Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 29
AFP Forsætisráðherra Hinn 71 árs gamli taugaskurðlæknir, Ariel Henry. Ariel Henry var settur í embætti for- sætisráðherra Haítís í fyrradag. Sama dag og formlegar minning- arathafnir voru haldnar um forseta landsins, Jovenel Moise, sem var myrtur á heimili sínu fyrr í mán- uðinum. Moise hafði útnefnt Henry til að taka við embættinu tveimur dögum áður en hann var myrtur. Ráðherrar neituðu hins vegar að taka skipunina gilda þar sem Henry hafði ekki svarið embættiseið þegar forsetinn féll frá. Henry hefur nú tekið við embætti og er ætlað að stilla til friðar í ríkinu en allsherjarupplausn hefur ríkt í stjórnmálum á Haítí eftir morðið á Moise. Henry er 71 árs gamall taugaskurðlæknir og fyrrverandi innanríkis- og félagsmálaráðherra. Við innsetninguna sagðist hann ætla að funda með fulltrúum allra helstu flokka og hagsmunahópa til þess að skapa breiða sátt. Þá lofar hann að boða til kosninga sem fyrst. HAÍTÍ Nýr forsætisráð- herra skipaður FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 *Gleraugu: Sutro. Um helmingur Ástrala býr nú við útgöngubann. Suður-Ástralía er nú þriðja ríki landsins til þess að setja á útgöngubann vegna útbreiðslu Covid-19. Áður höfðu Nýja Suður- Wales og Viktoría boðað til banns og búa nú 13 milljónir manns við reglurnar, eða um helmingur Ástr- ala. Íbúar ríkjanna mega einungis fara út til að kaupa í matinn, stunda líkamsrækt og sinna allra nauðsyn- legustu erindum. Einungis 14% Ástrala eru bólu- sett gegn veirunni og herjar Delta- afbrigði veirunnar nú á þjóðina. Rúmlega 1.500 smit hafa greinst í Sidney síðan útgöngubann var sett á fyrir fjórum vikum. ÁSTRALÍA Hálf þjóðin býr við útgöngubann AFP Útgöngubann Fátt er á götum Sidney- borgar í Ástralíu þessa dagana. Að minnsta kosti 25 eru látnir vegna mikilla flóða í Kína og fjölda er sakn- að. Úrhellisrigning síðustu daga hef- ur valdið hamfaraflóðum í Kína og hafa yfir 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Hæsta veðurviðvörun er í gildi fyrir Henan-hérað sem er eitt fjölmennasta hérað Kína, en þar búa um 94 milljónir manna. Tólf létust eftir að vatn fossaði inn í neðanjarð- arlestargöng í borginni Zhengzhou í Henan. Sjónarvottar lýstu skelfileg- um aðstæðum þar sem fólk kastaði upp, hágrét og féll í yfirlið vegna súr- efnisskorts. Sumir voru fastir í hátt í 40 klukkustundir með litlar matar- birgðir. Margir náðu aðeins í ástvini sína til þess að kveðja þá í hinsta sinn. Þá létust fjórir í borginni Gongyi þar sem hús hrundu í aur- skriðum. „Einu sinni á hundrað árum“ Stíflur og stöðuvötn hafa flætt yfir bakka sína og kínverski herinn hefur verið fenginn til að stýra vatni yfir- fullra áa. Flóðin hafa hamlað sam- göngum. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld þurft að flytja um 600 alvarlega veika sjúklinga á milli sjúkrahúsa eftir að rafmagnslaust varð á First Affili- ated-sjúkrahúsinu í Zhengzhou. Á hverju ári verða flóð í Kína á regntímabili á þessu svæði en að sögn sérfræðinga verða þau verri á hverju ári með loftslagsbreytingum. Yfirvöld í Henan-héraði segja flóðin í ár vera viðburð sem verður „einu sinni á hundrað árum“ en úrkoman hefur slegið öll met. Á þremur dög- um náði úrkoman í Zengzhou meðal- ársúrkomu í borginni. Mannskæð flóð í Kína - Tugir látnir og fjölda saknað - 200 þúsund flýja heimili sín AFP Úrkoma Á þremur dögum náði úrkoman í borginni Zengzhou í Henan- héraði meðalársúrkomu. Úrkoman hefur slegið öll met.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.