Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Þegar nóttin sýnir klærnar eftir Ólaf Unnsteinsson Nýr, íslenskur tryllir sem fær hárin til að rísa. Sagan gerist að mestu leyti í Mosfellsbænum – nánar tiltekið í Kvosinni – sem nú er vettvangur dularfullra atburða og hryllilegra morða. Skelfingin eftirYrsa Daley-Ward Hispurslaus og óvægin – en jafnframt ljóðræn og einstaklega vel skrifuð – reynslusaga sem veitir lesand- anum innsýn í heim eiturlyfja, vændis og mannlegs breyskleika. Nýjar bækur frá Fást í verslunum Pennans-Eymundssonar og Forlagsins, penninn.is og forlagid.is Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun, s. 533 4200, Engjateigi 5, 105 Rvk. Til sölu góð 2ja herbergja íbúð á 3-hæð. Íbúðin skiptist í hol, stofu með parketi, eldhús með parketi og svefnherbergi. Flísalagt baðherbergi, m. tengi f. þvottavél. Einnig er sameinlegt þvottahús í kjallara og sér geymsla. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Spóahólar 2, 111 Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 18-18:30 Andrés Magnússon andres@mbl.is Í kosningabaráttu reyna velflestir stjórnmálaflokkar í orði kveðnu að höfða til þjóðarinnar allrar, en stað- reyndin er sú að allir sækja þeir fylgi í mismiklum mæli til einstakra hópa í samfélaginu. Þá er eitthvað við stefnu þeirra, frambjóðendur eða forystufólk, sem höfðar í meiri mæli til sumra en annarra. Kúnstin í kosningabaráttu er þá að halda í kjarnafylgið en ganga í augun á næstu hópum, þar sem vaxt- ar er helst von. Þetta þekkja menn og um það hef- ur mátt lesa í fréttaskýringum hér í blaðinu undanfarna daga, þar sem lagt hefur verið út af skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka sem MMR gerði í samstarfi við Morgun- blaðið og mbl.is. Ólíkir hagsmunir fólks eftir aldursskeiði Þar hefur verið dregið fram hvernig stjórnmálaflokkarnir höfða í mismiklum mæli til kynjanna, hvernig sumir flokkar ganga betur í fólk á landsbyggðinni en suðvestur- horninu og þar fram eftir götum. Meðal þess sem mikið er horft til í þessu samhengi er aldur. Hagsmunir fólks breytast á lífs- leiðinni eftir fjölskylduaðstæðum, tekjum, eignasöfnun og fleiru og það hefur áhrif á kosningahegðun. Hið sama má raunar einnig segja um menntun fólks og tekjur, sem geta haft áhrif á starfsvettvang og aðra hagsmuni. Svo tala menn stundum um ungu kynslóðina, sem muni landið erfa, sumir telja hugmyndir hennar fersk- ari og sérstakur veigur í stuðningi ungs fólks, sem hafi á einhvern hátt sérstaka tengingu við framtíðina. Á móti kemur að yngsta kynslóðin er oft enn að feta sig í lífinu og hefur færri skuldbindingar. Það kann að vera ástæðan fyrir því að kjörsókn ungs fólks er mun minni en hinna eldri og vanir kosn- ingasmalar leggja því meira upp úr að trygga atkvæði aldurhniginna en ungra, því þessir eldri koma mun frekar á kjörstað. Úr stöplaritunum að ofan má ýmislegt lesa um hlutfallslegt fylgi flokka í fjórum aldurshópum, en hver er um fjórðungur kjósenda. Aldur skiptir máli Þar má t.d. sjá að Píratar eiga langmestu fylgi að fagna hjá ungum, sem e.t.v. er vísbending um hvers vegna þeim vegnar iðulega verr í kosningum en skoðanakönnunum. Það á við um aldur líkt og búsetu, að þar eru Samfylking og Viðreisn eins konar spegilmynd. Viðreisn er mjög miðaldra, en á lítið hjá ungu fólki og öldnu, en því er þveröfugt farið hjá Samfylkingu. Raunar er það einmitt og aðeins hjá Samfylk- ingu sem 68 ára og eldri eru stærsti hluti stuðningsmanna, nær tveir af hverjum fimm. Sem kann að vera ástæða þess að svo mikil áhersla var lögð á að koma fulltrúa aldraðra ofarlega á lista flokksins í Reykjavík. Greina má ákveðnar hneigðir hjá öðrum flokkum en í mun minna mæli. Jafnast er fylgið eftir aldri hjá Flokki fólksins. Þó má sjá að meðal 30-49 ára virðist Sjálfstæðisflokk- urinn eiga minna fylgi en vænta mætti af meðalfylgi og hinum hóp- unum. Er óvarlegt að benda á að hann sæki minna til „hrunkynslóð- arinnar“, þeirra sem voru að koma út í lífið um og upp úr bankahruni? Fylgismunur eftir aldurshópum - Flokkur fólksins sækir jafnt í alla aldurshópa - Píratar eiga langmest undir stuðningi ungs fólks - Viðreisn sækir einkum stuðning til miðaldra fólks - Aldraðir öflugastir meðal Samfylkingarinnar B Framsókn C Viðreisn D Sjálfstæðisflokkur M Miðflokkur P Píratar S Samfylking V Vinstrigræn F Flokkur fólksins J Sósíalistar Fylgi flokka skipt eftir aldri úr spurningavagni MMR 8. - 14. júlí 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 68 +50-6730-4918-29 Morgunblaðið/G.Rúnar Lýðfræði Stjórnmálaflokkar gera ekki aðeins út á skoðanir fólks heldur greina þeir kjósendur eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum og fleiru. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Banaslys varð í suðurdal Fljótsdals á Austurlandi í gær. Um klukkan tvö síðdegis barst lögreglu tilkynning um slysið. Konan sem lést hafði verið í fjall- göngu og slasast. Hún lést af völdum þeirra áverka sem hún hlaut. Lög- reglan á Austurlandi greindi frá þessu á facebooksíðu sinni í gær. Unnið er að rannsókn málsins og mun lögreglan ekki veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu. Banaslys varð í suðurdal Fljótsdals síðdegis í gær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.