Morgunblaðið - 19.05.2021, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2021
Brussel. Eftirminnilegustu tónleik-
arnir voru með Azhkenazy og
Kammersveit Reykjavíkur í
Brugge og ég held að ég hafi séð
allflesta núlifandi píanósnillinga
heimsins á tónleikum. Ég tel að
maður komist ekki nær himnaríki
en að hlusta á Mozart, en á dægur-
lagasviðinu eru það Bítlarnir og
Cream.“
Fjölskylda
Börn Hermanns með fyrrverandi
eiginkonu sinni, sr. Solveigu Láru
Guðmundsdóttir, f. 13.11. 1956,
vígslubiskupi á Hólum eru 1) Bene-
dikt H. Hermannsson, f. 31.1. 1980,
tónlistarmaður og tónmenntakenn-
ari, maki: Auður Jörundsdóttir, for-
stöðumaður Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar. Þau eru bú-
sett í Reykjavík. Synir þeirra eru
Guðmundur Ari Benediktsson, f.
6.4. 2008, og Þorlákur Benedikts-
son, f. 12.9. 2011; 2) Kristín Anna
Hermannsdóttir, f. 7.7. 1988, bók-
menntafræðingur, búsett í Reykja-
vík. Sonur hennar er Huldar Krist-
ínarson Cederborg, f. 11.7. 2014; 3)
Vigdís María Hermannsdóttir, f.
13.7. 1990, mannfræðingur, búsett í
New Orleans.
Systkini Hermanns eru Vigdís
M. Sveinbjörnsdóttir, f. 11.1. 1955,
bóndi og húsmóðir á Egilsstöðum;
Lóa K. Sveinbjörnsdóttir, f. 1.11.
1961, viðskiptafræðingur, búsett í
Garðabæ; Dagfinnur Sveinbjörns-
son, f. 23.3. 1973, stjórnmálafræð-
ingur og forstjóri Arctic Circle, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Hermanns voru hjónin
Pálína Hermannsdóttir, f. 12.9.
1929, d. 4.4. 2018, húsmóðir og
Sveinbjörn Dagfinnsson, f. 16.7.
1927, d. 16.5. 2018, ráðuneytisstjóri.
Hermann
Sveinbjörnsson
Margrét Þorláksdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Steingrímur Guðmundsson
húsasmíðameistari í Reykjavík
Vigdís Oddný Steingrímsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Hermann Jónasson
forsætisráðherra, bjó í Reykjavík
Pálína Hermannsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Pálína Guðný Björnsdóttir
ljósmóðir og húsmóðir
á Syðri-Brekkum
Jónas Jónsson
smiður og bóndi á Syðri-
Brekkum í Blönduhlíð, Skag.
SteingrímurHermannsson
forsætisráðherra
Þuríður Magnúsdóttir
húsmóðir í Helli og Reykjavík
Halldór Jónsson
bóndi í Helli í Ölfusi og
verkamaður í Reykjavík
Magnea Ósk Halldórsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Dagfinnur Sveinbjörnsson
magnaravörður í Reykjavík
Anna Ólafsdóttir
húsmóðir í Dísukoti
Sveinbjörn Guðmundsson
bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ
Úr frændgarði Hermanns Sveinbjörnssonar
Sveinbjörn Dagfinnsson
ráðuneytisstjóri í Reykjavík
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is
„ÞARNA ERTU ÞÁ. VAR ÉG AÐ HRJÓTA
ENN EINA FERÐINA?“
„HVERNIG Á ÉG AÐ GETA FUNDIÐ NOKKURN
SKAPAÐAN HLUT Á MEÐAN ÞÚ GENGUR
ALDREI FRÁ RAKVÉLINNI?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum
yfirnáttúruleg.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA, ÞÚ ERT ÓLÍK ÖÐRUM
KONUM SEM ÉG ÞEKKI
ÞÚ HEFUR EKKI
HLAUPIÐ ÖSKRANDI Í
BURTU
ENN
HÚN VAR Á
UNDAN MÉR!
ÉG HEF ÞAÐ STERKLEGA Á
TILFINNINGUNNI AÐ HRÓLFUR SÉ
AÐ BRJÓTAST INN TIL OKKAR!
ERTU MEÐ
ÁHYGGJUHNÚT Í
MAGANUM?
EKKI BEINT!
Góð yfirlitsgrein var um HelguGuðmundsdóttur í Morgun-
blaðinu á mánudag, en þá varð hún
104 ára. Pálmi Jónsson á Sauð-
árkróki brast í yrkingar þegar
hann las um Helgu:
Gleðinnar hún vekur völd
valdi réttu trúna
Fjögur ár og eina öld
á að baki núna
Þegar vel liggur á mér fer ég
vestur á Granda og fæ mér egg og
beikon í Kaffivagninum. Þar eru
karlar á mínu reki, sem tala um
pólitík og norðaustanáttina í
Vopnafirði. Svo höfum við vit á
hverju því sem á góma ber. Þar
lærði ég þessa stöku eftir Gunn-
laug Pétursson:
Bráðum ellin banar mér,
bíður moldin þekka
en þessa stund sem eftir er
ætla ég mér að drekka.
Helgi R. Einarsson sendi mér
póst: „Lítil hnáta, að verða
tveggja, svaf hjá afa og ömmu í
nótt. Er hún vaknaði skríkjandi,
öryggið uppmálað, voru fréttirnar
í útvarpinu“:
Ekki þetta
Öll þráum við ástríki’ og yl
og það að vera til,
en er guð sinn menn blóta
og börnin svo skjóta
í barnaskap ekkert ég skil.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar
í Boðnarmjöð: „Margir kannast við
vísu eftir Guðmund Þorláksson
sem byrjar svo: Kæpir selur, kast-
ar mer, þar sem þeim heitum sem
notuð eru yfir fæðingar hjá ýmsum
dýrategundum eru gerð skil. En
það er fleira þar sem sérstök heiti
eru notuð yfir sama fyrirbærið
milli tegunda og vonandi að þessi
fjölbreytileiki fái að lifa sem
lengst.
Margir sjá þar skýrar skorður,
skottaheiti eru ei stagl:
Hali, stertur, stél og sporður,
stýri, rófa, dindill, tagl.
Úrgangur sem undan hrýtur
eins fær nöfn er fylgja hjörð:
Mykja, dritur, skarn og skítur,
skepnum fylgir tað og spörð.
Björn Ingólfsson hélt áfram:
Mús á hala, hestur tagl.
Hrútur dindill, stélið gagl.
Nautið stertinn, rakki rófu.
reyður sporð en skott á tófum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frá Kaffivagninum og orð
um menn og skepnur