Morgunblaðið - 22.06.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.06.2021, Qupperneq 1
Starfsmaður Special Tours þrífur bátinn Dagmar og undirbýr hvalaskoðunarferð fyrir forvitna ferðamenn. Báturinn er tólf metra langur og gerir farþegum kleift að fylgjast með dýrunum úr návígi. Fyrirtækið heldur úti alls kyns bátsferðum sem munu eflaust koma til með að njóta vinsælda í sumar meðal bæði erlendra og íslenskra ferðamanna. Fjölmörg ferðaþjón- ustufyrirtæki eru þessa dagana að setja sig í stellingar til að taka á móti erlendum ferðamönnum sem streyma til landsins í meira mæli en sést hefur frá því heimsfaraldurinn hófst. Morgunblaðið/Eggert Gera allt klárt fyrir hvalaskoðanir sumarsins Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 144. tölublað . 109. árgangur . ÞRÍBURAR Ú́TSKRIFAST SAMAN SVARA GAGNRÝNI VEGNA KÖTLU TÓNLEIKARÖÐ TIL HEIÐURS GEIRMUNDI LISTRÆNN ÁGREININGUR 4 STEIG FYRST Á SVIÐ 12 ÁRA 28SMÁ SAMVINNA 2 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sorpsamlögin fjögur á Suðvestur- landi hafa ákveðið að hefja undirbún- ing að innleiðingu nýrrar framtíðar- lausnar til meðhöndlunar á brenn- anlegum úrgangi í stað þess að urða hann. Felst verkefnið í að undir- byggja ákvarðanir um tæknilausnir, staðarval og kostnað og á niðurstaða í því að liggja fyrir innan fjögurra mánaða. Samkvæmt lögum þarf að draga mikið úr urðun sorps hér á landi, eins og annars staðar. Liður í breyt- ingunni er bygging Sorpu á gas- og jarðgerðarstöðinni „Gaja“. „Næsta stóra verkefnið er að afsetja brenn- anlegan úrgang,“ segir Líf Magneu- dóttir, formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að sorpsamlögin fjögur hafi með þessu tekið höndum saman við að innleiða hringrásarhagkerfið. Sorpsamlögin eru, auk Sorpu, Kalka á Suðurnesjum, Sorpurðun Vesturlands og Sorpstöð Suður- lands. Umhverfisráðuneytið stendur að vinnunni með þeim og verður einnig horft til lausna fyrir allt land- ið. Á starfssvæði sorpstöðvanna sem nær frá Gilsfirði í vestri að Markar- fljóti í austri falla til um 83-85% alls úrgangs í landinu. Þegar búið er að flokka frá lífrænan úrgang og endur- vinnanlegan sitja eftir um 100 þús- und tonn á ári sem þarf að brenna í stað þess að urða. Brennslustöð í stað urðunar - Sorpsamlögin fjögur á Suðvesturlandi taka höndum saman um að kanna tækni- lausnir, staðsetningu og kostnað við að koma upp sameiginlegri sorpbrennslustöð MUndirbúa sameiginlega … »11 _ Viðskiptavinum Orku náttúrunn- ar (ON) verður endurgreitt fyrir notkun frá og með 11. júní, í kjölfar þess að kærunefnd útboðsmála ógilti samning borgarinnar við ON varðandi rafhleðslustöðvar. Þetta kom fram í skriflegu svari frá ON í tilefni úrskurðarins. Meðal annars spurðist Morgun- blaðið fyrir um hvort hleðslu- stöðvarnar yrðu á sömu stöðum eða hvort til greina kæmi að fjarlægja þær. Svar ON var að fyrirtækið biði eftir svörum frá borginni en þang- að til yrðu þær í notkun. ON telur mikilvægt að ekki verði rof á þeirri þjónustu sem nú þegar hefur verið byggð upp. Ísorka kærði umræddan samning. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hleðslustöð Gjaldtakan er nú óheimil. ON endurgreiðir í kjölfar úrskurðar Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er mjög bjartsýn. Mér finnst allt vera upp á við. Það hefur gengið betur að selja æðardún nú en undan- farin 3-4 ár,“ sagði Erla Friðriks- dóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensks æðardúns (King Eider) í Stykkishólmi. Hún er einn stærsti útflytjandi æðardúns á Íslandi. Verðið er nú í lægri kantinum að sögn Erlu. Japanir og Þjóðverjar hafa verið helstu kaupendur æðar- dúns. Erla segir að aðalútflutnings- landið nú sé Þýskaland en áður var það Japan. Einnig eru nýir kaup- endur að bætast við. Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, er með æðarvarp á Suðurlandi. Hún sagði að kollan hefði þar orpið snemma í vor. Hún hafði fregnir af því að leið- indaveður hefði haft áhrif á dúntekju í Breiðafirði. Tófa hafði komist í varp á Melrakkasléttu og valdið þar miklum usla. »6 Uppsveifla í sölu á dúni - Þýskaland aðalkaupandi dúns - Verð hefur verið hærra Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Æðarhreiður Ungi að skríða úr eggi. Hreiðrið er fóðrað með dúni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.