Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 14
ÓLYMPÍULEIKARNIR Í TÓKÝÓ 202114 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Augu heimsins beinast nú að Japan vegna Ólympíuleikanna, sem settir verða á morgun, föstudag. Kepp- endur eru nú, ásamt fylgdarliði, komnir austur til hins fjarlæga lands, þar sem kórónuveiran mallar nú af fullum þunga. Kunnugir lýsa málum sem svo að allur almenningur, ekki síst í Tókýó, þar sem ástandið er einna verst, hafi almennt miklar áhyggjur af stöðu mála. „Auðvitað veld- ur það ugg meðal fólks að ofan í veiruna verði haldinn jafn risa- vaxinn viðburður og Ólympíuleikar og Ólympíumót fatlaðra síðan í kjöl- farið. Leikarnir eru vissulega um- deildir, sem hefur birst í skoðana- könnunum sem benda til að and- staðan við leikana sé mikil,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendi- herra Íslands í Tókýó. „Að skipuleggja Ólympíuleika und- ir eðlilegum kringumstæðum er flók- ið verkefni, að ég tali ekki um við þær aðstæður sem nú ríkja,“ heldur Stef- án áfram. „Sem betur fer eru Japanir gestgjafar undir þessum kring- umstæðum. Fáum ef nokkrum er betur treystandi til að skipuleggja leikana við þessar gífulega flóknu að- stæður. Japanir eru einstaklega góð- ir skipuleggjendur; vinnusamir, ná- kvæmir, hjálpsamir og kurteisir. Nú sýnist mér meira að segja farið að bera meira á ólympíuandanum, það er að segja að fólk er í auknum mæli að sjá hið jákvæða í því sem fram undan er.“ Smitvarnir virka Ráðgert er að 11.000 keppendur frá 200 löndum – auk þjálfara, farar- stjóra og annars starfsfólks og svo fjölmiðlafólks – mæti á leikana. Grip- ið hefur verið til strangra ráðstafana og reglna með tilliti til smitvarna. Ól- ympíufararnir eru aðskildir strax á flugvellinum frá almennum farþeg- um, fara í sérfarartækjum inn á gisti- staði þar sem þeir eiga að hafast við uns að keppni kemur og þeir mega ekki fara út fyrir sín hólf né umgang- ast aðra. Nýsmitum Covid-19 í Japan hefur fjölgað dag frá degi frá því að síðasta neyðarástandi var aflétt í júní. Nú er svo komið að ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi í fjórða sinn í Tók- ýó og gildir sá stimpill fram til 8. ágúst. „Hér er ströng grímuskylda fyrir alla og alls staðar eru sprittbrúsar og áminningar til fólks um að gæta að fjarlægðarmörkum og slíkt,“ segir Stefán Haukur. „Eigi að síður hafa komið upp smit innan ólympíuhópa og í ólympíuþorpinu. Um síðustu helgi voru greind 25 ný smit meðal ól- ympíufara, svo nú eru greindir alls 55 talsins. Þetta sýnir kannski betur en margt annað að smitvarnir þeirra virka og þeir sem greinast eru strax sendir í sóttkví eða einangrun. Þótt næstum allar keppnir verði án áhorf- enda er ekki hægt að útiloka smit meðal þeirra sem komnir eru hing- að.“ Landið lokað í raun Stefán Haukur var í orlofi á Íslandi í sumar en hélt til Japans snemma nú í júlí, enda þarf mörgu að sinna vegna ÓL. Ferðin gekk vel en við komuna til Japans þurfti Stefán að skila nei- kvæðu PCR-prófi, fara í skimun og í tveggja vikna sóttkví. „Í raun er Japan lokað fyrir er- lendu fólki nema þú hafir hér var- anlegan búseturétt eða sért að koma í tengslum við leikana. Álag á sjúkra- hús hefur aukist að nýju vegna Cov- id-19-sjúklinga. Lunginn af nýsmit- um er í Tókýó-héraði sem virðast drifin áfram af Delta-afbrigðinu. Auk þess ber á því að yngra fólk sé í aukn- um mæli að veikjast. Aðeins um fjórðungur þjóðarinnar hefur verið bólusettur að fullu, þá mest eldra fólk,“ segir Stefán Haukur. Macron mætir og Friðrik krónprins Flest ríki heimsins eru með sendi- ráð í Tókýó og í starfi þeirra að und- anförnu hafa margvísleg verkefni vegna Ólympíuleikanna verið í for- gangi. Um stöðu mála sé aflað góðra upplýsinga og þeim svo miðlað til heimalandanna. Margt sé þó óvissu háð, sem geri erfitt fyrir. Um undir- búning leikanna segir Stefán Haukur að sendiherrar Norðurlandaþjóð- anna hafi átt sameiginlegan fund með ráðherranum sem er ábyrgur fyrir ÓL til að lýsa yfir stuðningi við jap- önsk stjórnvöld og fara yfir málin vítt og breitt. Vegna veirunnar munu næsta fáir ráðamenn eða þjóðhöfð- ingjar mæta til Tókýó. Þó er von á Macron forseta Frakklands, með vís- an til þess að næstu leikar verða haldnir í París. Þá mætir Friðrik, krónprins Dana, en hann á sæti í al- þjóðaólympíunefndinni. Aftur á móti verður lítið um viðburði eða sam- komur í tengslum við leikana eins og oft hefur verið, svo sem samkomur með íþróttafólkinu. Ólympíuhópurinn íslenski sem kom til Japans sl. helgi dvelst í bæn- um Tama City í Tókýó þar sem allur aðbúnaður er til fyrirmyndar. Stefán Haukur segist hafa verið í ágætu samstarfi við fólk þar og meðal ann- ars haldið fyrirlestur um Ísland. Metnaður fólks í Tama gagnvart verkefninu sé mikill og þegar íslenski hópurinn mætti á áfangastað hafi móttökur þar verið góðar. Þá sé nú unnið að gerð yfirlýsingar milli sendi- ráðsins og þeirra sem ráða í bænum hvar gert er ráð fyrir kynningum og viðburðum tengdum Íslandi. Leikvangur Ólympíuleikarnir nú eru kenndir við árið 2020, en þeim var frestað í fyrra vegna veirunnar. Táknmynd leikanna er hringirnir góðu. AFP Eldur Kyndilberi með ólympíueldinn sem fylgir leikunum. Myndin var tekin á þriðjudag þegar farið var í gegnum eitt af úthverfum Tókýó, en þaðan er stefnt á aðalleikvang borgarinnar. Setningarathöfnin er á morgun. Góðir gestgjafar í flóknum aðstæðum - Ólympíuleikarnir í Tókýó að hefjast - 11.000 keppendur frá 200 löndum - Keppt í skugga Covid Stefán Haukur Jóhannesson Að þessu sinni eiga Íslendingar fjóra fulltrúa á ÓL í Tókýó. Anton Sveinn Mckee keppir í 200 metra bringusundi, Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í keppni með loft- skammbyssu, Guðni Valur Guðna- son keppir í kringlukasti og Snæ- fríður Sól Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi. Íþróttafólk- inu til halds og trausts fer á ÓL níu manna hópur fararstjóra, læknir, sjúkraþjálfari, sálfræð- ingur og þjálfarar keppenda. Einnig fer til Tókýó forystufólk Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands og verður þar við upphaf og lok leikanna. Morgunblaðið, mbl.is og K100 munu flytja reglulega fréttir af gangi mála í Japan en leikarnir verða að þessu sinni lágstemmdari en oft áður. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Unnur Karen ÓL Keppendur Íslands og fylgdarlið úr forystusveit íþróttahreyfingarinnar á Bessastöðum með forsetahjónunum, áður en haldið var austur til Japans. Fjórir Íslendingar eru meðal keppenda - Heimsviðburður nú lágstemmdur Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is GÓÐUR FERÐA FÉLAGI MOKKAKANNA 6. BOLLA – 5.990,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.