Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 22.07.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 COSTA DEL SOL 27. JÚLÍ - 6. ÁGÚST - 11 DAGAR FLUG & 4* GISTING Á VERAMAR VERÐ FRÁ: 99.900 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG VERÐ FRÁ: 39.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Sumarið hefur komið sér vel fyrir á Norður- og Austurlandi meðan það forðast höfuborgarsvæðið. Meðalhiti síðustu tuttugu daga júlímánaðar í Reykjavík er 11,1 stig en á Akureyri hefur meðalhitinn verið 14,4 stig. Á norðan- og austanverðu landinu er þessi júlímánuður sá hlýjasti á öld- inni. Hlýjasta veðurstöð landsins hef- ur verið við Upptyppinga, þar sem meðalhitinn hefur verið 14,8 stig, en það er á hálendinu, sem verður að teljast óvenjulegt. Þetta kemur fram í bloggi Trausta Jónssonar veðurfræð- ings, Hungurdiskum. Margir nýta sumarfríið sitt til að elta sólina. Hafa því tjaldsvæði, veit- ingastaðir og gistiheimili á Austur- landi fundið vel fyrir því en í gær náði hitinn þar víða yfir 20 stigum. Eygló Björk Ólafsdóttir rekur ásamt manni sínum Móður jörð þar sem fram fer grænmetisræktun, veit- ingarekstur og starfræksla gistihúss. Eygló segir að það hafi verið gríð- arlega mikið að gera, bæði á veit- ingastaðnum og við ræktunina enda hefur verið mikill þurrkur. „Við þurf- um að hlaupa hratt á hvorum tveggja vígstöðvum,“ segir hún. Eygló bendir á að mörg fyrirtæki í ferðamanna- þjónustu á landsbyggðinni séu und- irmönnuð þar sem ekki hefur verið jafn aðgengilegt að ráða erlent vinnu- afl á tímum Covid. Í verslun Bónuss á Egilsstöðum var tekin ákvörðun í júní um að bæta við sérstakri ferð með birgðir allar helgar til þess að bregðast við aukinni eftirspurn ferðalanga á svæðinu. Otti Þór Kristmundsson, rekstrarstjóri Bónuss, segir að þótt verslunin hafi ekki lent í vöruskorti sé álagið gríð- arlegt á starfsfólki og stundum myndist raðir á álagstímum. Sjálfs- afrgeiðslukerfið reynist þó vel undir þessum kringumstæðum og flýtir fyr- ir afgreiðslu. Í Nettó á Húsavík hefur fólk þó lent í því að koma að tómum hillum. Að sögn starfsmanns var glampandi sól á Húsavík í gær og flestir klæddir í stuttbuxur og hlýrabol. Grillmeti og drykkir rjúka út. „Maður fyllir á, snýr sér við og kíkir svo aftur en þá er hillan orðin hálftóm á nýjan leik.“ Nettó fylgist vel með veðurspánni þegar innkaup eru áætluð en versl- unin á Húsavík er ekki vön svona mörgu fólki. Starfsmaðurinn taldi Húsvíkinga þó ekki ósátta þótt ferðalangar klár- uðu allt lambakjötið í búðinni. Telur hann frekar að þeir vorkenni starfs- fólkinu vegna álagsins. Á Húsavík hefur veðrið verið ljúft í nánast allt sumar en starfsmaður Nettó segist ekki vera kominn með nóg af sól- ríkum dögum. „Mannlífið lifnar við, fólk er að labba úti og situr fyrir utan barina. Ekki hægt annað en taka því fagnandi.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Mikil aðsókn hefur verið í veitingastaði við höfnina. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hérað Fólk kældi sig í Jökulsá á Dal við Brú og stökk út í. Morgunblaðið/ Hafþór Hreiðarsson Sjóköttur Léttlæddur Húsvíkingur tók sjóköttinn til kostanna. Sumar og sól og fólkið á ferðinni - Hlýjasti júlí aldarinnar á Austurlandi - Undirmönnuð Móðir jörð - Mikill þurrkur - Bætt við sendingu í Bónus á Egilsstöðum - Tómar hillur í Nettó á Húsavík - Mannlífið lifnar hressilega við Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hauganes Íbúar og gestir Hauganess í Eyjafirði nutu blíðunnar í gær fyrir utan veitingastaðinn Baccalá-bar. Logi Sigurðarson logis@mbl.is Jóhann Guðlaugsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Geysis, sakar Rammagerðina um hugverkabrot. Þannig hafi fyrirtækið stofnað til rekstrar í verslunum Geysis undir fyrra heiti þeirra. „Rammagerðin opnar búðir í rým- unum okkar sem við vorum með á Skólavörðustíg og í Kringlunni. Hún hefur ekki fyrir því að taka niður merkingar, hún hefur ekki breytt neinu frá því að ég fór. Hún er með aðrar vörur en heldur okkar nafni. Að opna búðir og breyta ekki neinu er mikið metnaðarleysi og óvirðing gagnvart okkur.“ „Þetta er misskilningur“ Helgi Rúnar Óskarsson, eigandi Rammagerðarinnar, kemur af fjöll- um varðandi ásakanir Jóhanns um hugverkabrot og segir þá ekki vera að opna búðir undir merkjum Geysis. „Það er verið að reyna að opna nýju búðirnar eins hratt og hægt er. Þetta er misskilningur, það getur vel verið að það standi enn Geysir á verslunun- um en þá á eftir annaðhvort að skrúfa það niður eða mála yfir það. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem þarf að vinna, að taka niður gömul skilti og það sem tilheyrði þessu þrotabúi.“ Jóhann tók sig til og málaði yfir merkingar Geysis á Skólavörðustíg 7 í gær. „Þeir eru að reyna að eignast vöru- merkið með notkunarrétti og það er líka það sem Hótel Geysir hefur reynt að gera. Þeir eiga ekki vörumerkið og það er spurning hver á það. Það er nokkuð sem einkaleyfastofa verður að skera úr um. Eins og staðan er núna er fyrirtækið sem átti vörumerkið farið í þrot. Svo virðist sem Ramma- gerðin og Hótel Geysir séu bæði að reyna að sölsa undir sig merkið með notkun á því.“ Helgi tekur fram að enginn ásetn- ingur hafi verið í því að opna búðirnar áður en Geysismerkið var tekið niður og segir reksturinn ekki tengjast búð- inni á nokkurn hátt. „Þetta verða ekki Geysisbúðir, þetta verða Rammagerðarbúðir.“ Helgi bætir við að Jóhann eigi í raun ekki vörumerki Geysisverslan- anna. „Það hefur komið fram opinberlega að vörumerkið tilheyrir Geysi í Haukadal; ef það fyrirfinnst hug- verkaréttur þá er hann í eigu Geysis í Haukadal, hitt félagið er gjaldþrota.“ Jóhann segir að enginn hafi keypt vörumerkið Geysi, hvorki Hótel Geysir né Rammagerðin. „Maður er hálfvankaður og trúir varla að metnaðarleysið sé svona mik- ið. Það er ekki efst í huga að fara í mál þegar við erum að reyna að byggja upp nýja búð Mt. Hekla. Okkar orka fer í uppbyggingu og að koma undir okkur fótunum aftur.“ Sakar Rammagerð- ina um hugverkabrot - Kemur af fjöllum - Málaði yfir merkingu sjálfur Morgunblaðið/Unnur Karen Geysir Jóhann tók sig til og málaði yfir merkingu sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.