Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 42

Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 ✝ Atli Viðar Jó- hannesson fæddist á Akureyri 30. ágúst 1941. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akureyri 16. júlí 2021. Foreldrar Atla voru Dagmar Jó- hannesdóttir frá Akureyri, f. 10.11. 1911, d. 17.6. 2006, og Skarphéðinn Jónasson bifreiðarstjóri frá Húsavík, f. 11.1. 1917, d. 28.12. 1990. Atli var einkabarn Dag- marar en samfeðra átti Atli stóran systkinahóp. 26. maí 1969 kvæntist Atli Viðar eftirlif- andi eiginkonu sinni, Bennu Stefaníu Rósantsdóttur Buck, f. 1.2. 1947, frá Ási á Þelamörk. Foreldrar hennar voru hjónin Rósant Sigvaldason og Sigrún Jensdóttir. Atli og Benna eignuðust fjór- ar dætur; 1) Dagmar Ósk Atla- dóttir, f. 1969, gift Halldóri Wal- ter Stefánssyni og saman eiga þau tvö börn: a) Katrín Mjöll, f. 1991, í sambúð með Loga Krist- jánssyni. b) Hrannar Snær, f. árið 2008, og Berglind, f. 2010. Atli Viðar ólst upp hjá móður sinni og afa og ömmu í Gránu- félagsgötunni á Eyrinni á Akur- eyri. Hann gekk í barnaskólann á Akureyri og fór á sjó að lokn- um barnaskóla. Hann var háseti á Svalbak og Harðbak frá Akur- eyri og einnig á Björgúlfi frá Dalvík. Árið 1974 fluttu Atli og fjölskylda austur á Eskifjörð þar sem Atli sótti sjó. Hann var há- seti á Hólmanesi, Hólmatindi og Haföldu. Árið 1984 hætti Atli til sjós, sótti matsmannsnámskeið hjá Fiskvinnsluskólanum og starfaði sem fiskmatsmaður um árabil. Hann átti og starfaði við fiskvinnslufyrirtækið Skeleyri um hríð, stofnaði fyrirtækið Atlavík sem sá um löndun og Atlavík-Sport sem flutti inn verðlaunagripi. Síðar stofnaði hann fyrirtækið Ásfisk sem flutti inn og seldi öngla og veið- arfæri fyrir strandveiðar og rak hann það til dánardags. Atli fór í sinn síðasta sölutúr austur á land í maí sl. Atli var mikill Þórsari, var markmaður hjá Þór á yngri ár- um, stundaði sund og vann til fjölda verðlauna. Hann var mik- ill stangveiðimaður, spilaði bridds, félagsvist og ólsen-ólsen oft í viku, allt til síðasta dags. Útförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 22. júlí 2021, klukkan 13. 1997, í sambúð með Kára Haraldssyni. 2) Inga Sigrún Atladóttir, f. árið 1971, gift Jóni Ís- fjörð Aðalsteins- syni, börn hennar eru: a) Dagbjört Katrín, f. 1993, í sambúð með Er- lingi Viðarssyni, þeirra börn eru Viðar, f. 2016, og Inga Vala, f. 2019. b) Guðjón Armand, f. 2001, unnusta hans er Róslín Erla Tómasdóttir. c) Markús Ingi, f. 2007. 3) Krist- jana Atladóttir, f. 1975, gift Brynjari Erni Arnarsyni, börn hennar eru Atli Dagur, f. 1995, maki Hjördís Þöll Jóhannsdóttir og saman eiga þau tvö börn, Sig- urð Hendrik, f. 2017, og Emelíu Voney, f. 2019. b) Benna Sóley, f. 2001, maki Matt Ferencik. c) Olga Snærós, f. 2003, og d) barn þeirra, Mikael Þór, f. 2016. 4) Júlía Rós Atladóttir, f. árið 1976, Júlía er gift Hermanni Björnssyni og eiga þau fjögur börn, Hólmfríði, f. 2003, Björn Hermann, f. 2004, Friðgeir, f. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Björn Halldórsson) Guð geymi þig elsku Atli minn. Þín Benna. Elsku dásamlegi pabbi, nú er komið að kveðjustund, þótt ég hafi vitað í hvað stefndi var ég alls ekki undirbúin að missa þig, það er svo ótrúlega sárt að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þú varst stór maður í víðtækustu merkingu þess orðs, faðmurinn var stór, þú talaðir hátt, áttir marga vini, stóra fjölskyldu, varst duglegur og heimsins besti pabbi. Þú lifðir svo sann- arlega lífinu lifandi. Dagurinn sem þú varst settur á líknandi meðferð var dagurinn sem þú varst búinn að bjóða til helj- arinnar veislu í tilefni af áttræð- isafmælinu þínu, þú elskaðir að halda góðar veislur. Þú rakst fyrirtæki þitt fram á síðasta dag, örugglega eru viðskiptavin- ir að bíða eftir krókasendingu frá þér, svo brátt kom kallið. Mér fannst nú stundum að þú ættir að fara að hægja á þér en það kom ekki til greina, þú elsk- aðir vinnuna þína alla tíð. Á sjúkrabeðnum sagðir þú við mig að þú værir svo stoltur af okkur systrunum, þú varst duglegur að segja okkur hvað þú værir stoltur af okkur og talaðir greinilega mikið um okkur, hjúkrunarfólkið á sjúkrahúsinu kallaði mig Distica-dótturina. Þú varst okkar helsti stuðnings- maður, þú lagðir mikla áherslu á að við næðum árangri í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú varst límið í stórfjöl- skyldunni, þér leið aldrei betur en þegar við vorum öll saman, núna er það okkar að halda því áfram. Elsku mamma hefur misst svo mikið, það eru ekki mörg ár síðan þið fögnuðuð fimmtíu ára brúðkaupsafmæli og þú varst mjög stoltur af því. Þið voruð sannir félagar og ég er mjög þakklát fyrir að hafa ykkur mömmu sem fyrirmyndir í lífinu. Undanfarna daga höfum við systurnar undirbúið jarðar- förina með mömmu, við vitum nákvæmlega hvernig þú hefðir viljað hafa útförina án þess að hafa rætt það. Við gerum ráð fyrir að margir mæti í jarð- arförina, í erfidrykkjuna völdum við stærsta hlaðborðið sem var í boði, fáum karlakór til að syngja lög eftir uppáhaldstón- listarmanninn þinn Villa Vill. Pabbi, þetta verður alvöru- kveðjustund – eins og þér ein- um var lagið. Elsku pabbi það verður tóm- legt að koma norður og hitta þig ekki, heyra ekki fleiri sögur úr leik og starfi og rifja upp gaml- ar og góðar minningar. Við pössum mömmu fyrir þig þang- að til þið hittist aftur. Elska þig. Þín dóttir, Júlía Rós. „Mamma, höfðingi er fallinn,“ sonur minn var í símanum að tilkynna mér andlát pabba. Elsku pabbi minn var búinn að kveðja. Pabbi minn var einstak- lega góð manneskja. Hann var lítið fyrir að flagga því, en vildi alltaf gera vel við aðra. Þegar pabbi var einhvers staðar fór það ekki á milli mála. Börnin mín ólust upp við að kalla hann stóra afa, af því hann var fyrirferðarmikill og að fara hljóðlega var ekki hans stíll. Hann hafði gaman af að taka í spil og ég man þegar við systur vorum að alast upp, þá var oft spilaður hornafjarðarmanni við eldhúsborðið. Hann spilaði alla tíð bæði vist og bridds og við eldhúsborðið í Brekkugötunni síðustu ár tóku mamma og pabbi ólsen ólsen á hverju kvöldi. Pabbi hafði endalausan áhuga á fólki. Hann var innilega forvit- inn um allt sem snerti mannlega hegðun og eins og honum fannst sálfræðin mikið „húmbúkk“ þá hafði hann einlægan áhuga á henni. Alls staðar kynntist hann fólki og um leið og hann komst að einhverju áhugaverðu um manneskjuna rakti hann úr henni garnirnar. Pabbi kenndi mér að tvista, að svartur toby er bestur, að vinna meðan vinna gefst og að vera stolt af því að vera Atla- dóttir. Pabbi var enginn frum- kvöðull í jafnréttismálum en hann kenndi okkur dætrum sín- um að við stæðum hvaða karl- manni jafnfætis og hann var endalaust stoltur af okkur. Pabbi vildi allt það besta fyrir okkur dæturnar og metnaður hans fyrir okkar hönd var enda- laus. Pabbi líka sögur og hann lét aldrei góða sögu gjalda sann- leikans. Alltaf margfölduðust hlutirnir í hans frásögn; hásetar voru sannar sæhetjur og fót- boltamaðurinn næsti Pele. Þeg- ar við systur vorum litlar höfð- um við ofsalega gaman af því að hlusta á sögurnar frá Akureyri, enda var okkur kennt snemma að þar væri fyrirheitna landið. Elsku pabbi minn, takk fyrir samfylgdina og ég hlakka til að faðma þig aftur þegar við sjáumst næst. Þín Kristjana Atladóttir (Krissa). Elsku pabbi, þá er ferðinni okkar saman lokið. Ferðinni þar sem við systurnar biðum í bíln- um á meðan þú varst að tala við einhverja kalla, ferðinni þar sem þú gafst börnunum okkar nammi þótt þú mættir það ekki, ferðinni þar sem þú varst minn helsti stuðningsmaður og harð- asti gagnrýnandi. Ég er svo þakklát fyrir ferð- ina okkar, að fá að kynnast þér svo vel, að fá að vinna með þér í fyrirtækinu þínu og fylgja þér síðasta spölinn í gegnum krabbameinsmeðferðina og fá að fylgja þér í gegnum gleði og sorg. Þú hefur kennt mér svo ótal margt, ekki vegna þess að við deildum lífsskoðunum held- ur frekar vegna þess að við vor- um ósammála um flesta hluti. Hugsun þín var sprottin úr samfélagi og aðstæðum sem ég þurfti sem betur fer aldrei að kynnast en kynntist þeim í gegnum allar sögurnar þínar og hugarfarið þar sem aldrei var í boði að gefast upp, leggja árar í bát eða breyta settri stefnu. Elsku pabbi, þú vildir alltaf hafa alla fjölskylduna hjá þér, þú varst alltaf að bjóða okkur í kaffi og hringja í okkur. Þú varst svo stoltur af okkur elsku pabbi og þú varst svo stoltur af því hvað mamma var góð kona, hvað hún var mikil mamma og amma og hvað hún gat búið okkur öllum fallegt og gott heimili. Það voru einlægar til- finningar og endalaus ást. Elsku pabbi minn, ég hef allt- af fundið að þú elskaðir mig af öllu þínu stóra hjarta, það kenndi mér að alveg sama hvernig vindar lífsins blása þá er alltaf til heimahöfn þar sem ekkert vandamál er of stórt til að leysa það. Þú varst óþreyt- andi að hvetja okkur áfram og heimili þitt stóð alltaf opið hvernig sem á stóð. Elsku pabbi minn, síðustu ár- in voru bæði þau bestu fyrir þig og þau erfiðustu. Þú naust þess að búa með fjölskyldunni og hafa mikil og góð samskipti við afkomendur þína, en þú varst ekki góður í að hætta að vinna, að glíma við veikindi og finna að starfsþrekið var minna en áður. En elsku pabbi þú misstir aldrei móðinn, þú varst búinn að panta þér utanlandsferðir, skipuleggja nýja landvinninga, þú vildir stækka fyrirtækið þitt, bæta þjónustuna, gera áætlanir um fjölskyldumót og veislu með öll- um þínum stóra vinahópi. En nú hefur dauðinn sigrað þig, það er óvænt og svo sann- arlega ekki eitthvað sem þú ætl- aðir þér. Þú varst sterkari en allir og gast aldrei hugsað þér að neitt gæti lagt þig að velli, en svona fór þetta nú að endingu. Elsku elsku pabbi minn, þú varst mér svo mikils virði, þú varst krefjandi samstarfsmaður en samt svo góður vinur. Þú skildir ekki alltaf hvernig ég vildi haga lífi mínu en þú studd- ir mig samt og hafðir trú á Ingu þinni alla daga. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur, nú þurfum við að passa vel upp á gömlu þína og svo hittumst við aftur og höld- um stóru vina- og fjölskyldu- veisluna sem þú varst búinn að undirbúa. Elsku elsku pabbi minn, takk fyrir allt og Guð geymi þig þangað til við hittumst öll aftur. Þín Inga Sigrún. Elsku afi minn. Þegar ég var lítil kom ég á hverju sumri, hver jól og páska og og var hjá ykk- ur ömmu. Það var alltaf eins og að koma heim. Ég man að þú kallaðir mig brókarlalla af því að þegar ég var barn vildi ég helst vera fáklædd og klæddi mig ekki fyrr en eftir hádegi, tilneydd. Þú hafðir ótakmarkaða þolinmæði fyrir sérviskunni í mér og ég man ekki eftir að þú hafir nokkru sinni skammað mig nema helst ef ég var að tala á meðan þú varst að hlusta á fréttir. Það er erfitt að lýsa því hvernig nærveru þú hafðir. Ég var alltaf hangandi utan í ömmu og þú varst stundum að grínast í mér á meðan. Oft beið ég við gluggann og sá þig keyra upp hæðina og fylgdist með þér fara úr bláa vinnugallanum og setj- ast við eldhúsborðið. Þá vildirðu alltaf kaffi og oft færði ég þér það. Þú varst alltaf glaður ef ég færði þér kaffi og mig langaði svo oft að vera góð við þig. Í há- degismatnum sat ég við hliðina á þér og við hlustuðum á frétt- irnar. Þú varst mjög fljótur að borða og amma sagði að væri eftir öll árin á sjónum. Ég man þegar þú fórst með mig að veiða í fyrsta skipti, eng- inn hafði nokkru sinni farið með mig áður, það var í tjörninni á Reyðarfirði. Við stoppuðum oft á leiðinni og töluðum við alla sem við mættum, því að þú þekktir alla og hafðir um margt að spjalla. Svo settumst við nið- ur saman og þú sýndir mér flot- holtið og kenndir mér að þræða maðkinn á krókinn. Þú varst ró- legur veiðimaður en varst fljót- ur að æsast allur upp ef flotholt- ið fór í kaf. Ég var svo stolt yfir því að þú vildir hafa mig með þér þennan dag. Þegar við gengum í átt að bílnum sýndir þú öllum sem við mættum stærsta fiskinn okkar og lýstir því hvernig ég hefði dregið hann inn. Stundum varstu að sýna okk- ur krökkunum eitthvað inni í skrifstofuherberginu og ég mátti líka alltaf koma þangað inn þótt að þú værir að vinna. Það var gott að sitja hjá þér og hlusta á þig segja gamansögur í símann. Þú lifnaðir allur við þegar þú sagðir góðar sögur. Þegar ég varð stærri sagðirðu mér alla sögurnar frá því að þú varst krakki og ungur maður. Þetta voru hálfgerð ævintýri vegna þess að þú varst hvatvís og ákveðinn og fórst þínar eigin leiðir. Ég hugsaði oft um það hvað þú hefðir verið hugrakkur og sterkur. Nú vildi ég óska þess að ég gæti fengið að heyra þessar sögur einu sinni enn. Þú sagðir mér að afi þinn hefði ekki verið blíður maður, en þú lést hann ekki brjóta þig niður heldur hélst þínu striki. Ef eitthvað var að hjá mér hugsaði ég oft um þig og að þú hefðir lent í alls konar aðstæð- um og erfiðleikum en einn og sjálfur fannstu ömmu og skap- aðir þér þína eigin fjölskyldu og gott líf fyrir börnin þín og barnabörnin. Nú þegar ég á sjálf börn ætla ég að gera eins og þú og leggja hart að mér fyr- ir þau. Erlingur segir að við séum svo lík í okkur, þó að það sé ekki augljóst, og það vona ég að sé satt. Ég fæ aldrei lýst öllum stundunum okkar saman og hversu mikils virði þú varst mér. Takk fyrir að elska mig og börnin mín. Viðar og Inga Vala og Erlingur biðja að heilsa þér. Þín afastelpa, Dagbjört Katrín. Goðsögnin Atli Viðar, afi minn, mun lifa að eilífu í hjört- um okkar og í minningum um brandarana hans, áruna sem fylgdi honum og persónuleika hans. Hann bauð alla velkomna og átti það líka til að gera fólk vandræðalegt. Afi minn átti ótal sögur og við gátum talað endalaust sam- an. Við deildum mikilli mat- arást, ástríðu fyrir spila- mennsku og jafnvel fótbolta, þótt ég skildi reyndar stundum lítið í honum. Afi kenndi mér um lífið og ég mun minnast visku hans, til dæmis kenndi hann mér að taka alltaf aukabita af nammi þegar það var á boðstólum. Benna Sóley Pétursdóttir. Atli Viðar Jóhannesson HINSTA KVEÐJA Atli Viðar var góður við alla vini og fjölskyldu, hann átti marga vini og vildi allt- af það besta fyrir alla. Var stundum smá klaufi en samt alltaf besti afi í heimi. Þótt hann hafi verið með krabbamein í eitt ár þá not- aði hann það ár sem besta ár lífs síns, hann reyndi að gera sem mest því hann vissi að hann hafði ekki mikinn tíma. Við höfum líka nýtt tímann með afa vel, við erum búin að vera mikið á Akureyri og höfum reynt að gleyma því að hann var veikur því það er mjög leið- inlegt fyrir okkur öll. Von- andi hefur hann það mjög gaman á himnum með Guði að gera króka. Kær kveðja, Berglind, 10 ára. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS VALGARÐS DANÍELSSONAR. Einnig viljum við þakka Ljósinu, Heimaþjónustu Heru og Helga Sigurðssyni lækni fyrir alúð og umhyggju í veikindum hans. Guðbjörg Ágústsdóttir Ágúst Erling Gíslason Rósalind María Gunnarsdóttir Daníel Gunnars Jónsson Guðrún Stefánsdóttir Svavar Jónsson Erna Kristín Valdimarsdóttir og barnabörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra STEFÁNS ALEXANDERSSONAR frá Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir gott atlæti og umönnun. Laila Michaelsdóttir Valborg Stefánsdóttir Gnúpur Halldórsson Íris Stefánsdóttir Þóroddur Bjarnason Tinna Stefánsdóttir Alexander Stefánsson Ólína Elísabet Rögnudóttir og barnabörnin þrettán

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.