Morgunblaðið - 22.06.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 2021
Mjúkir og þægilegir
fótlaga skór fyrir
konur og karla frá
spænska
Bio inniskór
Netverslun
skornir.is
SMÁRALIND
www.skornir.is
Verð8.995
Stærðir 36-46
3 litir
Í Morgunblaðinu í dag er rættvið Karen Halldórsdóttur,
bæjarfulltrúa í Kópavogi, um
Borgarlínu í tilefni af bókun
hennar á bæjarráðsfundi á dög-
unum. Þar lýsir
hún áhyggjum af
því að enn sé
ekki ljóst hver
rekstrarkostn-
aður Borgarlínu
verði, „né hvort
sveitarfélögunum
sé einum ætlað
að bera þann
kostnað“. Þá minnir hún á að það
sé ábyrgðarhluti að fara með
fjármuni almennings, en sú
ábyrgð virðist hafa gleymst í
ákafanum við að ausa millj-
arðatugum, eða þaðan af hærri
fjárhæðum, í þennan risastræt-
isvagn. Loks bendir Karen á að
tillaga Áhugafólks um betri sam-
göngur setji þær skyldur á
kjörna fulltrúa að fjalla um hana.
- - -
Þetta er auðvitað hárréttábending hjá Karen og skilj-
anlegar áhyggjur. Það hlýtur að
vera einsdæmi að mál af slíkri
stærðargráðu sé keyrt áfram jafn
illa undirbúið, vanhugsað og
órökstutt og Borgarlínan er.
- - -
Fyrir þær fjárhæðir sem ætl-unin er að sóa í Borgarlín-
una er hægt að gera gríðarlegar
umbætur í samgöngumálum á
höfuðborgarsvæðinu, samhliða
því að efla almenningssamgöngur
á hagkvæman hátt.
- - -
Borgarlínan er hins vegar ein-ungis fjáraustur og skilar í
besta falli litlu, sennilega engu
og jafnvel minna en það í sam-
göngubótum á svæðinu.
- - -
Hvernig má það vera að fleirikjörnir fulltrúar láti ekki í
sér heyra en raun ber vitni?
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Hvar eru fulltrúar
skattgreiðenda?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Reykjavíkurborg og Félag íslenskra
landslagsarkitekta efna til hönnun-
arsamkeppni um Lækjartorg og að-
liggjandi gatnarými. Hópurinn sem
kemur að vinningstillögunni mun fá
alls sjö milljónir fyrir og hóparnir á
bak við næstu tvær tillögur þar á
eftir fá fimm milljónir hvor.
„Óskað er eftir þátttakendum í
forval vegna fyrirhugaðrar sam-
keppni. Öllum er frjáls þátttaka í
forvalinu en innan teymanna þarf þó
að vera að minnsta kosti einn lands-
lagsarkitekt og einn arkitekt,“ segir
í tilkynningu frá Reykjavíkurborg
um málið. Samkeppnin verði í tveim-
ur þrepum.
„Markmið samkeppninnar er að
fá fram frjóar og áhugaverðar hug-
myndir um hönnun Lækjartorgs og
nærliggjandi gatna. Samkeppnis-
svæðið nær yfir Lækjartorg, Lækj-
argötu frá Hverfisgötu að Austur-
stræti, Austurstræti frá Lækjargötu
að Ingólfstorgi og Bankastræti frá
Þingholtsstræti að Austurstræti,“
segir í tilkynningunni.
Björn Axelsson skipulagsfulltrúi
er formaður dómnefndar. Í henni
sitja einnig Hjálmar Sveinsson
borgarfulltrúi, Orri Steinarsson,
arkitekt og skipulagsfræðingur,
Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt
og Heba Hertervig arkitekt.
Hönnunarsamkeppni um Lækjartorg
- Sjö milljónir fyrir fyrsta sæti og fimm
milljónir fyrir annað og þriðja sæti
Morgunblaðið/Eggert
Lækjartorg Vonast er eftir frjóum
og áhugaverðum hugmyndum.
Engin kórónuveirusmit greindust
innanlands um síðustu helgi, sam-
kvæmt tölum sem birtust í gær á
vefnum covid.is.
Alls voru í gær 15 í einangrun, 41 í
sóttkví og 1.544 í skimunarsóttkví.
Einn var á sjúkrahúsi vegna sjúk-
dómsins.
33 þúsund bólusettir
Áfram verður bólusett við kórónu-
veirunni í þessari viku og er áætlað
að bólusetja 33 þúsund einstaklinga
hér á landi með þremur tegundum
bóluefna.
Samtals fá um 18 þúsund bóluefni
Pfizer, þar af fá 8.500 þúsund fyrri
bólusetninguna. Á landsbyggðinni fá
liðlega 5 þúsund seinni skammtinn af
AstraZeneca á landsbyggðinni og 10
þúsund einstaklingar fá boð í Jans-
sen.
Til stóð að bjóða þeim íbúum
höfuðborgarsvæðisins, sem fengu
AstraZeneca-bóluefni í vor, að koma
í síðari bólusetningu á fimmtudag.
Nú er ljóst að það bóluefni berst ekki
til landsins í tæka tíð og því mun sú
bólusetning væntanlega frestast um
viku.
Morgunblaðið/Kristinn
Í Laugardalshöll Búið er að bólusetja 238.814 einstaklinga á Íslandi að
minnsta kosti einu sinni og verður bólusetningum haldið áfram í vikunni.
Þúsundir bólusettar
- Engin innlend smit um helgina
- Tafir á bóluefni AstraZeneca