Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.07.2021, Qupperneq 45
vinskapur milli fjölskyldna okkar, við áttum saman margar góðar og eftirminnilegar stundir, sem eru óendanlega dýrmætar í minning- unni. Rúna óx úr grasi, varð ein- staklega falleg og heillandi, jafnt ytra sem innra, björt yfirlitum, hjartahlý, umhyggjusöm og fág- uð. Hún var hæglát, róleg og yf- irveguð, málrómurinn blíður og aðeins glettinn, smitandi hlátur og bros. Það fylgdi henni birta og gleði og hún gaf ætíð ríkulega af sér. Rúna var grafískur hönnuður, afar flink og fær í sínu fagi. Hún vann af kunnáttu og kostgæfni, hávaðalaust, ástundaði öguð og vönduð vinnubrögð, átti farsælt samstarf við alla sem hún vann með og sagði meiningu sína hreint og beint án þess að særa nokkurn. Það eru mörg framúrskarandi verk sem eftir hana liggja. Hún var okkur hjónum öflugur liðstyrkur í gerð efnis og umbúða fyrir fjölskyldufyrirtæki okkar og samstarfið við hana var ómetan- legt, hún var alltaf tillögugóð, víð- sýn og fagleg. Ekki spillti fyrir að hitta hana öðru hvoru í kaffi, þar sem spjallað var um alla heima og geima, um landsins gagn og nauð- synjar. Hún vildi rækta tengslin innan Holts-ættarinnar, vann af krafti í ættarmótsnefnd og í undirbúningi fyrir jólasamkomur. Hún átti líka frumkvæði að frænkukaffi og boð- aði oftar en ekki til þeirra funda. Nú hefur fækkað í frænkukaffinu, fyrr á þessu ári kvaddi Halla, móðursystir okkar, þetta jarðlíf og nú er Rúna einnig horfin okkur – alltof snemma. Það er erfitt að sætta sig við ótímabært fráfall hennar og þungbært að örlögin skyldu ekki gefa henni lengri tíma til að njóta samvista við Palla og Nonna, fal- legu drengina hennar, sem voru henni svo hjartfólgnir og hún var svo stolt af, við tengdadótturina Maren og litlu Rúnu, sem var henni yndislegur gleðigjafi, svo og ættingja og vini, sem elskuðu hana og vildu njóta nærveru hennar. Rúnu verður sárt saknað, hún skilur eftir sig stórt skarð. Inni- legar samúðarkveðjur til Palla og Nonna, til systkina Rúnu og fjöl- skyldunnar allrar sem sér á bak yndislegri og einstakri konu. Að leiðarlokum sendi ég elsku Rúnu, frænku minni og vinkonu, hjartans þakkir fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Bergþóra Einarsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að eiga ekki eftir að geta hitt Rúnu frænku aftur; hún hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi okkar systra og skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Hennar er og verður sárt saknað. Rúna var glaðlynd og brosti með öllu andlitinu. Hún var alltaf flott til fara og glæsileg. Öllum leið vel í kringum hana. Henni var annt um fólkið sitt og hafði sér- staklega mikinn og einlægan áhuga á börnunum í fjölskyldunni. Við nutum góðs af því sjálfar sem börn og svo börnin okkar síðar. Hún hafði svo gaman af þeim öll- um og Rúna frænka var líka í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þau eiga um hana góðar minningar og sakna hennar mikið. Rúna var mjög fyndin og var fljót að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Sérstaklega hafði hún húmor fyrir sjálfri sér. Hún sagði skemmtilega frá og oftar en ekki fylgdi smitandi hláturinn á eftir. Þegar hún hló þá var ekki annað hægt en að hlæja með. Rúna var hæfileikarík, hug- myndarík, hörkudugleg og klár. Það var alltaf gaman að fylgjast með því sem hún var að gera hverju sinni. Hún gerði ógrynni auglýsinga og það kom fyrir að hún fékk okkur til að sitja fyrir þegar við vorum litlar. Hún sendi manni stundum póst með gömlum auglýsingum sem urðu oft að mjög skemmtilegum tölvupósts- samskiptum. Umfram allt var Rúna mamma með stóru M-i. Strákarnir hennar voru henni allt, þeir voru alltaf í forgangi og hún hugsaði svo vel um þá alla tíð. Hún var svo enda- laust stolt af þeim báðum og hafði fulla ástæðu til. Það er þess vegna svo sárt að hugsa til þess að hún hafi ekki fengið meiri tíma í ömmuhlutverkinu með litlu Rúnu sinni. Við kveðjum elsku Rúnu frænku með með miklum trega. Elsku Nonni, Palli, Maren og Rúna litla. Hugur okkar er hjá ykkur. Minningin um dásamlega frænku lifir. Ásrún og Herborg. Það voru þungbærar fréttir þegar mamma sagði mér að Rúna, móðursystir mín, væri fallin frá. Rúna var alltaf mjög náin mér og sýndi alltaf mér og minni fjöl- skyldu mikinn áhuga þegar við hittumst. Hún spurði alltaf mikið um börnin mín og konu og hvað væri að frétta og hafði gaman af því að heyra um afrek barnanna og okkar. Ég fékk oft að heyra það að ég væri eins og litli bróðir hennar, en ég fæddist fyrstur barnabarna og bjó fyrstu mánuð- ina á Vesturbrún. Hún var, eins og Siggi frændi, 13 ára þegar ég fæddist og var hún eins og hin systkinin mikið að passa mig. Fjölskyldan var henni allt og það skein í gegn eftir að hún eignaðist Palla og Nonna. Mér fannst Rúna alltaf frekar svöl frænka og var gaman að sjá hvað hún var að bralla og þá sér- staklega í vinnunni. Hún var graf- ískur hönnuður og stofnaði strax fyrirtæki eftir útskrift frá MHÍ á Laugavegi. Mér fannst mjög töff að stofan var á sama stað og leik- fangaverslunin Liverpool. Alltaf hafði hún tíma til að tala við mig eða sýna mér eitthvað skemmti- legt. Ég átta mig á því í dag að hún var samt alveg á haus í vinnu en það skipti hana engu máli. Hún stækkaði fyrir mig myndir úr t.d. Mogganum í hinu magnaða Repromaster-tæki sem var rosa- legt tæki á þeim tíma og tók heilt herbergi. Þetta var eitthvað alveg sérstakt og enginn annar átti svona myndir. Seinna fór ég svo að vinna sem grafískur hönnuður og var það m.a. vegna innblásturs frá henni að ég valdi það starf. Það var svo gleðilegt að við unnum saman á stofu um nokkurt skeið. Það var góð tilfinning að vita af henni frænku minni þarna og gott að leita til hennar. Guð blessi alla fjölskylduna, minning um yndislega frænku lif- ir. Þórir Brjánn. Elsku Rúna var yndislegasta, fyndnasta og góðhjartaðasta frænka sem hægt er að hugsa sér. Við bræðurnir munum aldrei gleyma því hversu mikla ást og kærleika hún sýndi okkur. Nær- vera hennar hafði róandi og já- kvæð áhrif, smitandi bros og hlát- ur var hennar helsta vopn. Rúna var alltaf til í leik og gaman hvort sem það var í dótaleik með krökk- um eða í borðspil með fullorðnum. Synir hennar, Palli og Nonni, eru á svipuðum aldri og við og eigum við sameiginleg áhugamál og höf- um svipaðan húmor. Við ólumst upp í náinni vináttu og vorum að mörgu leyti eins og bræður. Við fjölskyldurnar eyddum oft heilu dögunum, helgunum og vikunum saman í heimsóknum, ferðalögum og hvers konar hangsi og þá var Rúna alltaf eins og önnur mamma okkar. Minningar okkar um Rúnu munu ávallt vera geymdar djúpt í hjörtum okkar og við munum aldrei gleyma þér. Við elskum þig, Rúna frænka. Litlu frændur þínir Örn, Sigurður og Óskar. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 ✝ Sigrún Ingi- björg Karls- dóttir fæddist á Blönduósi 21. maí 1937. Hún lést á heimili sínu 6. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Ásta Sig- hvatsdóttir vefnaðarkennari, f. 1. maí 1897, d. 25. maí 1998, og Karl Helgason, póst- og símstöðvar- stjóri, f. 16. september 1904, d. 26. júní 1981. Bróðir Sigrúnar var Sighvatur Karlsson bryti, f. 16. janúar 1933, d. 22. júlí 1997. Synir hans eru Karl heit- inn Sighvatsson tónlistarmaður og Sigurjón Sighvatsson kvik- myndagerðarmaður. Dóttir Sigrúnar er Ásta Sig- hvats Ólafsdóttir leikkona, f. 20. júlí 1972, en sambýlismaður hennar er Henrik Þór Tryggvason bif- vélavirki, f. 25. apríl 1963. Börn þeirra eru Pétur Kári Henriksson, sex ára, og Birgit Elva Henriksdóttir, níu ára. Faðir Ástu er Ólafur Guð- mundsson skóla- stjóri, f. 4. júní 1941. Sigrún lauk námi í félagsráðgjöf frá Þránd- heimi 1966 og vann hjá Reykja- víkurborg, Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans, hjá Vestmannaeyjabæ og Félags- málastofnun Reykjavík- urborgar. Hún hætti störfum árið 2007, en tók að sér ýmis verkefni eftir það, m.a. hand- leiðslu. Sigrún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 22. júlí 2021, klukkan 13. Eftirlætis frænka og kær vin- kona er fallin frá. Minningarnar hrannast upp og líða um hugann ein af annarri. Við Sigrún vorum systkinadæt- ur en móðir hennar, Ásta, og faðir minn, Sigfús, voru börn þeirra hjóna Sighvatar Bjarnasonar bankastjóra og konu hans, Ágústu Sigfúsdóttur. Við Sigrún vorum jafnframt síðustu eftirlifandi barnabörn þeirra hjóna. Sigrún ólst upp á Blönduósi og bjó síðar á Akranesi ásamt for- eldrum sínum, Karli Helgasyni og frú Ástu, og Sighvati bróður sín- um. Við frænkurnar hittumst þó reglulega í fjölskylduheimsókn- um, ýmist í Reykjavík eða á Akra- nesi. Jafnframt fóstruðu foreldrar Sigrúnar mig í nokkra mánuði ár- ið 1946 eftir stórbruna æskuheim- ilis míns á Amtmannsstíg 2. Það var þó ekki fyrr en við vor- um komnar á fullorðinsárin, eftir nám og störf erlendis, að leiðir okkar lágu saman á ný, á Íslandi. Þá endurheimtum við tengslin og á milli okkar varð einlæg vinátta sem fylgdi okkur alla tíð. Dætur okkar voru nálægt í aldri og við Sigrún studdum hvor aðra í leik og starfi. Sigrún var traustur vinur og hjá henni mætti maður alltaf skilningi og hlýju. Hún var góður hlustandi og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún var ræktarsöm við vini og ættingja og var til að mynda dætrum mínum og barna- börnum einstaklega kær. Það var hlátur og gleði í kringum Sigrúnu og hún hafði góða kímnigáfu. Sig- rún var sömuleiðis fjölfróð og vel lesin og einstaklega minnug. Gáfur og mannkostir Sigrúnar gerðu hana jafnframt að einstakri fag- manneskju sem félagsráðgjafi. Hún var frumherji á sínu sviði og hjálpaði til við að byggja upp fé- lagsráðgjöf á Íslandi. Sigrún átti marga, góða og trausta vini sem hún naut sam- veru með. Hún var einstök móðir og amma og ömmubörnin tvö, Birgit Elva og Pétur Kári, voru sólargeislarnir í lífi hennar. Hún naut þess svo innilega að sjá þau vaxa og dafna og heimsótti þau norður eins oft og hún gat. Það gladdi hana svo mikið að sjá þau blómstra í sveitinni. Hún saknaði vissulega þess að hafa ekki Ástu, einkadóttur sína, nær en gladdist um leið yfir því að dóttir hennar hefði skapað sér gott líf og fallegt heimili fyrir norðan með manni sínum, Henrik Tryggvasyni. Lífskraftur Sigrúnar var mikill og hún tókst á við mótlæti í lífinu af miklu æðruleysi. Hún hafði tvisvar sinnum tekist á við krabbamein og náð bata. Hins vegar var þriðja orrustan hennar hinsta. Það er sárt að sjá á eftir Sigrúnu frænku og ég mun sakna hennar mikið. Ég ylja mér hins vegar við góðar minningar og þakka samferðina. Við mæðgur, ég og dætur mínar, Valdís og Brynja, vottum Ástu og fjöl- skyldu, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Einn morgun, skömmu eftir andlátið, sagði níu ára dóttursonur minn: „Amma, það tekur fimm daga að komast til himna og þar mun Sigrún frænka búa í fallegri skýjaíbúð og líða svo vel. Hún var svo skemmtileg og hún knúsaði svo vel.“ Elsku frænka, nú ertu komin á leiðarenda. Ágústa G. Sigfúsdóttir. Ég kynntist Sigrúnu 28. sept. 1955. Við vorum farþegar á Gull- fossi sem fór frá Reykjavík þetta fallega haustkvöld. Við vorum á leið í Norræna lýðháskólann í Kungälv í Svíþjóð, og í þá daga tók það fjóra og hálfan sólarhring með skipi til Kaupmannahafnar og nokkurra tíma lestarferð frá Kaupmannhöfn á áfangastað. Okkur Sigrúnu kom strax mjög vel saman. Við vorum einu íslensku nemendurnir, en þarna var ungt fólk frá öllum Norðurlöndunum. Hver talaði sitt tungumál og kenn- ararnir sænsku, dönsku og norsku, en eftir nokkurn tíma skildu allir alla. Við Sigrún sungum íslensk lög á öllum skemmtunum, hún spilaði á gítar svo það var vinsælt. Við vor- um almennt kallaðar Ásrún og Sig- rún, alltaf saman. Þegar skólanum lauk fórum við að vinna á Sahlgrenska sjúkrahús- inu í Gautaborg. Ákveðið var að ferðast til Finnlands að heim- sækja skólasystkin okkar. Það var erfitt að vinna á sjúkrahúsinu, sér- staklega fyrir Sigrúnu sem var alóvön þess háttar vinnu, en hún lét það ekki stoppa sig, og við kom- umst af stað til Finnlands, stór- skemmtileg ferð þrátt fyrir ýmis óhöpp, t.d. að fara í ranga lest frá Stokkhólmi til Sundsvall, en allt endaði vel. Við hlógum að öllum óhöppum og skemmtum okkur vel í þessu ferðalagi. Heim til Íslands fórum við í nóv- ember, og þá skildi leiðir okkar. Ég flutti alfarin til Svíþjóðar hálfu ári seinna, þegar ég giftist Svía. 1960 kom Sigrún og dvaldist hjá okkur Lasse um tíma meðan hún var að bíða eftir vinnu á Braathen Safe í Ósló, þar sem hún var nokkur ár áður en hún fór í skóla í Þránd- heimi og varð þar félagsráðunautur og í framhaldi af því fyrsti fé- lagsráðunautur Reykjavíkur. Við héldum alltaf sambandi og hittumst þegar við gátum. Hún var með í áttræðisafmæli mínu í Reykjavík 60 árum eftir að við hittumst fyrst, og þegar hún varð áttræð var henni gefin ferð til út- landa og valdi að koma til okkar Lasse í Gautaborg. Það var indæl vika, mikið hlegið að venju. Sigrún var komin með staf til stuðnings út af svima, og ekki neinn venjulegan staf, hann var fallega grænn á lit með glitr- andi steinum. Stafurinn varð svo oftast eftir þegar við vorum í búð- um, en fannst alltaf aftur. Um daginn hringdi ég til Sigrúnar. Við spjölluðum góða stund, henni var þungt fyrir brjósti og sagðist vera þreytt af meðulum, en gaf sér tíma til að segja mér frá Ástu og fjölskyldu sem höfðu verið í sumarfríi austur á landi í sól og blíðu. Þau voru hennar líf og yndi, Ásta, Birgit og Pétur Kári. Nokkrum klukku- stundum seinna var hún dáin. Ég er forsjóninni eilíft þakklát fyrir að ég hringdi einmitt þetta kvöld. „Það er gott að fá að deyja á sumrin, þá flýgur sálin út í sól og birtu.“ Elsku Ásta, við Lasse sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Ásrún. Vináttan er líklega eitt af því dýrmætasta sem lífið færir mann- fólkinu hér á jörð. Í meira en hálfa öld höfum við Sigrún Karlsdóttir átt einlæga vináttu og samleið í líf- inu bæði í gleði og sorg. Ekkert verður því samt í mínu lifi eftir andlát Sigrúnar vinkonu minnar. Haustið 1969 kynntumst við ungir og stoltir félagsráðgjafar, meðal þeirra fyrstu á Íslandi, önnur með próf frá Noregi og hin frá Dan- mörku. Við vorum mættar til leiks reiðubúnar „að bjarga heiminum“ eða í það minnsta að taka þátt í að koma á nútímalegri félagsþjón- ustu á Íslandi. Við áttum samleið vorið 1970 þegar verið var að koma á laggirnar fyrstu félags- málastofnun á Íslandi, Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, og vorum svo lánsamar að verða þátttakendur í þeirri vegferð sem einkenndist af gleði og stolti allra þeirra sem þar komu að verki. Nokkru síðar var Sigrún „sótt“ til annarra starfa þegar barna- og unglingageðdeildin, BUGL, var stofnuð. Þar var Sigrún sannar- lega líka á heimavelli því fáum hef ég kynnst sem betur var fallin til meðferðarstarfa og handleiðslu. Í kjölfar Vestmannaeyjagossins varð Sigrún virk í að skipuleggja og útfæra hjálparstarf við Vest- mannaeyinga og seinna réðst hún sem félagsmálafulltrúi til Vest- mannaeyjabæjar og þangað flutti hún með einkadótturina Ástu. Vestmannaeyjaárin mörkuðu þáttaskil í líf Sigrúnar og þeirra mæðgna. Þar eignaðist Sigrún nokkra af sínum bestu vinum sem studdu hana til þess góða lífs sem entist henni ævina á enda. Eftir árin í Vestmannaeyjum sneri Sig- rún aftur til starfa hjá Félagsþjón- ustunni í Reykjavík og vann þar í margvíslegum hlutverkum allt til starfsloka. Þar áttum við aftur samleið í tólf ár. En fyrst og fremst vorum við Sigrún vinkonur og sálufélagar allt frá fyrstu tíð og ekki spillti fyrir að Ingólfur mað- urinn minn deildi þeirri vináttu meðan hans naut við. Mesta lán Sigrúnar í lífinu var að eignast dótturina Ástu, sem var hennar mikla stolt og gleði og segja má að hamingjan hafi fullkomnast þegar efnilegu barnabörnin tvö komu til sögunnar. Sigrún blátt áfram ljómaði þegar hún talaði um barnabörnin og sýndi mér myndir af þeim. Ástin til þeirra og Ástu var það sem hvatti Sigrúnu til að gera allt sem í hennar valdi stóð til að ná heilsu og fá með þeim fleiri ár en „mennirnir biðja en Guð ræður“ og nú er komið að kveðju- stund. Sigrún var vinmörg og afar trygg vinum sínum. Hún uppskar líka í samræmi við það alla ævina, en kannski mest þegar á reið og halla tók undan fæti síðustu miss- erin. Að öðrum ólöstuðum var þó Ágústa frænka og vinkona hin sterka stoð Sigrúnar, nú sem áð- ur, og hafi hún einlægar þakkir fyrir. Við leiðarlok kveð ég Sig- rúnu vinkonu mína með trega en einnig gleði og þökk í hjarta. Minningin lifir. Lára Björnsdóttir. Kær vinkona mín, Sigrún Karls- dóttir, er látin. Við Sigrún kynnt- umst í Vestmannaeyjum þegar hún flutti þangað með Ástu, dóttur sína, árið 1978. Ég tók viðtal við Sigrúnu fyrir Eyjablaðið það ár og ræddum við um störf hennar sem félagsmálafulltrúi. Sigrún var fyrsti fagmenntaði félagsmála- fulltrúinn sem ráðinn var til Eyja og beitti sér þar fyrir mörgum framfaramálum. Fljótt tókst vin- skapur með okkur tveimur og börnum okkar, þeim Ástu, Huldu Ásgerði og Magnúsi Jóhanni. Vestmannaeyjar eru ævintýra- heimur og börnin nutu þess að ganga nýju fjöruna eða fara í Klaufina. Svo ég tali nú ekki um að fara upp á Eldfell, sem enn var svo heitt að gúmmísólar bráðnuðu á nýjum gönguskóm vinkonu minn- ar, þegar numið var staðar um stund. Sigrún var mikill fagurkeri og sælkeri, oft sátum við veislur að lokinni útiveru, þá var borin fram nýbökuð eplakaka eða rúllutertan góða með rjóma og ávöxtum. Seinna þegar þær mæðgur voru fluttar til Reykjavíkur var oft setið lengi yfir dögurði og góðu spjalli. Allt sem Sigrún bauð upp á bar hún fram af einstakri smekkvísi og natni. Hún kenndi mér að vefja aðventukrans og skreyta eftir öll- um kúnstarinnar reglum. Fyrsta helgin í aðventu varð okkur heilög á Eyjaárum Sigrúnar, kransinn vafinn og síðan hnoðað í nokkrar smákökusortir. Næsta dag hófst baksturinn og á meðan dunduðu börnin sér við föndur og smákökusmakk. Ég hafði gaman af að grilla á þessum árum og reif fram kola- grillið við fyrsta sólargeisla. Þá þótti mér sjálfsagt að snæða úti í garði og áttaði mig ekki alltaf á hitastiginu, fyrr en vinkona mín var farin að skjálfa á beinunum. Minnisstæð varð ferð okkar á Heimaklett einn fagran sumardag þegar Sigrún var gestkomandi í Eyjum. Þá lá vel á okkur vinkon- unum og Sigrún var einstaklega létt á fæti, svo létt að hún hoppaði niður af syllu. Þá brast ökklinn og hófust miklar tilfæringar við að koma henni undir læknishendur. En þessi ferð gleymdist aldrei. Sigrún var dugleg að iðka þakk- læti og gleði yfir því sem lífið færði henni. Fegurð himinsins, fallega tréð í garðinum eða dásemd sól- arlagsins, allt gladdi það hana. Hún var unnandi tónlistar og leik- listar og naut þess að hlusta á sí- gilda tónlist og óperur eða að horfa á góða leiksýningu. Sigrún kunni að rækta vinskapog vinátta hennar var mikilvæg. Á ögurstundu í lífi mínu reyndist hún mér ómetanleg- ur vinur. Vinátta okkar hélst frá upphafsdögunum í Eyjum til dags- ins í dag. Ég kveð nú mína kæru vinkonu og þakka henni fyrir allt gott sem hún hefur kennt mér og allar gleði- og sorgarstundir sem við höfum deilt. Elsku Ásta og Henrik, Birgit Elva og Pétur Kári, þið voruð sólargeislarnir í lífi Sig- rúnar. Geisli minninganna styrki ykkur á sorgarstundu. Halldóra Magnúsdóttir. Sigrún Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA Einstök kona er látin. Sigrún var vönduð kona og mikill fagurkeri. Hún átti fallegt heimili sem gaman var að heimsækja. Hún sá fegurðina í því smáa. Hvernig eitt lítið sal- atblað getur breytt borð- haldi í „lækkert“ veislu- borð. Allt það fallega sem hún hafði upplifað; tón- leika, bækur, leikhúsferðir. Sögur af yndislegu barna- börnunum og samferða- fólki. Hún kunni þá list að samgleðjast en ekki síður að samhryggjast. Ég varð alltaf ríkari eftir samtöl við hana og hugsaði oft að ég ætti að fara mér hægar og njóta þess smáa í náttúrunni og í samskipt- um milli fólks. Takk Sigrún fyrir ein- staka vináttu og tryggð. Ástu og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristjana Sigmundsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Þórisdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.