Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 38

Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 38
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er einstaklega góður andi á Húsavík og í Norðurþingi öllu um þessar mundir og ekki að furða enda komst svæðið rækilega á kortið með Eurovision-gaman- myndinni vinsælu og laginu „Húsavík (My Home Town)“ sem tilnefnt var til Óskars- verðlauna. Kristján Þór Magnússon er sveitarstjóri Norðurþings og segir hann að strax í kringum tökurnar hafi mikið líf færst í bæinn og heimamenn lagt sitt af mörkum við að láta verkefnið tak- ast vel. Á tímabili var óttast að kórónuveirufaraldurinn myndi verða til þess að kvikmyndin næði minni útbreiðslu en þegar á hólm- inn var komið sló mynd Wills Fer- rells rækilega í gegn og gladdi fólk sem sat fast í húsum sínum um allan heim. „Sérfræðingar hafa reiknað það út að bara tilnefning Húsavíkur- lagsins til Óskarsverðlauna hafi komið Húsavík á framfæri við um 100 milljónir manns,“ segir Krist- ján en minnir um leið á að nýta verði sýnileikann með réttum hætti: „Mögulega gæti það fljótt orðið lúið að ætla að gera of mik- ið úr tengslunum við kvikmyndina en að sama skapi þurfum við að nota þetta augnablik og þann ferðamannastraum sem því fylgir til að tryggja að fólkið sem kem- ur hingað til bæjarins eigi ánægjulega og sérstaka upplifun.“ Fyrirtækin rétta úr kútnum Eins og í öðrum landshlutum olli kórónuveirufaraldurinn tölu- verðri röskun í Norðurþingi og segir Kristján að sum fyrirtækin á svæðinu hafi orðið fyrir miklum búsifjum. Svæðið er samt óðara að ná sér aftur á strik og ferða- þjónustan þegar komin nokkuð vel af stað, sem og starfsemin á nýja iðnaðarsvæðinu á Bakka. „Í þessum töluðum orðum er sól og 25 stiga hiti, margir gestir í bæn- um og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn.“ Kristján er sérstaklega ánægður með hvernig atvinnu- lífið hefur verið að þróast og út- lit fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu. Hann nefnir fyrirhugað fiskeldi á Kópaskeri sem muni skapa fjölda starfa og einstakt tækifæri er til að byggja upp græna framleiðslu af ýmsum „Engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn“ Húsavíkurbær fékk mikinn sýnileika á síðasta ári og horfurnar góðar fyrir atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi Grín Will Ferrell og Rachel McAdams uppáklædd í Eurovision-myndinni. Kristján Þór Magnússon Ljósmynd / Ales Mucha Upplifun Ferðaþjónustan hefur eflst og stoðum atvinnulífsins fjölgað. HÚSAVÍK38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðamannasumarið hefur farið vel af stað á Húsavík og segir Eva Björk Káradóttir að straumur gesta til bæjarins undanfarnar vikur hafi ver- ið meiri en heimamenn þorðu að vona. Eva er framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og einnig formaður stjórnar Húsavíkurstofu og segir hún að bærinn hafi svo sannarlega notið góðs af þeim sýni- leika sem hann fékk í Netflix- gamanmynd Wills Ferrell um sein- heppna Eurovisi- on-keppendur frá Húsavík. „Við greinum það sér- staklega hjá Bandaríkjamönnunum sem koma hingað að þeir hafa flestir séð mynd- ina og leita gagngert að stöðum þar sem eftirminnileg atriði voru kvik- mynduð,“ útskýrir Eva og bætir við að fyrir aðdáendur kvikmyndarinnar sé búið að skipuleggja sérstaka gönguferð um Húsavík með viðkomu á mikilvægum stöðum úr myndinni. „Þá er búið að endurbyggja litla ál- fabæinn sem leikur stórt hluverk í söguþræðinum og hafa erlendu gest- irnir gaman af að koma þar við til að færa álfunum smágjafir.“ Stendur meira að segja til að end- urbyggja strætóbiðskýlið þar sem söguhetjur Rachelar McAdams og Wills Ferrell leggja af stað í ör- lagaríkt ferðalag til Reykjavíkur. „Við tökurnar var einfaldlega fengið að láni skýli frá nálægum fótbolta- velli, en með því að endursmíða rú- tubiðskýlið eins og það birtist í kvik- myndinni ættu ferðamenn að hafa skemmtilegt kennileiti til að ljós- mynda.“ Hitta hvali í sýndarveruleika Flestir sem heimsækja Húsavík leggja leið sína í Hvalasafnið en safnið hefur verið starfrækt í nærri aldarfjórðung. Eva brýnir fyrir ís- lenskum ferðalöngum að sleppa ekki safninu þótt þeir haldi kannski sumir að þeir viti allt sem hægt er að vita um hvali: „Fólk verður mjög hissa þegar það kemur á safnið og upplifir allt sem þar er að sjá, og fræðist um hvalina sem lifa í hafinu umhverfis Ísland. Safnkosturinn er mjög fjöl- breyttur og skartar m.a. ellefu beinagrindum af hvölum og þremur heimildarmyndum um hvali.“ Sýningarrýmin eru átta talsins og eru hvölum, hvalveiðum, lífríki sjáv- ar og þjóðsögum tengdum hvölunum gerð skil með fjölbreyttum hætti. „Nýjasta upplifunin í safninu fer fram í sýndarveruleika og þar gefst gestum kostur á að kafa ofan í hafið til fundar við fimm hvalategundir. Mesta að- dráttaraflið hefur þó, nú sem endra- nær, steypireyðurin en beinagrindin af henni er 23 metra löng og margir sem standa á gati þegar þeir mæta þessu stærsta dýri sem lifað hefur á jörðinni.“ Þá er vitaskuld ómissandi að fara í hvalaskoðunarferð en nokkur hvala- skoðunarfyrirtæki gera út frá Húsavík og halda oft á dag til fundar við hvalina úti á Skjálfandaflóa. Eva segir flóann henta einstaklega vel til hvalaskoðunar vegna þess mikla fjölbreytileika teg- unda sem þar ber fyrir augu. Skjálf- andafljót ber með sér næringarefni út í flóann svo að þar á sér stað mikil fæðu- myndun sem hvalirnir sækja í og ekki óalgengt að í hvalaskoðunarferð megi sjá allt að fimm ólíkar tegundir hvala ef heppnin er með. Af fjórum hvalaskoðunarfyrir- tækjum eru þrjú komin aftur á fulla ferð og segir Eva að þau bjóði upp á svipað verð en ólíka upplifun. „Valið veltur á því hvort fólk langar t.d. að skoða flóann á gamaldags eikarbát, á seglskipi, rafmagnsknúnum bát eða hraðskreiðum slöngubát.“ Geta séð hvali úr sjóböðunum Á undanförnum árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í ferðaþjón- ustunni í Norðurþingi og segir Eva að svæðið skarti einstakri náttúrufegurð og góðum gönguleiðum. Af vinsælli áfangastöðum má nefna Þeistareyki og Ásbyrgi og árið 2018 voru opnuð Geosea-sjóböðin á Húsavíkurhöfða. „Þar er notast við jarðhitavatn sem tekið er úr borholu undir sjó og er vatnið því salt og mjög gott fyrir húð- ina. Gestir hafa útsýni yfir flóann og stundum má sjá hvali beint úr böð- unum.“ Á slóðum hvala og Hollywood-stjarna Ljósmynd / Ales Mucha Slökun Það er ekki amalegt að svamla í heitu vatni með annað eins útsýni. Eva Björk Káradóttir - Hvalasafnið hefur starfað í aldarfjórðung og býður nú upp á að hitta hvali í sýndarveruleika - Til stendur að endurbyggja rútubiðskýlið úr Eurovison-myndinni til að gleðja ferðamenn Risar Eva Björk segir fólk oft gáttað þegar það áttar sig á hvað hvalir eru stórar og merkilegar skepnur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.