að háskólastigi. Það var gott að hafa Baldur í liðinu. Erfið reynsla af veikindum Braga, bróður Baldurs, á mennta- skólaárunum hafði mikil áhrif á hann og hefur væntanlega átt sinn þátt í því að beina áhugamálum Baldurs í átt sálar- og uppeldis- fræða, sem hann lagði fyrir sig á háskólaárunum í Svíþjóð. Baldur var frábær fræðimaður á sínu sviði. Norræn rannsókn, sem hann nefndi Barnæskan og nútímavæð- ingin, var tímamótaverk og hafði mikil áhrif á bæði leikskóla- og dagvistunarmál barna hér á landi, sem og öryggismál barna. Baldur fór síðar til starfa við Háskóla Ís- lands á kennslu- og uppeldissviði, þar sem hann átti góðan starfsfer- il. Baldri líkaði vel í Svíþjóð og okkur vinunum fannst hann góður fulltrúi hinnar praktísku og mann- eskjulegu hefðar sem Svíar voru lengi fulltrúar fyrir. Baldur varð persónugervingur hins sænska „Svenssons“ í huga okkar – bæði í gamni og alvöru. Baldur greindist með minnis- glöp langt fyrir aldur fram og hef- ur nú yfirgefið þennan heim af þeim sökum. Á þeim sorglegu tímamótum horfum við til baka og rifjum upp samferð okkar með góðum dreng og góðum vini. Þakk- læti og söknuður er okkur efst í huga. Svala eiginkona Baldurs stóð eins og klettur við hlið hans í gegn- um erfið veikindin, svo aðdáun okkar allra vakti. Við vottum henni og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúð á sorgarstundu. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Átthagafélagar; Stefán, Ingi Valur, Eiríkur, Ingi Matt, Valdimar og Þorsteinn. Á árunum 1996-2001 bjó ég í Stokkhólmi og stundaði fram- haldsnám í læknisfræði á Karol- inska sjúkrahúsinu. Þetta voru frábær ár og fólkið sem ég kynnt- ist þar, bæði Íslendingar og Svíar, urðu nánir vinir sem hafa fylgt mér gegnum lífið. Á deildinni vann íslenskur félagsráðgjafi, Svala Björgvinsdóttir, og varð okkur fljótt afar vel til vina. Svo kynntist ég fjölskyldunni hennar, Baldri og yndislegu dætrum hennar Siggu og Sif, Björgvin bjó á Íslandi. Því- líkur happafengur að kynnast þessari fjölskyldu og vera boðið endalaust í kvöldmat á sunnudög- um, njóta yndislegs félagsskapar og vináttu þeirra og örlætis. Elskulegra og betra fólk er vand- fundið. Baldur, vinur minn, var skemmtilegur, afar brosmildur, nærgætinn og hlýr maður. Hann sýndi lífi manns einstakan áhuga og var afar viðræðugóður. Matar- boðin voru afslöppuð og gefandi, maturinn frábær og ást og vænt- umþykja í loftinu. Baldur valdi vín- ið og bjó til salatsósuna, hvort tveggja frábært enda mikill smekkmaður. Fyrst fluttum við heim til Ís- lands og svo Baldur og fjölskylda einhverjum árum seinna. Baldur hafði búið lengi í Svíþjóð og var kannski orðinn aðeins sænskari en hann var íslenskur, ég er ekki viss. Held að þegar þau fluttu aftur heim til Íslands hafi hann saknað Svíþjóðar jafnvel enn meira en mörg okkar hinna. Öll vorum við önnum kafin við leik og störf, en sem betur hélt vináttan áfram og við héldum alltaf góðu sambandi. Svo gerðist það einn daginn, að Baldur og Svala komu í heimsókn og ég fann að eitthvað hafði breyst. Maðurinn sem elskaði gott vín og var sælkeri á góðan mat var allt í einu lystarlaus, áhugaminni og naut víns og matar ekki eins og venjulega. Blikið í augunum var eitthvað öðruvísi líka. Í kjölfarið greindist minn kæri vinur með alz- heimersjúkdóminn, þann hræði- lega vágest, hann sem var rétt yfir sextugt og ætlaði að fara að ferðast og njóta lífsins, enn meira en áður hafði kannski verið tími til. Svala vinkona mín er einhver sú mesta hetja sem ég þekki. Hún og öll fjölskyldan gerði allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að Baldur nyti lífsins, þrátt fyrir sjúkdóminn sem læddist lymsku- lega honum að með tímanum. Fyr- ir nokkrum árum vorum við saman í uppáhaldsborginni okkar, Stokk- hólmi, að sumri, drukkum kaffi í sólinni og dáðumst að eldri dóttur Siggu sem var þá nýfædd, Baldur naut sín virkilega þennan dag. Ég mun alltaf minnast fallega og elskulega vinar míns hans Bald- urs, með þakklæti og hlýju í hjarta. Bjarta brosið hans á góðum sólardegi í Stokkhólmi, það lifir í minningunni, alltaf. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Svölu minnar og allrar fjölskyldunnar. Gerður Gröndal. Haustið 1969 söfnuðumst við saman í eina kennslustofuna í MH til að mynda nýjan bekk, 3-A, fyrsta og eina latínubekkinn í sögu skólans. Í stofunni sat stór hópur eftirvæntingarfullra unglinga, 26 hressar og kátar ungar stúlkur – og svo við Baldur. Hópurinn hrist- ist saman fljótt og vel enda þekkt- ust mörg okkar fyrir, en óneitan- lega vakti samsetning bekkjarins nokkra athygli í skólanum. Okkur Baldri varð strax vel til vina, við heimsóttum hvor annan, tefldum og hlustuðum á plötur saman. Vin- áttan og samskiptin héldust að menntaskóla loknum og Baldur var einn sá fyrsti sem kona mín Heidi kynntist eftir að hún kom til Íslands. Hún tefldi ekki en við spil- uðum þá bara yatzy í staðinn á meðan spjallað var og grammó- fónninn gekk. Við fluttum til Noregs og tengslin urðu slitróttari en þó náð- um við að heimsækja Baldur í Gautaborg sumarið 1978 og aðeins að endurnýja kynnin. Síðar flutt- um við heim og þegar Baldur fór í doktorsnámið þurfti hann að láta þýða ósköpin öll af efni um rann- sóknir sínar svo hann leitaði til mín og við sátum oft lengi saman og ræddum um bæði efniviðinn og um heima og geima. Baldur var ekki einn af þeim sem hleypa hverjum sem er í það sem þeir vinna að svo ég fékk þarna sjald- gæfa sýn á vinnubrögð hans og fagmennsku. Niðurstöður hans vöktu ekki alls staðar fögnuð en hann hélt því fram, á grundvelli rannsókna sinna, að íslensk börn byggju við lakari uppvaxtarkjör en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndum og að foreldrar ynnu of langan vinnudag frá börn- um sínum. – Ég sá það svo síðar og í öðru samhengi að þetta var svo sannarlega rétt. – Vonandi tókst honum að vekja einhverja til umhugsunar um stöðu íslenskra barna og líklega á einhver eftir að kanna þau mál síðar meir en það verk verður einhver annar en Baldur að vinna því hann greindist með ólæknandi sjúkdóm og varð að hætta störfum við Kennara- háskólann löngu fyrr en til stóð. Við héldum áfram að hittast og fórum í góða göngutúra saman en þeir urðu smám saman styttri því úthald hans varð sífellt minna. Og svo kom Covid-19 og öll samskipti féllu niður þótt við næðum reynd- ar einu sinni að hittast í fyrrasum- ar þegar aðeins var opnað á sam- skipti fólks áður en ný bylgja skall yfir. Þetta vorið hefðum við gömlu bekkjarfélagarnir átt að fagna hálfrar aldar stúdentsafmæli en aðstæður í samfélaginu koma í veg fyrir það og nú hefur enn eitt okk- ar kvatt fyrr en nokkur átti von á. Minn góði vinur er allur en minn- ingin lifir um ljúfan dreng og flug- greindan fræðimann. Við Heidi sendum Svölu og af- komendum þeirra og öðrum ná- komnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Matthías Kristiansen. Við Baldur, náfrændurnir, vor- um næstum nágrannar í æsku en vissum vart hvor af öðrum. Hann uppi á Egilsstöðum og ég niðri á Seyðisfirði. Nú tekur í mesta lagi hálftíma að fara þarna á milli en þá var það varla hægt nema á sumrin og tók þá miklu lengri tíma. „Hvernig var Heiðin“ er það sem mig rámar í að heyra þegar þau úr efra komu í neðra. Á menntaskólaárunum fyrir sunnan vissum við ekkert hvor af öðrum, ég í skólanum íhaldssama, eins og Hannes, og hann í framúrstefnu- skólanum, eins og Stuðmenn. Svo er það árið 1972, þegar ég fer út til náms án skólapláss og at- hvarfs, að ég í sumarlok slæðist til að velja Gautaborg, fer upp í vél til Oslóar sem slæðist til að tefjast svo ég missi af tengifluginu, bók- aður í fyrsta flug daginn eftir og slæðist til að sofa yfir mig. Settur í annað flug, stíg loks inn í Tors- landaflugstöðina í Gautaborg, – og sé Baldur. Hann var að koma með vél frá Kaupmannahöfn og ég, vegalaus og vegabréfslaus, var hólpinn. Stefán Einarsson, frændi okkar og uppeldisbróðir Baldurs, reyndist búa í borginni. Hann var þarna að taka á móti Baldri og tók mig að sér í leiðinni. Nokkrum dögum seinna var ég kominn með vega- bréf, herbergi á stúdentagarði og farinn að sitja fyrirlestra, þökk sé Stebba. Við Baldur náðum strax vel saman. Sér í lagi eru mér minn- isstæð fyrstu námsárin. Við vorum báðir að fikra okkur inn í klassík, munurinn sá að þegar ég talaði um þá fimmtu horfði hann spyrjandi á mig og þegar ég skildi ekki sagði hann að Tjækovskí ætti líka fimmtu. Stebbi frændi bætti úr þessari þröngsýni minni með því að fara með okkur á „þá“ fimmtu í Konserthúsinu. Við vorum líka báðir til vinstri og Baldur fór með mig á kínverskar kvikmyndir í kjallara Stadsbiblioteksins. Þar man ég eftir einni um mann sem sat á stól allur nálastunginn meðan sagað var gat á höfuðið á honum og æxli fjarlægt, svo staulaðist hann út úr herberginu. Ekki viss- um við hvað við ættum að halda um þetta. Á annarri mynd þegar við stóðum upp spurði ég Baldur hvað vonda lykt þetta væri af manninum sem sat fyrir framan okkur. Hvítlaukslykt, sagði heims- maðurinn Baldur. Auk okkar Baldurs voru þarna á Volrat Tham-garðinum tveir bekkjar- og bridsfélagar mínir, Brynjólfur og Guðmundur Ægir. Þessi fjórmenningahópur stytti sér löngum stundir yfir tafli. Bald- ur var öflugur skákmaður og styrkleiki hans var varnarskák. Þessi eiginleiki hans kom sýnileg- ar í ljós í borðtennis sem hann lék af mikilli list þannig að hann stóð vel fyrir aftan borðið og tók í róleg- heitum kúlurnar sem andstæðing- urinn barði niður í borðið og sendi þær til baka fagurlega snúnar. Þetta lýsir Baldri vel. Þegar ég hugsa um Baldur sé ég fyrir mér blítt bros og björt augu. Hann bar nafn með rentu. Baldur merkir sá bjarti, sá blíði. Hermann Þórisson. Samstarfsmaður til margra ára er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Baldur Kristjánsson starf- aði stóran hluta starfsævi sinnar við Kennaraháskóla Íslands, síðar menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Baldur var hugmyndaríkur og gerði margar áhugaverðar rannsóknir á uppeldi og stöðu barna á Norðurlöndum. Við und- irrituð fengum Baldur til sam- starfs í rannsóknarverkefni um skólamenningu og námsáhuga barna hér á landi. Það samstarf var gefandi en Baldur var næmur á allt sem tengdist málfari og textagerð og glöggur þegar kom að túlkun niðurstaðna. Á vinnufundum okkar lék Bald- ur jafnan við hvern sinn fingur en hann var ekki mannblendinn að eðlisfari. Verkefnið var þess eðlis að mikil tími og umræða fór í hönnun spurninga- og viðtalslista. Þar var framlag Baldurs ómetan- legt því hann hafði góða tilfinn- ingu fyrir orðalagi og tengingum við börn og þeirra hugarheim. Á þessum fundum var einnig rætt um menn og málefni og var Baldri jafnan tíðrætt um sína fjölskyldu sem hann unni mjög. Baldur var að hluta til alinn upp á Egilsstöð- um hjá fósturforeldrum. Mikill hlýhugur fylgdi jafnan þegar það fólk bar á góma. Samskipti okkar við Baldur af- mörkuðust að miklu leyti við um- rætt rannsóknarverkefni. Þegar erindaflutningi og greinaskrifum lauk dró úr okkar samskiptum. Baldur vann mikið heima og kom ekki oft í heimsóknir til spjalls og ráðgerða. Eftir á að hyggja hefur heilabilunarsjúkdómurinn, sem bankaði harkalega á dyr hjá hon- um, verið farinn að gera vart við sig en honum fylgir minnkandi þörf fyrir samskipti. Með þessum orðum viljum við þakka fyrir sam- starfið í umræddu rannsóknar- verkefni og góð kynni á samstarfs- árunum í Kennaraháskólanum og á menntavísindasviði. Blessuð sé minning Baldurs Kristjánssonar. Börkur Hansen og Amalía Björnsdóttir. Baldur Kristjánsson ✝ Sylvia Arason Magnus Masa- les fæddist 19. maí 1918. Hún lést 11. júní 2009. Sylvia fæddist í Maintou og ólst upp í Glen- boro, Manitoba. Hún var dóttir Guðrúnar Arason Magnus og Peter G. Magnus (Torfa- son). Sylvia var dótturdóttir Skafta Arasonar sem fæddist á Hamri í Lax- árdal, S-Þingeyjarsýslu, og sonardóttir Torfa Magnússonar sem bjó í Reykjavík og flutti síðar vestur um haf. Sylvia gekk í skóla í Winni- peg og flutti síðar til Calgary þar sem hún hóf starfsferil sinn. Að nokkrum árum liðnum flutti hún aftur til Winnipeg til að sameinast fjöl- skyldu sinni á ný. Sylvia átti langan og farsælan starfs- feril hjá Great West Life trygg- ingarfélaginu eða til 1981 þegar hún giftist Bill Masales og flutti til Miss- isauga við To- ronto. Þegar Bill lést árið 1990 flutti Sylvia aftur til Winnipeg þar sem hún lést 11. júní 2009. Þá höfðu auk eiginmanns henn- ar systkini hennar öll, Eleanore Sinclair og bræðurnir Lloyd og Herman Magnus, lát- ist. Útför hennar fór fram 23. júní 2009 í Winnipeg í Kanada. Sylvia var mikil fjölskyldu- manneskja og var ákaflega stolt af íslenskum uppruna sínum og arfleifð og hélt ávallt nánum tengslum við Arason- og Magn- us-afkomendurna í Kanada. Ör- lögin höguðu því þó þannig að Sylvia giftist seint og eignaðist ekki börn. Hún reyndist hins vegar burðarstoð fjölskyldu sinnar og var nátengd systkin- um sínum og afkomendum þeirra alla tíð. Sylvia var eins og áður sagði afar stolt af uppruna sínum. Hún fór fimm sinnum til Íslands til að hitta ættingja sína í föð- urætt þess sem þetta ritar, þau Jóhönnu Magnúsdóttur, fv. lyf- sala, bróður hennar Brynjólf, Magnús Richardson og þá bræð- ur Jón S. og Hálfdan Helgasyni, stórkaupmenn. Árið 1985 kom Sylvia í síðustu heimsókn sína til Íslands og þá með eiginmann- inum Bill sem heillaðist af landi og þjóð. Eins og Sylvia var Bill í senn myndarmaður, ákaflega hlýr og viðkunnanlegur. Sá sem þetta ritar fæddist 1951 og var því ungur að árum þegar Sylvia og hennar frænd- garður hér á landi tengdust sem mest. Sú skemmtilega tilviljun varð þó síðar þegar Sylvia og Bill urðu óvænt nágrannar okk- ar hjóna. Á árunum 1981-83 var undirritaður í framhaldsnámi við McMaster-háskólann í Ha- milton í Kanada, ásamt eigin- konu og tveimur sonum. Eins og áður sagði flutti Sylvia til Miss- isauga við Toronto síðla árs 1981, þá nýgift Bill en Miss- isauga er aðeins í tæplega 30 mínútna akstursfjarlægð frá Hamilton. Það var óvænt happ fyrir okkur hjónin að verða skyndi- lega nágrannar þeirra. Á fyrsta degi endurfunda okkar og allan námstímann vorum við hjónin og synir okkar tveir umvafin ástúð þeirra, örlæti og um- hyggju sem auðgaði verulega minningu okkar frá þessum tíma. Og við útskriftina að loknu námi mínu vorið 1983 mættu þessi stórglæsilegu hjón og héldu upp á ógleymanlegan dag með okkur. Með virðingu og þakklæti. Gunnar Helgi Hálfdanarson. Sylvia Arason Magnus Masales

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.